Kallar eftir róttækum breytingum á efnahag Suður-Afríku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 20:22 Malusi Gigaba, nýr fjármálaráðherra Suður-Afríku. Vísir/Getty Nýr fjármálaráðherra Suður-Afríku, Malusi Gigaba, segir að landið verði að „umbylta með róttækum hætti“ efnahag sínum. BBC greinir frá. Hann segir jafnframt að ríkissjóður landsins hafi í of langan tíma verið starfræktur fyrir „stór fyrirtæki, einkahagsmuni og alþjóðlega fjárfesta.“ „Þetta er ríkisstjórn fólksins,“ lét Gigaba hafa eftir sér á sínum fyrsta blaðamannafundi en hann tók við störfum á föstudag eftir að forseti landsins, Jacob Zuma, rak forvera hans í starfi, Pravin Gordhan. Gengi gjaldmiðils Suður-Afríku tók dýfu þegar fregnir bárust af ákvörðun forsetans og féll gengið niður um fimm prósent. Talið er að hinn nýi fjármálaráðherra vilji auka útgjöld ríkissjóðs, líkt og forseti landsins hafði kallað eftir, en forveri hans, Gordhan, hafði áður sett sig upp á móti slíkum áformum og vegna þess fengið reisupassann. „Eignarhald á auði er í höndum of fárra í landinu eins og staðan er núna.“ Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýr fjármálaráðherra Suður-Afríku, Malusi Gigaba, segir að landið verði að „umbylta með róttækum hætti“ efnahag sínum. BBC greinir frá. Hann segir jafnframt að ríkissjóður landsins hafi í of langan tíma verið starfræktur fyrir „stór fyrirtæki, einkahagsmuni og alþjóðlega fjárfesta.“ „Þetta er ríkisstjórn fólksins,“ lét Gigaba hafa eftir sér á sínum fyrsta blaðamannafundi en hann tók við störfum á föstudag eftir að forseti landsins, Jacob Zuma, rak forvera hans í starfi, Pravin Gordhan. Gengi gjaldmiðils Suður-Afríku tók dýfu þegar fregnir bárust af ákvörðun forsetans og féll gengið niður um fimm prósent. Talið er að hinn nýi fjármálaráðherra vilji auka útgjöld ríkissjóðs, líkt og forseti landsins hafði kallað eftir, en forveri hans, Gordhan, hafði áður sett sig upp á móti slíkum áformum og vegna þess fengið reisupassann. „Eignarhald á auði er í höndum of fárra í landinu eins og staðan er núna.“
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira