Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 16:00 Hildur Sigurðadóttir, Benedikt Guðmundsson og Heiðrún Kristmundsdóttir. Vísir/Samsett Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. Benedikt gerði frábæra hluti með nýliða Þórs í vetur og kom Akureyrarliðinu alla leið í úrslitakeppnina á fyrsta ári. Benedikt þjálfaði einnig kvennalið Þórs í 1. deildinni og þar voru hans konur aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili. Þór varð deildarmeistari en tapaði í oddaleik á móti Breiðabliki í úrslitakeppninni. Benedikt tapaði þar fyrir liði sem var undir stjórn Hildar Sigurðardóttur. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði KR-liðsins sem Benedikt gerði að Íslandsmeisturum vorið 2010. Hildar var á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari og skilaði Blikum upp í Domino´s deildina í fyrstu tilraun. Benedikt Guðmundsson hrósar frammistöðu Hildar í vetur í pistil sínum á fésbókinni. Það er ekki slæmt að fá hrós frá slíkum reynslubolta sem gjörþekkir körfuboltann frá öllum hliðum enda búinn að ná flottum árangri sem þjálfari karlaliða, kvennaliða og svo í yngri flokkunum líka. Benedikt segir að Hildur hafi stýrt liðinu með miklum myndarskap og að hún hafi vaxið mikið sem þjálfari á þessu fyrsta tímabili sínu. „Metnaðarfullt og skemmtilegt lið sem á klárlega heima þar,“ segir Benedikt. Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni. „Einnig fannst mér algjörlega frábært að mæta henni og Heiðrúnu Kristmundsdóttur í vetur og hvet ég fleiri komur til að skella sér í þjálfun. Þær eiga jafn mikið erindi í þjálfun við kallarnir eins og þessar tvær drottningar sýndu í vetur. Það er fullt af konum sem búa yfir mikilli þekkingu í íþróttum og skora ég á þær að miðla þeirri þekkingu til leikmanna í gegnum þjálfarastarfið,“ skrifaði Benedikt. Benedikt skorar á fleiri konur að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í íþróttahreyfingunni. „Ef ekki í gegnum þjálfarastarfið þá eru fleiri leiðir til að láta gott af sér leiða og hafa jákvæð áhrif. Formaður Breiðabliks er kona,eins og hjá KR og Þór Þorlákshöfn, og á hún örugglega ekki minni þátt í þessu afreki liðsins. Ég tala af reynslu þegar ég segi að konur eru ekki síðri formenn eða stjórnarfólk en karlar,“ skrifar Benedikt og það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð. Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. Benedikt gerði frábæra hluti með nýliða Þórs í vetur og kom Akureyrarliðinu alla leið í úrslitakeppnina á fyrsta ári. Benedikt þjálfaði einnig kvennalið Þórs í 1. deildinni og þar voru hans konur aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili. Þór varð deildarmeistari en tapaði í oddaleik á móti Breiðabliki í úrslitakeppninni. Benedikt tapaði þar fyrir liði sem var undir stjórn Hildar Sigurðardóttur. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði KR-liðsins sem Benedikt gerði að Íslandsmeisturum vorið 2010. Hildar var á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari og skilaði Blikum upp í Domino´s deildina í fyrstu tilraun. Benedikt Guðmundsson hrósar frammistöðu Hildar í vetur í pistil sínum á fésbókinni. Það er ekki slæmt að fá hrós frá slíkum reynslubolta sem gjörþekkir körfuboltann frá öllum hliðum enda búinn að ná flottum árangri sem þjálfari karlaliða, kvennaliða og svo í yngri flokkunum líka. Benedikt segir að Hildur hafi stýrt liðinu með miklum myndarskap og að hún hafi vaxið mikið sem þjálfari á þessu fyrsta tímabili sínu. „Metnaðarfullt og skemmtilegt lið sem á klárlega heima þar,“ segir Benedikt. Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni. „Einnig fannst mér algjörlega frábært að mæta henni og Heiðrúnu Kristmundsdóttur í vetur og hvet ég fleiri komur til að skella sér í þjálfun. Þær eiga jafn mikið erindi í þjálfun við kallarnir eins og þessar tvær drottningar sýndu í vetur. Það er fullt af konum sem búa yfir mikilli þekkingu í íþróttum og skora ég á þær að miðla þeirri þekkingu til leikmanna í gegnum þjálfarastarfið,“ skrifaði Benedikt. Benedikt skorar á fleiri konur að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í íþróttahreyfingunni. „Ef ekki í gegnum þjálfarastarfið þá eru fleiri leiðir til að láta gott af sér leiða og hafa jákvæð áhrif. Formaður Breiðabliks er kona,eins og hjá KR og Þór Þorlákshöfn, og á hún örugglega ekki minni þátt í þessu afreki liðsins. Ég tala af reynslu þegar ég segi að konur eru ekki síðri formenn eða stjórnarfólk en karlar,“ skrifar Benedikt og það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð.
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga