Riise stendur með Lagerbäck: „Ekki hans starf, fjandinn hafi það“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 12:00 Einu sinni var gaman hjá Lars Lagerbäck á Íslandi. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, tók sökina á sig eftir að Noregur tapaði 2-0 fyrir Norður-Írlandi í frumraun norska liðsins undir hans stjórn í síðustu landsleikjaviku. Norsku strákarnir fengu mark á sig snemma leiks og misstu hausinn en eftirleikurinn var nokkuð auðveldur fyrir þá norðurírsku. Lagerbäck fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir þessa „martröð“ eins og sumir fjölmiðlar uppnefndu leikinn en leikmennirnir hafa einnig verið harkalega gagnrýndir.Sjá einnig:Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool og norska landsliðsins, er á þeirri skoðun að leikmönnunum sé um að kenna en ekki Lagerbäck. „Lagerbäck sagði að það væri hans starf sem þjálfari að passa upp á að leikmenn mættu með rétt viðhorf til leiks. Það er ekki hans starf, fjandinn hafi það,“ segir Riise í hlaðvarpi Top Fotball en Dagbladet greinir frá. „Ef það eitt að bera fánann á brjóstinu fær þig ekki til að mæta gíraður í landsleik áttu bara að koma þér heim. Bara það að bera fánann á að gefa þér auka kraft. Ég elskaði alltaf að standa í göngunum í norsku treyjunni. Mér var alveg sama hvort ég var að fara að spila við Færeyjar eða einhverja aðra þjóð. Það var alltaf sérstakt að spila fyrir Noreg en maður sér þetta ekki í dag.“ Riise á hreinlega erfitt með að horfa á norska landsliðið í dag sem honum finnst ömurlegt og áhugalaust. Það verður í 86. sæti á næsta heimslista en liðið hefur aldrei veri neðar. „Það er enginn alvöru karakter í þessu liði. Það eru allir eins. Þegar það er ekkert að gerast í leiknum reyndu þá að tækla einhvern og kveikja aðeins í þessu. Farðu í 50-50 tæklingu eða skjóttu á markið bara til að fá fólkið með þér. Ég er alltaf í sjokki þegar ég horfi á landsliðið spila í dag,“ segir John Arne Riise. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45 Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, tók sökina á sig eftir að Noregur tapaði 2-0 fyrir Norður-Írlandi í frumraun norska liðsins undir hans stjórn í síðustu landsleikjaviku. Norsku strákarnir fengu mark á sig snemma leiks og misstu hausinn en eftirleikurinn var nokkuð auðveldur fyrir þá norðurírsku. Lagerbäck fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir þessa „martröð“ eins og sumir fjölmiðlar uppnefndu leikinn en leikmennirnir hafa einnig verið harkalega gagnrýndir.Sjá einnig:Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool og norska landsliðsins, er á þeirri skoðun að leikmönnunum sé um að kenna en ekki Lagerbäck. „Lagerbäck sagði að það væri hans starf sem þjálfari að passa upp á að leikmenn mættu með rétt viðhorf til leiks. Það er ekki hans starf, fjandinn hafi það,“ segir Riise í hlaðvarpi Top Fotball en Dagbladet greinir frá. „Ef það eitt að bera fánann á brjóstinu fær þig ekki til að mæta gíraður í landsleik áttu bara að koma þér heim. Bara það að bera fánann á að gefa þér auka kraft. Ég elskaði alltaf að standa í göngunum í norsku treyjunni. Mér var alveg sama hvort ég var að fara að spila við Færeyjar eða einhverja aðra þjóð. Það var alltaf sérstakt að spila fyrir Noreg en maður sér þetta ekki í dag.“ Riise á hreinlega erfitt með að horfa á norska landsliðið í dag sem honum finnst ömurlegt og áhugalaust. Það verður í 86. sæti á næsta heimslista en liðið hefur aldrei veri neðar. „Það er enginn alvöru karakter í þessu liði. Það eru allir eins. Þegar það er ekkert að gerast í leiknum reyndu þá að tækla einhvern og kveikja aðeins í þessu. Farðu í 50-50 tæklingu eða skjóttu á markið bara til að fá fólkið með þér. Ég er alltaf í sjokki þegar ég horfi á landsliðið spila í dag,“ segir John Arne Riise.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45 Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira
Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45
Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00