Hagræddu úrslitum í leik á móti Börsungum Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 16:00 Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/getty Cheikh Saad, framherji spænska C-deildarliðsins Eldense fullyrðir að nokkrir samherjar hans eru sekir um að hagræða úrslitum í 12-0 tapi liðsins á móti B-liði Barcelona um helgina. Með þessu risastóra tapi féll Eldense endanlega úr C-deildinni niður í D-deildina en liðið er aðeins búið að innbyrða fjórtán stig í 32 leikjum og getur ekki haldið sér uppi nú þegar sex umferðir eru eftir. Eftir tapið var félagið fljótt að slíta tengsl við ítalskt fjárfestingafyrirtæki sem byrjaði að styrkja Eldense fyrr á þessari leiktíð. „Ég veit hverjir eru sekir en ég get ekki sagt frá því á þessari stundu,“ segir Cheikh Saad í viðtali við RAC-1. Hann segir að einn liðsfélagi hans var látinn vita af svindlinu fyrir leik en sjálfur áttaði hann sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en ruglið hófst. Hann byrjaði á varamannabekknum.„Það datt engum í hug að biðja mig um að taka þátt því þeir vissu hvert svarið yrði. Ég hefði hætt í liðinu. Hálftíma fyrir leik átti ég að vera í byrjunariðinu en svo var ég allt í einu kominn á bekkinn. Eftir leikinn var mér sagt í rútunni að þrír leikmenn hefðu gefið leikinn.“ „Ég fór úr rútunni og aftur inn í klefa. Þar voru menn að rífast og ekki munaði miklu að menn létu höggin tala. Það var meira að segja einn leiðtogi sem sagði hinum hvað þeir áttu að gera. Ég vil samt ítreka að Barcelona B kom ekki að þessu.“ Eldense hefur hætt allri íþróttaiðkun á meðan málið er rannsakað en stjórnarformaðurinn David Aguilar segir að ýmislegt skrítið hefur verið í gangi í nokkurn tíma. „Þetta er ekki bara út af þessum laugardegi. Þetta er bara dropinn sem fyllti mælinn. Við erum að reyna að finna út úr þessu en við getum ekki sakað neinn um neitt fyrr en við höfum sannnanir. Það hafa samt skrítnir hlutir verið í gangi,“ segir David Aguilar. Spænski boltinn Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Cheikh Saad, framherji spænska C-deildarliðsins Eldense fullyrðir að nokkrir samherjar hans eru sekir um að hagræða úrslitum í 12-0 tapi liðsins á móti B-liði Barcelona um helgina. Með þessu risastóra tapi féll Eldense endanlega úr C-deildinni niður í D-deildina en liðið er aðeins búið að innbyrða fjórtán stig í 32 leikjum og getur ekki haldið sér uppi nú þegar sex umferðir eru eftir. Eftir tapið var félagið fljótt að slíta tengsl við ítalskt fjárfestingafyrirtæki sem byrjaði að styrkja Eldense fyrr á þessari leiktíð. „Ég veit hverjir eru sekir en ég get ekki sagt frá því á þessari stundu,“ segir Cheikh Saad í viðtali við RAC-1. Hann segir að einn liðsfélagi hans var látinn vita af svindlinu fyrir leik en sjálfur áttaði hann sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en ruglið hófst. Hann byrjaði á varamannabekknum.„Það datt engum í hug að biðja mig um að taka þátt því þeir vissu hvert svarið yrði. Ég hefði hætt í liðinu. Hálftíma fyrir leik átti ég að vera í byrjunariðinu en svo var ég allt í einu kominn á bekkinn. Eftir leikinn var mér sagt í rútunni að þrír leikmenn hefðu gefið leikinn.“ „Ég fór úr rútunni og aftur inn í klefa. Þar voru menn að rífast og ekki munaði miklu að menn létu höggin tala. Það var meira að segja einn leiðtogi sem sagði hinum hvað þeir áttu að gera. Ég vil samt ítreka að Barcelona B kom ekki að þessu.“ Eldense hefur hætt allri íþróttaiðkun á meðan málið er rannsakað en stjórnarformaðurinn David Aguilar segir að ýmislegt skrítið hefur verið í gangi í nokkurn tíma. „Þetta er ekki bara út af þessum laugardegi. Þetta er bara dropinn sem fyllti mælinn. Við erum að reyna að finna út úr þessu en við getum ekki sakað neinn um neitt fyrr en við höfum sannnanir. Það hafa samt skrítnir hlutir verið í gangi,“ segir David Aguilar.
Spænski boltinn Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira