Gott að hreyfa sig um páskana Elín Albertsdóttir skrifar 4. apríl 2017 11:15 Tanya Dimitrova er hóptímakennari, danskennari og eigandi Heilsuskóla Tanyu í Kópavogi. Hún er stöðugt á hreyfingu. Tanya Dimitrova, eigandi Heilsuskóla Tanyu, er stöðugt á hreyfingu, hún kennir í yfir 20 tíma á viku. Tanya hvetur fólk til að nota tímann vel og hreyfa sig í páskafríinu. Tanya rekur Heilsuskólann og stofnaði sýningarhópinn Tanya og dansdívurnar árið 2010 sem hafa víða komið fram. Margir hlakka til páskafrísins en þá er upplagt að hreyfa sig og njóta lífsins. Tanya var spurð hvaða hreyfing hentaði. „Það er ekki góð hugmynd að sleppa allri hreyfingu eða líkamsrækt í páskafríinu. Best er að stunda einhverja hreyfingu á hverjum degi þótt ekki sé farið í líkamsræktarsalinn. Það er hægt að fara í göngutúr, út að skokka, hjóla, fara í sund, spila fótbolta, fara á gönguskíði eða dansa. Ýmislegt er hægt að gera. Líkaminn er skapaður til að hreyfa sig daglega. Kyrrseta leiðir til ýmissa vandamála, bakverkja, stífleika í liðamótum og stirðleika. Svo verður skapið betra með hreyfingu,“ segir Tanya og bætir við að hver og einn verði að finna hreyfingu við hæfi.Gott að hafa tónlist „Það er gott að hlusta á tónlist á meðan við hreyfum okkur,“ segir hún. „Það er vitað að hreyfing er fyrirbyggjandi gagnvart ýmsum lífsstílssjúkdómum. Ekkert er meira hressandi en að fara í stuttan göngutúr eftir kvöldmatinn. Það auðveldar meltinguna, minnkar stressið svo ekki sé minnst á ávinning þess að labba saman og spjalla við makann, börnin eða góðan vin eða vinkonu. Vísindamenn hafa sannað með rannsóknum að það er hættulegra heilsunni að sitja eða liggja til lengri tíma í sófanum á kvöldin, heldur en að fara í fallhlífarstökk.“Sameinar fjölskylduna „Til viðbótar við göngutúr væri gott að gera til dæmis 50 hnébeygjur, 30 armbeygjur og 30 þríhöfðadýfur. Með styrktarþjálfun byggjum við upp sterkari vöðva og bein, eitthvað sem við töpum með aldrinum ef við æfum ekki. Páskafríið er fjölskyldufrí svo það er skemmtilegt að finna hreyfingu sem sameinar alla, það er dýrmætt í nútíma samfélagi. Til að ná sem bestum árangri þarf að hreyfa sig í 45 mínútur samfellt. Fjölbreytni í hreyfingu er nauðsynleg, bæði til að koma vöðvunum og líkamanum stöðugt á óvart og til þess að manni leiðist ekki. Trampólin fitness hefur til dæmis algjörlega slegið í gegn og sömuleiðis aqua zumba,“ segir Tanya. „Aqua zumba hentar öllum, fólki með liðamóta- og/eða bakvandamál sem má ekki hoppa og stunda þolfimi sem og fólki sem vill taka vel á og komast í gott form með nýjum hætti.“ „Þegar maður gengur úti þarf það að vera rösklega til að fá hjartað til að slá hraðar. Þetta á einnig við um sundið, best er að syndar 500-1.000 metra samfellt. Síðan er hægt að slappa af í heita pottinum á eftir,“ segir Tanya enn fremur.Ekkert súkkulaði „Margir detta í súkkulaðiát um páska. Tanya segir að svo þurfi ekki að vera. „Það er best að gera eins og ég lærði þegar ég var barn, en ég ólst upp í Búlgaríu. Þá suðum við egg í potti, máluðum eggin í öllum regnbogans litum, geymdum í ísskápnum og borðuðum sem nesti alla páskadagana. Við fáum að sjálfsögðu betri næringu úr soðnu eggjunum en úr súkkulaðinu.“ Tanya hefur rekið Heilsuskólann í nokkur ár og segir að uppselt hafi verið á nánast hvert námskeið. „Fólk finnur alltaf tíma fyrir hreyfingu ef viljinn er fyrir hendi. Það næst ekki árangur með afsökunum. Ef maður finnur ekki tíma til að hugsa um heilsuna í dag mun heilsan ekki hafa tíma fyrir þig á morgun. Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Tanya Dimitrova, eigandi Heilsuskóla Tanyu, er stöðugt á hreyfingu, hún kennir í yfir 20 tíma á viku. Tanya hvetur fólk til að nota tímann vel og hreyfa sig í páskafríinu. Tanya rekur Heilsuskólann og stofnaði sýningarhópinn Tanya og dansdívurnar árið 2010 sem hafa víða komið fram. Margir hlakka til páskafrísins en þá er upplagt að hreyfa sig og njóta lífsins. Tanya var spurð hvaða hreyfing hentaði. „Það er ekki góð hugmynd að sleppa allri hreyfingu eða líkamsrækt í páskafríinu. Best er að stunda einhverja hreyfingu á hverjum degi þótt ekki sé farið í líkamsræktarsalinn. Það er hægt að fara í göngutúr, út að skokka, hjóla, fara í sund, spila fótbolta, fara á gönguskíði eða dansa. Ýmislegt er hægt að gera. Líkaminn er skapaður til að hreyfa sig daglega. Kyrrseta leiðir til ýmissa vandamála, bakverkja, stífleika í liðamótum og stirðleika. Svo verður skapið betra með hreyfingu,“ segir Tanya og bætir við að hver og einn verði að finna hreyfingu við hæfi.Gott að hafa tónlist „Það er gott að hlusta á tónlist á meðan við hreyfum okkur,“ segir hún. „Það er vitað að hreyfing er fyrirbyggjandi gagnvart ýmsum lífsstílssjúkdómum. Ekkert er meira hressandi en að fara í stuttan göngutúr eftir kvöldmatinn. Það auðveldar meltinguna, minnkar stressið svo ekki sé minnst á ávinning þess að labba saman og spjalla við makann, börnin eða góðan vin eða vinkonu. Vísindamenn hafa sannað með rannsóknum að það er hættulegra heilsunni að sitja eða liggja til lengri tíma í sófanum á kvöldin, heldur en að fara í fallhlífarstökk.“Sameinar fjölskylduna „Til viðbótar við göngutúr væri gott að gera til dæmis 50 hnébeygjur, 30 armbeygjur og 30 þríhöfðadýfur. Með styrktarþjálfun byggjum við upp sterkari vöðva og bein, eitthvað sem við töpum með aldrinum ef við æfum ekki. Páskafríið er fjölskyldufrí svo það er skemmtilegt að finna hreyfingu sem sameinar alla, það er dýrmætt í nútíma samfélagi. Til að ná sem bestum árangri þarf að hreyfa sig í 45 mínútur samfellt. Fjölbreytni í hreyfingu er nauðsynleg, bæði til að koma vöðvunum og líkamanum stöðugt á óvart og til þess að manni leiðist ekki. Trampólin fitness hefur til dæmis algjörlega slegið í gegn og sömuleiðis aqua zumba,“ segir Tanya. „Aqua zumba hentar öllum, fólki með liðamóta- og/eða bakvandamál sem má ekki hoppa og stunda þolfimi sem og fólki sem vill taka vel á og komast í gott form með nýjum hætti.“ „Þegar maður gengur úti þarf það að vera rösklega til að fá hjartað til að slá hraðar. Þetta á einnig við um sundið, best er að syndar 500-1.000 metra samfellt. Síðan er hægt að slappa af í heita pottinum á eftir,“ segir Tanya enn fremur.Ekkert súkkulaði „Margir detta í súkkulaðiát um páska. Tanya segir að svo þurfi ekki að vera. „Það er best að gera eins og ég lærði þegar ég var barn, en ég ólst upp í Búlgaríu. Þá suðum við egg í potti, máluðum eggin í öllum regnbogans litum, geymdum í ísskápnum og borðuðum sem nesti alla páskadagana. Við fáum að sjálfsögðu betri næringu úr soðnu eggjunum en úr súkkulaðinu.“ Tanya hefur rekið Heilsuskólann í nokkur ár og segir að uppselt hafi verið á nánast hvert námskeið. „Fólk finnur alltaf tíma fyrir hreyfingu ef viljinn er fyrir hendi. Það næst ekki árangur með afsökunum. Ef maður finnur ekki tíma til að hugsa um heilsuna í dag mun heilsan ekki hafa tíma fyrir þig á morgun.
Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira