Innlent

Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kísilver United Silicon í Helguvík.
Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/GVA
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. Þetta sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, opnum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun.

„Í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón.

Hann sagði að þegar bæjaryfirvöld hafi útdeilt lóð sé þau eftirlitsstofnanna að fylgjast með starfseminni og hafi yfirvöld því litið svo á að það væri á ábyrgði þeirra að fylgjast með starfsemi United Silicon.

„Bæjaryfirvöld, við seljum lóð, eða útdeilum lóð og þar með erum við komin til hliðar í málinu. Þá taka við eftirlitsstofnanir. Þar liggur eftirlitið með verksmiðjunni númer eitt tvö og þrjú. Þannig að þvingunaraðgerðir af okkar hálfu eru ekki til staðar. Við höfum engar lagalegar heimildir til þess ef allt er í lagi sem snýr að okkur. Þannig að við höfum haft mjög gott samband við alla umhverfisaðila.“

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra var einnig til svara á fundinum. Hún segir

„Þegar hefur verið gripið til ráðstafana og ég hef stutt Umhverfisstofnun í því. Enda er það stofnunin sem fer með allt eftirlit sem og lokunarheimildir ef til þess kemur, samkvæmt lögum um hollustuþætti og mengunarvarnir. Ég hef sagt það áður og segi það aftur hér að ég styð stofnunina í því að beita sínum ítrustu varúðarkröfum hvað þetta fyrirtæki varðar og hvað mengun yfir höfuð varðar,“ sagði Björt.


Tengdar fréttir

Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum

Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×