Rangfærslur dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. apríl 2017 07:00 Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga. Það örlaði á brosi meðal áhorfenda, aðallega bjartsýnisbrosi vegna þess velvilja sem gætti meðal þingmanna sem tóku til máls en einnig þótti hálf brosleg áberandi fákunnátta ráðherra málaflokksins. Það er þó kannski skiljanlegt ráðherranum hafi ekki tekist að setja sig inn í fangelsismál á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í embætti. Mörg mál hvíla á herðum ráðherra og fangar eru vanir því að sitja á hakanum. Til að flýta örlítið fyrir skal hér bent á nokkur atriði sem ráðherra fór rangt með í ræðu sinni:„ Í nýjum lögum sem Alþingi samþykkti á síðasta ári var betrunarstefnan lögfest.“ Rangt. Refsistefnan var enn og aftur lögfest en orðið betrun skilgreint. Þetta er tvennt ólíkt og í raun var lítil breyting gerð á eldri lögum nema það að orðinu betrun var bætt inn eftir kröftug mótmæli Afstöðu um að ekkert mætti finna um betrun í frumvarpi til laganna.„Með þessum lögum voru réttindi fanga aukin með rýmkun á fullnustu utan fangelsa, svo sem samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti, vinnu og námi utan fangelsis, fjölskylduleyfi og þess háttar.“ Rangt. Réttindi um vinnu og nám utan fangelsis voru þrengd. Fjölskylduleyfum var komið á en þau eru háð svo ströngum skilyrðum að til þess að geta notið þeirra þarf fangi að vera með meira en 13 ára dóm. Þá hafa þeir fangar yfirleitt misst tengsl við fjölskyldur sínar, einmitt vegna þess að allt kapp er lagt á það í fangelsiskerfinu að sundra fjölskyldum frekar en að sameina.„Verknám er orðinn stór hluti afplánunar“ Rangt. Í öllum fangelsum landsins er ekkert verknám í boði! Örfáir tímar af og til undanfarin ára hafa þó verið í logsuðu á Litla-Hrauni. Allar hugmyndir Afstöðu um verknám, sem hefði auðveldlega verið hægt að gera frá öllum fangelsum landsins án meiri kostnaðar hafa verið hundsaðar í gegnum tíðina.„Það hefur stundum verið erfitt að manna þær stöður [sálfræðinga].“ Rangt. Aldrei hefur verið vandamál að manna stöðu sálfræðinga við fangelsin. Nær væri að fjölga stöðugildum sálfræðinga og að þeir störfuðu við fangelsin en ekki á skrifstofu fangelsismálastofnunar. Hins vegar er rétt að erfitt hefur reynst að manna stöðugildi geðlæknis vegna þess að þeir telja starfsumhverfið sem þeim er gert að vinna við óásættanlegt.„Ég vil þó nefna í lokin varðandi endurkomutíðnina að hún er með skásta móti hér á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin.“ Rangt. Fram kom í máli Ólafar Nordal, fyrrv. innanríkisráðherra á Alþingi í umræðum um fullnustu refsinga á 145. löggjafarþingi, að „[e]ins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ og bætti við að henni þætti það allt of hátt hlutfall. Afstaða tekur heilshugar undir þau orð Ólafar Nordal. Það var þó jákvætt að heyra frá dómsmálaráðherra að vinna við svokallaða fullnustuáætlun væri í gangi og að ráðherrann hefði undirstrikað að ekki stæði annað til en að sjónarmið Afstöðu fengju að koma fram við gerð og vinnu áætlunarinnar. Sú áætlun hefur reyndar verið í vinnslu frá því í árslok 2015, en ráðherrann sagðist þó vonast til að starfshópurinn lyki störfum á næstu vikum. Og þar sem enn hefur ekki verið haft samband við Afstöðu, og miðað við reynslu félagsins af slíkri vinnu í ráðuneytinu, er ólíklegt að sjónarmið fanga fái að heyrast - fyrr en áætlunin hefur verið fullgerð. Úttekið: „eins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga. Það örlaði á brosi meðal áhorfenda, aðallega bjartsýnisbrosi vegna þess velvilja sem gætti meðal þingmanna sem tóku til máls en einnig þótti hálf brosleg áberandi fákunnátta ráðherra málaflokksins. Það er þó kannski skiljanlegt ráðherranum hafi ekki tekist að setja sig inn í fangelsismál á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í embætti. Mörg mál hvíla á herðum ráðherra og fangar eru vanir því að sitja á hakanum. Til að flýta örlítið fyrir skal hér bent á nokkur atriði sem ráðherra fór rangt með í ræðu sinni:„ Í nýjum lögum sem Alþingi samþykkti á síðasta ári var betrunarstefnan lögfest.“ Rangt. Refsistefnan var enn og aftur lögfest en orðið betrun skilgreint. Þetta er tvennt ólíkt og í raun var lítil breyting gerð á eldri lögum nema það að orðinu betrun var bætt inn eftir kröftug mótmæli Afstöðu um að ekkert mætti finna um betrun í frumvarpi til laganna.„Með þessum lögum voru réttindi fanga aukin með rýmkun á fullnustu utan fangelsa, svo sem samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti, vinnu og námi utan fangelsis, fjölskylduleyfi og þess háttar.“ Rangt. Réttindi um vinnu og nám utan fangelsis voru þrengd. Fjölskylduleyfum var komið á en þau eru háð svo ströngum skilyrðum að til þess að geta notið þeirra þarf fangi að vera með meira en 13 ára dóm. Þá hafa þeir fangar yfirleitt misst tengsl við fjölskyldur sínar, einmitt vegna þess að allt kapp er lagt á það í fangelsiskerfinu að sundra fjölskyldum frekar en að sameina.„Verknám er orðinn stór hluti afplánunar“ Rangt. Í öllum fangelsum landsins er ekkert verknám í boði! Örfáir tímar af og til undanfarin ára hafa þó verið í logsuðu á Litla-Hrauni. Allar hugmyndir Afstöðu um verknám, sem hefði auðveldlega verið hægt að gera frá öllum fangelsum landsins án meiri kostnaðar hafa verið hundsaðar í gegnum tíðina.„Það hefur stundum verið erfitt að manna þær stöður [sálfræðinga].“ Rangt. Aldrei hefur verið vandamál að manna stöðu sálfræðinga við fangelsin. Nær væri að fjölga stöðugildum sálfræðinga og að þeir störfuðu við fangelsin en ekki á skrifstofu fangelsismálastofnunar. Hins vegar er rétt að erfitt hefur reynst að manna stöðugildi geðlæknis vegna þess að þeir telja starfsumhverfið sem þeim er gert að vinna við óásættanlegt.„Ég vil þó nefna í lokin varðandi endurkomutíðnina að hún er með skásta móti hér á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin.“ Rangt. Fram kom í máli Ólafar Nordal, fyrrv. innanríkisráðherra á Alþingi í umræðum um fullnustu refsinga á 145. löggjafarþingi, að „[e]ins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ og bætti við að henni þætti það allt of hátt hlutfall. Afstaða tekur heilshugar undir þau orð Ólafar Nordal. Það var þó jákvætt að heyra frá dómsmálaráðherra að vinna við svokallaða fullnustuáætlun væri í gangi og að ráðherrann hefði undirstrikað að ekki stæði annað til en að sjónarmið Afstöðu fengju að koma fram við gerð og vinnu áætlunarinnar. Sú áætlun hefur reyndar verið í vinnslu frá því í árslok 2015, en ráðherrann sagðist þó vonast til að starfshópurinn lyki störfum á næstu vikum. Og þar sem enn hefur ekki verið haft samband við Afstöðu, og miðað við reynslu félagsins af slíkri vinnu í ráðuneytinu, er ólíklegt að sjónarmið fanga fái að heyrast - fyrr en áætlunin hefur verið fullgerð. Úttekið: „eins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun