Utanríkisráðherra: Árás Bandaríkjamanna skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásinni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 13:46 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Vísir/Stefán Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt vera skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásunum á Idlib hérað fyrr í vikunni. „Í ræðu minni á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel í vikunni þá fordæmdi ég efnavopnaárásinni á Sýrland og hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar til að skerast í leikinn. Notkun efnavopna er stríðsglæpur og því miður hefur öryggisráðið ekki tekið af skarið. Ég tek undir með Norðmönnum, Þjóðverjum og mörgum öðrum bandamönnum okkar sem líta svo á að árás Bandaríkjamanna í nótt, hún var takmörkuð og beindist að herflugvellinum þar sem talið er að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá, að hún sé skiljanleg í ljósi þessarar efnavopnaárásar,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Notkun efnavopna hefur náttúrulega verið bönnuð um langa hríð, bönnuð með alþjóðalögum. Það hefur auðvitað afleiðingar þegar þeim er beitt gegn saklausu fólki.“Þú tekur undir með þeim sem segja að þetta hafi verið viðeigandi viðbragð við efnavopnaárásinni? „Skiljanleg.“ Hann segir að reynt hafi verið að ná ályktun í gegn um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en það hafi ekki gengið eftir. „Ástandið er grafalvarlegt í Sýrlandi. Það sér ekki fyrir endann á því, það þurfti ekki því miður ekki þetta mál að koma upp. Það var hins vegar alveg ljóst og við fundum fyrir því á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel að efnavopnaárásirnar höfðu gríðarleg áhrif á viðhorf alþjóðasamfélagsins.“ Hann segir ekki hægt að fullyrða hvort að árásin muni vera lýsandi fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir forystu Donalds Trump. „Núverandi Bandaríkjastjórn, það á meira eftir að koma í ljós hver stefna hennar verður í einstaka málum og einstaka heimsmálum, hún er svolítið í mótun. Margar yfirlýsingar forsetans hafa þótt vera mjög á skjön við hefðbundna stefnu Bandaríkjanna en svo virðist að miðað við á þessum fyrstu mánuðum sé stefnan í samræmi við það sem við höfum séð áður.“ Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt vera skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásunum á Idlib hérað fyrr í vikunni. „Í ræðu minni á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel í vikunni þá fordæmdi ég efnavopnaárásinni á Sýrland og hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar til að skerast í leikinn. Notkun efnavopna er stríðsglæpur og því miður hefur öryggisráðið ekki tekið af skarið. Ég tek undir með Norðmönnum, Þjóðverjum og mörgum öðrum bandamönnum okkar sem líta svo á að árás Bandaríkjamanna í nótt, hún var takmörkuð og beindist að herflugvellinum þar sem talið er að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá, að hún sé skiljanleg í ljósi þessarar efnavopnaárásar,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Notkun efnavopna hefur náttúrulega verið bönnuð um langa hríð, bönnuð með alþjóðalögum. Það hefur auðvitað afleiðingar þegar þeim er beitt gegn saklausu fólki.“Þú tekur undir með þeim sem segja að þetta hafi verið viðeigandi viðbragð við efnavopnaárásinni? „Skiljanleg.“ Hann segir að reynt hafi verið að ná ályktun í gegn um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en það hafi ekki gengið eftir. „Ástandið er grafalvarlegt í Sýrlandi. Það sér ekki fyrir endann á því, það þurfti ekki því miður ekki þetta mál að koma upp. Það var hins vegar alveg ljóst og við fundum fyrir því á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel að efnavopnaárásirnar höfðu gríðarleg áhrif á viðhorf alþjóðasamfélagsins.“ Hann segir ekki hægt að fullyrða hvort að árásin muni vera lýsandi fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir forystu Donalds Trump. „Núverandi Bandaríkjastjórn, það á meira eftir að koma í ljós hver stefna hennar verður í einstaka málum og einstaka heimsmálum, hún er svolítið í mótun. Margar yfirlýsingar forsetans hafa þótt vera mjög á skjön við hefðbundna stefnu Bandaríkjanna en svo virðist að miðað við á þessum fyrstu mánuðum sé stefnan í samræmi við það sem við höfum séð áður.“
Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46
Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33