Árásir á innsoginu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. apríl 2017 07:00 Bandaríkjamenn hófu í vikunni eldflaugaárásir á herstöðvar Sýrlandshers. Árásirnar komu í kjölfar þess að upplýst var um skelfilega efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í bænum Khan Sheikhun þar sem fjölmargir óbreyttir borgarar létu lífið. Myndir af árásinni vöktu óhug meðal heimsbyggðarinnar og virðast hafa orðið til þess að Trump forseti lét til skarar skríða. Loftárásir Bandaríkjamanna marka þáttaskil í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi en hingað til hefur þátttaka þeirra einskorðast við tilraunir til að útrýma hryðjuverkasamtökunum ISIS. Ekki er langt liðið síðan Trump sjálfur sagði enga ástæðu fyrir Bandaríkin til að beita sér fyrir því að Bassar al Assad forseta yrði steypt af stóli. Eins og fyrirsjáanlegt var hafa Rússar fordæmt árásirnar af hörku og sagt þær brot á alþjóðalögum og hreinan stríðsglæp. Aðrar stórþjóðir virðast styðja framtak Trumps frekar en hitt. Frakkar, Bretar, Kanadamenn og Þjóðverjar hafa lýst því yfir að árásirnar hafi verið réttlætanlegar enda beint gegn hernaðarskotmörkum. Ekki einu sinni Kínverjar hafa hreyft mótbárum. Alþjóðasamfélagið, að Rússum og fylgitunglum þeirra undanskildum, virðist því á þeirri skoðun að Assad sé skaðvaldur sem þurfi að koma frá völdum. Hvort þessi samstaða muni leiða til frekari inngripa af hálfu Bandaríkjamanna og annarra verður tíminn að leiða í ljós. Hvað sem því líður er hins vegar erfitt að fagna því þegar gripið er til hernaðaraðgerða. Þegar hafa borist tíðindi af mannfalli meðal óbreyttra borgara. Spurningin er því sem endranær hvort misindisverk réttlæti misindisverk. Það sem helst vekur áhyggjur í þessu ferli öllu saman er kannski hversu stuttur kveikiþráðurinn er í Bandaríkjaforseta. Stutt er síðan hann taldi enga hættu stafa af Assad. Það er líka stutt síðan hann kepptist við að mæra Rússlandsforseta og að talið var ólíklegt að hann myndi bjóða honum birginn svo opinskátt. Nú er öldin önnur. Ekki má heldur gleyma því að Trump ýjaði svo eftirminnilega að því í kosningabaráttu sinni að hernaðaraðgerðir væru tilvalin leið til að hífa upp vinsældir forseta, sem ætti á brattann að sækja. Nú rifjast það upp. Vel má vera að hægt sé að réttlæta aðgerðir Bandaríkjamanna í Sýrlandi. Það verður ekki reynt á þessum vettvangi. Hins vegar er full ástæða til að staldra við og draga andann. Örlög heimsins virðast nú í höndum manna sem fátt bendir til að hafi jafnaðargeð til að bera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Sýrland Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun
Bandaríkjamenn hófu í vikunni eldflaugaárásir á herstöðvar Sýrlandshers. Árásirnar komu í kjölfar þess að upplýst var um skelfilega efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í bænum Khan Sheikhun þar sem fjölmargir óbreyttir borgarar létu lífið. Myndir af árásinni vöktu óhug meðal heimsbyggðarinnar og virðast hafa orðið til þess að Trump forseti lét til skarar skríða. Loftárásir Bandaríkjamanna marka þáttaskil í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi en hingað til hefur þátttaka þeirra einskorðast við tilraunir til að útrýma hryðjuverkasamtökunum ISIS. Ekki er langt liðið síðan Trump sjálfur sagði enga ástæðu fyrir Bandaríkin til að beita sér fyrir því að Bassar al Assad forseta yrði steypt af stóli. Eins og fyrirsjáanlegt var hafa Rússar fordæmt árásirnar af hörku og sagt þær brot á alþjóðalögum og hreinan stríðsglæp. Aðrar stórþjóðir virðast styðja framtak Trumps frekar en hitt. Frakkar, Bretar, Kanadamenn og Þjóðverjar hafa lýst því yfir að árásirnar hafi verið réttlætanlegar enda beint gegn hernaðarskotmörkum. Ekki einu sinni Kínverjar hafa hreyft mótbárum. Alþjóðasamfélagið, að Rússum og fylgitunglum þeirra undanskildum, virðist því á þeirri skoðun að Assad sé skaðvaldur sem þurfi að koma frá völdum. Hvort þessi samstaða muni leiða til frekari inngripa af hálfu Bandaríkjamanna og annarra verður tíminn að leiða í ljós. Hvað sem því líður er hins vegar erfitt að fagna því þegar gripið er til hernaðaraðgerða. Þegar hafa borist tíðindi af mannfalli meðal óbreyttra borgara. Spurningin er því sem endranær hvort misindisverk réttlæti misindisverk. Það sem helst vekur áhyggjur í þessu ferli öllu saman er kannski hversu stuttur kveikiþráðurinn er í Bandaríkjaforseta. Stutt er síðan hann taldi enga hættu stafa af Assad. Það er líka stutt síðan hann kepptist við að mæra Rússlandsforseta og að talið var ólíklegt að hann myndi bjóða honum birginn svo opinskátt. Nú er öldin önnur. Ekki má heldur gleyma því að Trump ýjaði svo eftirminnilega að því í kosningabaráttu sinni að hernaðaraðgerðir væru tilvalin leið til að hífa upp vinsældir forseta, sem ætti á brattann að sækja. Nú rifjast það upp. Vel má vera að hægt sé að réttlæta aðgerðir Bandaríkjamanna í Sýrlandi. Það verður ekki reynt á þessum vettvangi. Hins vegar er full ástæða til að staldra við og draga andann. Örlög heimsins virðast nú í höndum manna sem fátt bendir til að hafi jafnaðargeð til að bera.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun