Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2017 10:00 Fjölmargir hafa lagt leið sína í miðborg Stokkhólms í morgun til að minnast fórnarlamba. Vísir/EPA Vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólmi skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í gær. Þetta vitum við um árásina:Talsmenn lögreglu og yfirvalda í Stokkhólmi segja að fjórir séu látnir og tíu slasaðir. Fjórir hinna slösuðu er haldið á gjörgæslu. Eitt barn er í hópi hinna slösuðu, en á ekki í lífshættu. Þrjú hinna látnu létust á Drottninggatan, og einn á sjúkrahúsi.Maður var handtekinn í Märsta, úthverfi norður af Stokkhólmi, í gærkvöldi, eftir að lögreglu barst ábending um að maður í verslun hagaði sér undarlega. Hann var með glerbrot á fatnaði sínum og gríma fannst í fórum hans. Lögregla telur að um árásarmanninn sé að ræða, en hann á að hafa viðurkennt að hafa átt þátt í árásinni.Sænskir fjölmiðlar segja að annar maður hafi einnig verið handtekinn, en sá á að vera skráður til heimilis á sama stað og meintur árásarmaður. Að sögn Expressen hefur honum nú verið sleppt.Sænskir fjölmiðlar hafa eftir heimildum sínum innan lögreglan að taska með heimagerðri sprengju hafi fundist í tösku í vörubílnum.Aftonbladet segir að árásarmaðurinn sé 39 ára maður frá Úsbekistan sem hafi á Facebook-síðu sinni meðal annars birt áróðursmyndband frá ISIS. Hann var skráður til heimilis í úthverfi Stokkhólms.Drottninggatan í gær.Vísir/AFPSænsk yfirvöld hafa ákveðið að herða landamæraeftirlit með öllum þeim sem eru á leið inn og út úr landinu næstu tuttugu dagana. Möguleiki verður á framlengingu um tuttugu daga til viðbótar.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði skömmu eftir árásina í gær að ráðist hefði verið á landið og að allt benti til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Í gærkvöldi sagði hann svo að Svíar stæðu saman í sorginni, en einnig reiðinni. Hann beindi þó þeim orðum til árásarmanna að þeim muni ekki takast að kúga Svía eða stjórna lífi þeirra. „Þið munið aldrei sigra.“Viktoría krónprinsessa og Daniel prins heimsóttu árásarstaðinn í morgun og lögðu niður blómvönd til að heiðra minningu hinna látnu. Karl Gústaf konungur er staddur erlendis.Lögregla í Stokkhólmi hefur hvatt almenning til að forðast miðborg Stokkhólms í dag, þar sem áfram verður stórt svæði girt af. Yfirvöld vara við að búast megi við miklum töfum í umferðinni í sænsku höfuðborginni í dag.Lögregla mun halda blaðamannafund klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem greint verður frekar frá framvindu rannsóknarinnar.Árásarmaðurinn rændi vörubíl ofarlega á Drottningargötunni þegar bílstjórinn var að afferma vörur. Hann ók svo niður götuna, um 550 metra leið, utan í gangandi vegfarendur þar til að vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens City. Hann flúði síðan af vettvangi og hélt upp í lest.Lögregla verður að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum fyrir klukkan 12 á þriðjudag að staðartíma. Ekki er útilokað að fleiri verðir handteknir. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólmi skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í gær. Þetta vitum við um árásina:Talsmenn lögreglu og yfirvalda í Stokkhólmi segja að fjórir séu látnir og tíu slasaðir. Fjórir hinna slösuðu er haldið á gjörgæslu. Eitt barn er í hópi hinna slösuðu, en á ekki í lífshættu. Þrjú hinna látnu létust á Drottninggatan, og einn á sjúkrahúsi.Maður var handtekinn í Märsta, úthverfi norður af Stokkhólmi, í gærkvöldi, eftir að lögreglu barst ábending um að maður í verslun hagaði sér undarlega. Hann var með glerbrot á fatnaði sínum og gríma fannst í fórum hans. Lögregla telur að um árásarmanninn sé að ræða, en hann á að hafa viðurkennt að hafa átt þátt í árásinni.Sænskir fjölmiðlar segja að annar maður hafi einnig verið handtekinn, en sá á að vera skráður til heimilis á sama stað og meintur árásarmaður. Að sögn Expressen hefur honum nú verið sleppt.Sænskir fjölmiðlar hafa eftir heimildum sínum innan lögreglan að taska með heimagerðri sprengju hafi fundist í tösku í vörubílnum.Aftonbladet segir að árásarmaðurinn sé 39 ára maður frá Úsbekistan sem hafi á Facebook-síðu sinni meðal annars birt áróðursmyndband frá ISIS. Hann var skráður til heimilis í úthverfi Stokkhólms.Drottninggatan í gær.Vísir/AFPSænsk yfirvöld hafa ákveðið að herða landamæraeftirlit með öllum þeim sem eru á leið inn og út úr landinu næstu tuttugu dagana. Möguleiki verður á framlengingu um tuttugu daga til viðbótar.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði skömmu eftir árásina í gær að ráðist hefði verið á landið og að allt benti til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Í gærkvöldi sagði hann svo að Svíar stæðu saman í sorginni, en einnig reiðinni. Hann beindi þó þeim orðum til árásarmanna að þeim muni ekki takast að kúga Svía eða stjórna lífi þeirra. „Þið munið aldrei sigra.“Viktoría krónprinsessa og Daniel prins heimsóttu árásarstaðinn í morgun og lögðu niður blómvönd til að heiðra minningu hinna látnu. Karl Gústaf konungur er staddur erlendis.Lögregla í Stokkhólmi hefur hvatt almenning til að forðast miðborg Stokkhólms í dag, þar sem áfram verður stórt svæði girt af. Yfirvöld vara við að búast megi við miklum töfum í umferðinni í sænsku höfuðborginni í dag.Lögregla mun halda blaðamannafund klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem greint verður frekar frá framvindu rannsóknarinnar.Árásarmaðurinn rændi vörubíl ofarlega á Drottningargötunni þegar bílstjórinn var að afferma vörur. Hann ók svo niður götuna, um 550 metra leið, utan í gangandi vegfarendur þar til að vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens City. Hann flúði síðan af vettvangi og hélt upp í lest.Lögregla verður að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum fyrir klukkan 12 á þriðjudag að staðartíma. Ekki er útilokað að fleiri verðir handteknir.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00
Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16
Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10