Innlent

Forsætisráðherra svarar fyrir fjármálaáætlun í Víglínunni

Atli Ísleifsson skrifar
Víglínan í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20.
Víglínan í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20.
Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára var samþykkt á Alþingi í vikunni. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns á Stöð 2, og Vísi klukkan 12:20 til að svara þeirri gagnrýni sem fram hefur komið frá stjórnarandstöðunni um að of lítið sé gert til uppbyggingar innviða samfélagsins.

Þær Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, koma einnig í þáttinn til að ræða áhrif styrkingar krónunnar á íslenskan iðnað og ferðaþjónustu og fleira. En ferðaþjónustan hefur meðal annars gagnrýnt áform ríkisstjórnarinnar um að færa starfsemi ferðaþjónustunnar í efra þrep virðisaukaskatts harðlega og segir þá ráðstöfun vera rothögg.

Víglínan í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×