Smakkaði snjó í fyrsta skipti Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 30. mars 2017 09:00 Brynja Dan Gunnarsdóttir, fékk litlu systir sína frá Sri lanka í heimsókn, en þær systur hittust fyrst í júní á síðasta ári. Vísir/GVA „Við hittumst í júní og við smullum saman, það er eitthvað sem er svo líkt með okkur að það var bara eins og við hefðum alltaf þekkst. Ætli það sé ekki sama nördagenið í okkur báðum. Ég stakk upp á því að hún kæmi til íslands, hún er að læra jarðfræði og hvergi áhugaverðara að vera en á Íslandi þegar kemur að því. Henni leist bara vel á það, þrátt fyrir að hafa aldrei stigið uppí flugvél áður,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, spurð út í það hvernig það kom til að systir hennar, Dilmi, kom í heimsókn til Íslands. Brynja fór ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og umsjónamanni þáttarins Leitin að upprunanum, til Sri Lanka í leit að fjölskyldu sinni í fyrrasumar, en Brynja var ættleitt til Íslands sem ungbarn.Brynja ásamt systur sinni Dilmi ?og syni sínum Mána í Bláa lóninu.Mynd/Brynja„Ég setti mér það markmið daginn sem ég hitti fjölskyldu mína að halda samskiptunum og fá Dilmi hingað og helst þau öll einn daginn og það er svo gott að vera búin að fá það í gegn,“ segir Brynja og bætir við að hún láti ekki segja sér hver megi heimsækja hana og hver ekki. Það gekk ekki þrautalaust fyrir Dilmi að komast til landsins því að þegar hún ætlaði fyrst að koma hingað í febrúar fékk hún ekki vegabréfsáritun. „Ég tók ekki annað í mál en að hún kæmi hingað, sama hvað. Ég fékk svo mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig í þeirri baráttu, fyrir það er ég endalaust þakklát,“ segir hún. Það er óhætt að segja að systurnar hafi átt góðar stundir hér á klakanum og Dilmi fékk að upplifa allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Brynja fór með systur sína í vélsleðaferð með Mountaineers.Mynd/Brynja„Við fórum í geggjaða vélsleðaferð með Mountaineers. Hún var að sjá og koma við snjó í fyrsta sinn og gerði það með stæl á vélsleða uppi á jökli. Svo fórum við í Bláa lónið og áttum yndislegan tíma þar. Hún hefur mikinn áhuga á jarðhita og öllu því magnaða sem landið okkar býr yfir. Síðan fórum við á Geysi og í bústað þar sem við sáum norðurljósin og borðuðum íslenskt lamb. Við kíktum í fjórhjólaferð og á hestbak, svo áttum við yndislegan systratíma, hittum flesta mína nánustu í kaffi, borðuðum súkkulaði, settum á okkur maska og hlógum, og grétum yfir bíómyndum,“ segir Brynja þakklát. Brynja er staðráðin í því að halda áfram góðum samskiptum við fjölskyldu sína á Sri Lanka og segir að Dilmi eigi eftir að koma aftur í heimsókn. „Við reynum líklegast að skiptast á, því þetta er ekki ódýrt ferðalag en hún kemur aftur og vonandi í skóla í framtíðinni. Svo eru líklega að opnast dyr sem gera mér kleift að vera eitthvað á Sri Lanka af og til. Ég bíð bara spennt eftir frekari fregnum af því verkefni. Svo mun bróðir minn líklega gifta sig á næstu árum svo það er ýmislegt sem stendur til á næstunni,“ segir Brynja. Fékkstu að vita eitthvað meira um fjölskyldu þína úti? „Já, mamma okkar er ekki alveg til í að deila með mér hvað pabbi minn heitir, hún og amma eru þær einu sem vita það. Dilmi er mjög meðvituð um að það sé ekki uppi á borðinu og reynir því að grípa allt sem þær missa út úr sér varðandi hann og sendir mér það svo. Hún sagði mér núna að mamma hefði minnst á að ég væri með sama bros og hann, sem var gaman að heyra. Það er gaman að sjá hvað við erum líkar, vinkonur mínar tóku eftir því að við værum með alveg eins takta og hreyfingar, svo er ég nefnilega mjög lík hinni systur minni sem er líka ættleidd, svo það er alveg greinilegt að bæði gen og umhverfi hafa mikið að segja,“ segir Brynja.Brynja og Dilmi áttu góðar stundir saman. Mynd/Brynja Leitin að upprunanum Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira
„Við hittumst í júní og við smullum saman, það er eitthvað sem er svo líkt með okkur að það var bara eins og við hefðum alltaf þekkst. Ætli það sé ekki sama nördagenið í okkur báðum. Ég stakk upp á því að hún kæmi til íslands, hún er að læra jarðfræði og hvergi áhugaverðara að vera en á Íslandi þegar kemur að því. Henni leist bara vel á það, þrátt fyrir að hafa aldrei stigið uppí flugvél áður,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, spurð út í það hvernig það kom til að systir hennar, Dilmi, kom í heimsókn til Íslands. Brynja fór ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og umsjónamanni þáttarins Leitin að upprunanum, til Sri Lanka í leit að fjölskyldu sinni í fyrrasumar, en Brynja var ættleitt til Íslands sem ungbarn.Brynja ásamt systur sinni Dilmi ?og syni sínum Mána í Bláa lóninu.Mynd/Brynja„Ég setti mér það markmið daginn sem ég hitti fjölskyldu mína að halda samskiptunum og fá Dilmi hingað og helst þau öll einn daginn og það er svo gott að vera búin að fá það í gegn,“ segir Brynja og bætir við að hún láti ekki segja sér hver megi heimsækja hana og hver ekki. Það gekk ekki þrautalaust fyrir Dilmi að komast til landsins því að þegar hún ætlaði fyrst að koma hingað í febrúar fékk hún ekki vegabréfsáritun. „Ég tók ekki annað í mál en að hún kæmi hingað, sama hvað. Ég fékk svo mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig í þeirri baráttu, fyrir það er ég endalaust þakklát,“ segir hún. Það er óhætt að segja að systurnar hafi átt góðar stundir hér á klakanum og Dilmi fékk að upplifa allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Brynja fór með systur sína í vélsleðaferð með Mountaineers.Mynd/Brynja„Við fórum í geggjaða vélsleðaferð með Mountaineers. Hún var að sjá og koma við snjó í fyrsta sinn og gerði það með stæl á vélsleða uppi á jökli. Svo fórum við í Bláa lónið og áttum yndislegan tíma þar. Hún hefur mikinn áhuga á jarðhita og öllu því magnaða sem landið okkar býr yfir. Síðan fórum við á Geysi og í bústað þar sem við sáum norðurljósin og borðuðum íslenskt lamb. Við kíktum í fjórhjólaferð og á hestbak, svo áttum við yndislegan systratíma, hittum flesta mína nánustu í kaffi, borðuðum súkkulaði, settum á okkur maska og hlógum, og grétum yfir bíómyndum,“ segir Brynja þakklát. Brynja er staðráðin í því að halda áfram góðum samskiptum við fjölskyldu sína á Sri Lanka og segir að Dilmi eigi eftir að koma aftur í heimsókn. „Við reynum líklegast að skiptast á, því þetta er ekki ódýrt ferðalag en hún kemur aftur og vonandi í skóla í framtíðinni. Svo eru líklega að opnast dyr sem gera mér kleift að vera eitthvað á Sri Lanka af og til. Ég bíð bara spennt eftir frekari fregnum af því verkefni. Svo mun bróðir minn líklega gifta sig á næstu árum svo það er ýmislegt sem stendur til á næstunni,“ segir Brynja. Fékkstu að vita eitthvað meira um fjölskyldu þína úti? „Já, mamma okkar er ekki alveg til í að deila með mér hvað pabbi minn heitir, hún og amma eru þær einu sem vita það. Dilmi er mjög meðvituð um að það sé ekki uppi á borðinu og reynir því að grípa allt sem þær missa út úr sér varðandi hann og sendir mér það svo. Hún sagði mér núna að mamma hefði minnst á að ég væri með sama bros og hann, sem var gaman að heyra. Það er gaman að sjá hvað við erum líkar, vinkonur mínar tóku eftir því að við værum með alveg eins takta og hreyfingar, svo er ég nefnilega mjög lík hinni systur minni sem er líka ættleidd, svo það er alveg greinilegt að bæði gen og umhverfi hafa mikið að segja,“ segir Brynja.Brynja og Dilmi áttu góðar stundir saman. Mynd/Brynja
Leitin að upprunanum Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira