Rósir í hnappagat jafnaðarmanna Guðjón S. Brjánsson skrifar 30. mars 2017 07:00 Fyrir skömmu var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um fríverslunarsamninga, mikilvægi þeirra og þróun á seinni árum. Málshefjandinn, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dásamaði frelsi í viðskiptum og taldi að stjórnvöld yrðu ætíð að vera opin fyrir nýjum tækifærum. Undir þetta tók í öllum atriðum flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar hafa lifað misjafna tíma í viðskiptum sínum við önnur lönd. Á fyrri öldum supum við ýmsa fjöruna við aðstæður sem hnípin þjóð réð ekki við. Öldin er nú önnur, enn erum við þó í nokkrum fjötrum þar sem ríkja hindranir í framleiðslu og opnum viðskiptaháttum innanlands og valda því að neytendur njóta ekki bestu mögulegu kjara. Það hefði líklega verið nærtækara fyrir málshefjanda, Óla Björn Kárason, að gera að umtalsefni og tala fyrir fríverslun hér heima í stað þess að leggjast á árarnar með þeim sem verja með kjafti og klóm áratuga sérhagsmunavörslu Sjálfstæðisflokksins, til dæmis í landbúnaðarmálum þar sem bæði bændur og neytendur þola órétt. Á þeim bænum ríkir forpokuð stefna og jafnvel umræðubann um tiltekin frelsisákvæði í samskiptum við aðrar Evrópuþjóðir. Sú ráðstjórnarhefð hefur leitt til þess að hluti flokksmanna er nú á vergangi í tilvistarkreppu í öðru og nýju flokksbroti.Bylting Enginn stjórnmálaflokkur hefur staðið fyrir annarri eins byltingu í viðskiptum og fríverslun við önnur lönd og Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, og stuðlað með því að stórkostlega bættum hag almennings. Stærstu skrefin voru stigin með haftalosun Viðreisnarstjórnarinnar og aðild að EFTA árið 1971 undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og viðskiptamálaráðherra. Annað risaverkefni sem jafnaðarmenn áttu frumkvæði að og leiddu í milliríkjaviðskiptum var EES-samningurinn sem gekk í gildi árið 1994 eftir mikla baráttu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra. Fríverslunarsamtök Evrópu og EES-samningurinn eru helstu grunnstoðir utanríkisverslunar Íslendinga. Með aðildinni að EES njóta landsmenn að langmestu leyti sömu viðskiptakjara og meirihluti annarra Evrópuríkja með um 500 milljóna manna markað. Gæta þarf að hagsmunum okkar til lengri framtíðar og vinna í anda þeirrar stefnu sem Samfylkingin markaði um gerð fríverslunarsamninga við fleiri lönd, t.d. fríverslunarsamninginn við Kína sem Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, leiddi til lykta. Full þátttaka í sameiginlegum markaði Evrópuríkja er lykill að enn betri kjörum neytenda, til að halda framsæknum fyrirtækjum í landinu, fjölga störfum og skapa sóknarfæri fyrir íslenska frumkvöðla og skapandi greinar. Aðild að ESB og virk þátttaka fæli í sér mikil sóknarfæri á sviði fullvinnslu sem gæti líka fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti í sjávarbyggðum. Tollfrelsi myndi einnig skapa mikla möguleika fyrir útflutning á landbúnaðarafurðum og styrkja greinar eins og sauðfjárrækt og aðra landbúnaðarframleiðslu. Í baráttumálum jafnaðarmanna er fólgið hreyfiafl til framfara. Þannig hefur það verið og baráttumál jafnaðarmanna verða áfram þau að gæta hagsmuna fyrir venjulegt fólk, auka jöfnuð og bæta hag almennra borgara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um fríverslunarsamninga, mikilvægi þeirra og þróun á seinni árum. Málshefjandinn, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dásamaði frelsi í viðskiptum og taldi að stjórnvöld yrðu ætíð að vera opin fyrir nýjum tækifærum. Undir þetta tók í öllum atriðum flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar hafa lifað misjafna tíma í viðskiptum sínum við önnur lönd. Á fyrri öldum supum við ýmsa fjöruna við aðstæður sem hnípin þjóð réð ekki við. Öldin er nú önnur, enn erum við þó í nokkrum fjötrum þar sem ríkja hindranir í framleiðslu og opnum viðskiptaháttum innanlands og valda því að neytendur njóta ekki bestu mögulegu kjara. Það hefði líklega verið nærtækara fyrir málshefjanda, Óla Björn Kárason, að gera að umtalsefni og tala fyrir fríverslun hér heima í stað þess að leggjast á árarnar með þeim sem verja með kjafti og klóm áratuga sérhagsmunavörslu Sjálfstæðisflokksins, til dæmis í landbúnaðarmálum þar sem bæði bændur og neytendur þola órétt. Á þeim bænum ríkir forpokuð stefna og jafnvel umræðubann um tiltekin frelsisákvæði í samskiptum við aðrar Evrópuþjóðir. Sú ráðstjórnarhefð hefur leitt til þess að hluti flokksmanna er nú á vergangi í tilvistarkreppu í öðru og nýju flokksbroti.Bylting Enginn stjórnmálaflokkur hefur staðið fyrir annarri eins byltingu í viðskiptum og fríverslun við önnur lönd og Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, og stuðlað með því að stórkostlega bættum hag almennings. Stærstu skrefin voru stigin með haftalosun Viðreisnarstjórnarinnar og aðild að EFTA árið 1971 undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og viðskiptamálaráðherra. Annað risaverkefni sem jafnaðarmenn áttu frumkvæði að og leiddu í milliríkjaviðskiptum var EES-samningurinn sem gekk í gildi árið 1994 eftir mikla baráttu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra. Fríverslunarsamtök Evrópu og EES-samningurinn eru helstu grunnstoðir utanríkisverslunar Íslendinga. Með aðildinni að EES njóta landsmenn að langmestu leyti sömu viðskiptakjara og meirihluti annarra Evrópuríkja með um 500 milljóna manna markað. Gæta þarf að hagsmunum okkar til lengri framtíðar og vinna í anda þeirrar stefnu sem Samfylkingin markaði um gerð fríverslunarsamninga við fleiri lönd, t.d. fríverslunarsamninginn við Kína sem Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, leiddi til lykta. Full þátttaka í sameiginlegum markaði Evrópuríkja er lykill að enn betri kjörum neytenda, til að halda framsæknum fyrirtækjum í landinu, fjölga störfum og skapa sóknarfæri fyrir íslenska frumkvöðla og skapandi greinar. Aðild að ESB og virk þátttaka fæli í sér mikil sóknarfæri á sviði fullvinnslu sem gæti líka fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti í sjávarbyggðum. Tollfrelsi myndi einnig skapa mikla möguleika fyrir útflutning á landbúnaðarafurðum og styrkja greinar eins og sauðfjárrækt og aðra landbúnaðarframleiðslu. Í baráttumálum jafnaðarmanna er fólgið hreyfiafl til framfara. Þannig hefur það verið og baráttumál jafnaðarmanna verða áfram þau að gæta hagsmuna fyrir venjulegt fólk, auka jöfnuð og bæta hag almennra borgara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun