H&M byrjar með nýtt vörumerki Ritstjórn skrifar 30. mars 2017 12:00 Nýja vörumerkið mun framleiða tímalausar flíkur og hluti fyrir heimilið. Myndir/Getty Tískurisinn H&M hefur tilkynnt að þau muni byrja með nýtt vörumerki sem ber nafnið Arket. Merkið mun selja lífstílsvörur sem og klassískar og tímalausar flíkur. Áætlað er að fyrsta búðin muni opna í London í haust. H&M rekur nú þegar & Other Stories, Weekday, Cheap Monday, Cos og Monki. Merkið mun einblína á skandinavískan stíl og verður meðal annars skandinavískt kaffihús inni í sumum verslununum. Lögð verður áhersla á tímalausa hönnun á bæði flíkum sem og lífstílsvörum og heimilisvörur. Búðin mun einnig selja merki sem ekki eru tengd H&M keðjunni. Ekki er vitað hvað koma skal enda enn ekkert sýnishorn komið frá Arket. Verðbilið er heldur ekki vitað, þó hægt sé að gera ráð fyrir að það verði dýrara en H&M. Það er því ekki hægt að gera neitt annað en að bíða spenntur eftir myndum af fyrstu línunni sem kemur vonandi á næstu mánuðum. Mest lesið Kim Kardashian komin aftur í óvinsælasta trend aldamótanna Glamour Serena Williams á von á sínu fyrsta barni Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Gisele Bundchen afhjúpar sönghæfileika Glamour Lífgum upp á daginn í kjól Glamour Kynlíf á túr Glamour Bresku forsætisráðherrahjónin kunna að klæða sig Glamour Ástfangin á fremsta bekk Glamour Kallaðu mig Caitlyn Jenner Glamour Rómantíkin svífur yfir vötnum í fatalínu Erdem fyrir H&M Glamour
Tískurisinn H&M hefur tilkynnt að þau muni byrja með nýtt vörumerki sem ber nafnið Arket. Merkið mun selja lífstílsvörur sem og klassískar og tímalausar flíkur. Áætlað er að fyrsta búðin muni opna í London í haust. H&M rekur nú þegar & Other Stories, Weekday, Cheap Monday, Cos og Monki. Merkið mun einblína á skandinavískan stíl og verður meðal annars skandinavískt kaffihús inni í sumum verslununum. Lögð verður áhersla á tímalausa hönnun á bæði flíkum sem og lífstílsvörum og heimilisvörur. Búðin mun einnig selja merki sem ekki eru tengd H&M keðjunni. Ekki er vitað hvað koma skal enda enn ekkert sýnishorn komið frá Arket. Verðbilið er heldur ekki vitað, þó hægt sé að gera ráð fyrir að það verði dýrara en H&M. Það er því ekki hægt að gera neitt annað en að bíða spenntur eftir myndum af fyrstu línunni sem kemur vonandi á næstu mánuðum.
Mest lesið Kim Kardashian komin aftur í óvinsælasta trend aldamótanna Glamour Serena Williams á von á sínu fyrsta barni Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Gisele Bundchen afhjúpar sönghæfileika Glamour Lífgum upp á daginn í kjól Glamour Kynlíf á túr Glamour Bresku forsætisráðherrahjónin kunna að klæða sig Glamour Ástfangin á fremsta bekk Glamour Kallaðu mig Caitlyn Jenner Glamour Rómantíkin svífur yfir vötnum í fatalínu Erdem fyrir H&M Glamour