Skila líki Kim Jong Nam til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2017 14:52 Kim Jong Nam. Vísir/AFP Yfirvöld í Malasíu hafa ákveðið að skila líki Kim Jong Nam, hálfbróður Kim Jong Un, til Norður-Kóreu. Hann var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur í síðasta mánuði, en atvikið hefur leitt til deilna á milli Malasíu og Norður-Kóreu. Tvær konur veittust að honum á flugvellinum og önnur þeirra makaði VX-taugaeitri framan í hann. Stjórnvöldum Kim Jong Un hefur ekki verið kennt um verknaðinn á opinberum vettvangi en þeir liggja þó undir grun, samkvæmt frétt BBC.Sjá einnig: Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni Ákvörðunin var tekin í kjölfar samningaviðræðna á milli ríkjanna. Yfirvöld Norður-Kóreu höfðu meinað níu manns frá Malasíu að yfirgefa ríkið, en nú fá þau að snúa aftur heim. Fyrr í mánuðinum hafði Malasía lýst yfir vanþóknun sinni vegna þess að Norður-Kórea væri í raun að halda íbúum landsins í gíslingu. Forsætisráðherra Malasíu segir að rannsóknin á morði Kim Jong Nam muni halda áfram. Búið er að ákæra konurnar tvær fyrir morðið, en þær segjast báðar hafa talið að þær væru að taka þátt í sjónvarpshrekk. Interpol hefur lýst eftir fjórum mönnum frá Norður-Kóreu, sem eru sagðir hafa verið á flugvellinum þennan dag. Þeir eru nú sagðir vera komnir til Norður-Kóreu. Malasía Norður-Kórea Tengdar fréttir Morðið á Kim Jong Nam: Einn grunaðra segir lögreglu hafa hótað að drepa fjölskyldu sína Ri Jong Chol, einn þeirra sem grunaður er um aðild að launmorðinu á King Jong Nam, segir lögreglu hafa hótað að drepa konu hans og börn ef hann myndi ekki játa þátt sinn í morðinu. 4. mars 2017 11:10 Þáði aðeins um tíu þúsund krónur fyrir að myrða Kim Jong-nam Konan taldi að hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk, ekki banatilræði. 25. febrúar 2017 23:35 Malasísk yfirvöld reka sendiherra Norður Kóreu úr landi Malasísk yfirvöld hafa látið í ljósi mikla óánægju með ummæli sendiherrans um rannsóknina á morði Kim Jong-nam. 4. mars 2017 18:25 Morðið á Kim Jong Nam: Þurfa að sleppa Norður-Kóreumanni vegna skorts á sönnunargögnum Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður. 3. mars 2017 14:25 Starfsmaður flugfélags eftirlýstur Lögreglan í Malasíu gaf í gær út handtökuskipun á hendur starfsmanni norðurkóreska flugfélagsins Air Koryo. Er sú skipun gefin út í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. 4. mars 2017 07:00 Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57 Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Yfirvöld í Malasíu hafa ákveðið að skila líki Kim Jong Nam, hálfbróður Kim Jong Un, til Norður-Kóreu. Hann var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur í síðasta mánuði, en atvikið hefur leitt til deilna á milli Malasíu og Norður-Kóreu. Tvær konur veittust að honum á flugvellinum og önnur þeirra makaði VX-taugaeitri framan í hann. Stjórnvöldum Kim Jong Un hefur ekki verið kennt um verknaðinn á opinberum vettvangi en þeir liggja þó undir grun, samkvæmt frétt BBC.Sjá einnig: Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni Ákvörðunin var tekin í kjölfar samningaviðræðna á milli ríkjanna. Yfirvöld Norður-Kóreu höfðu meinað níu manns frá Malasíu að yfirgefa ríkið, en nú fá þau að snúa aftur heim. Fyrr í mánuðinum hafði Malasía lýst yfir vanþóknun sinni vegna þess að Norður-Kórea væri í raun að halda íbúum landsins í gíslingu. Forsætisráðherra Malasíu segir að rannsóknin á morði Kim Jong Nam muni halda áfram. Búið er að ákæra konurnar tvær fyrir morðið, en þær segjast báðar hafa talið að þær væru að taka þátt í sjónvarpshrekk. Interpol hefur lýst eftir fjórum mönnum frá Norður-Kóreu, sem eru sagðir hafa verið á flugvellinum þennan dag. Þeir eru nú sagðir vera komnir til Norður-Kóreu.
Malasía Norður-Kórea Tengdar fréttir Morðið á Kim Jong Nam: Einn grunaðra segir lögreglu hafa hótað að drepa fjölskyldu sína Ri Jong Chol, einn þeirra sem grunaður er um aðild að launmorðinu á King Jong Nam, segir lögreglu hafa hótað að drepa konu hans og börn ef hann myndi ekki játa þátt sinn í morðinu. 4. mars 2017 11:10 Þáði aðeins um tíu þúsund krónur fyrir að myrða Kim Jong-nam Konan taldi að hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk, ekki banatilræði. 25. febrúar 2017 23:35 Malasísk yfirvöld reka sendiherra Norður Kóreu úr landi Malasísk yfirvöld hafa látið í ljósi mikla óánægju með ummæli sendiherrans um rannsóknina á morði Kim Jong-nam. 4. mars 2017 18:25 Morðið á Kim Jong Nam: Þurfa að sleppa Norður-Kóreumanni vegna skorts á sönnunargögnum Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður. 3. mars 2017 14:25 Starfsmaður flugfélags eftirlýstur Lögreglan í Malasíu gaf í gær út handtökuskipun á hendur starfsmanni norðurkóreska flugfélagsins Air Koryo. Er sú skipun gefin út í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. 4. mars 2017 07:00 Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57 Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Morðið á Kim Jong Nam: Einn grunaðra segir lögreglu hafa hótað að drepa fjölskyldu sína Ri Jong Chol, einn þeirra sem grunaður er um aðild að launmorðinu á King Jong Nam, segir lögreglu hafa hótað að drepa konu hans og börn ef hann myndi ekki játa þátt sinn í morðinu. 4. mars 2017 11:10
Þáði aðeins um tíu þúsund krónur fyrir að myrða Kim Jong-nam Konan taldi að hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk, ekki banatilræði. 25. febrúar 2017 23:35
Malasísk yfirvöld reka sendiherra Norður Kóreu úr landi Malasísk yfirvöld hafa látið í ljósi mikla óánægju með ummæli sendiherrans um rannsóknina á morði Kim Jong-nam. 4. mars 2017 18:25
Morðið á Kim Jong Nam: Þurfa að sleppa Norður-Kóreumanni vegna skorts á sönnunargögnum Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður. 3. mars 2017 14:25
Starfsmaður flugfélags eftirlýstur Lögreglan í Malasíu gaf í gær út handtökuskipun á hendur starfsmanni norðurkóreska flugfélagsins Air Koryo. Er sú skipun gefin út í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. 4. mars 2017 07:00
Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57
Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00