Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2017 22:15 Devin Nunes liggur undir gagnrýni fyrir að hlaupa til Trump með upplýsingar úr rannsókn þingnefndar á tengslum samstarfsmanna hans við Rússland. Vísir/EPA Tveir starfsmenn Hvíta hússins voru heimildarmenn formanns leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings fyrir því að bandaríska leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samtöl samstarfsmanna Donalds Trump. New York Times hefur þetta eftir ónefndum embættismönnum. Mikla athygli vakti þegar Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í síðustu viku að gögn sýndu að leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samskipti samstarfsmanna Donalds Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Fór hann sérstaklega á fund Trump til að upplýsa hann um þetta. Í kjölfarið sagðist Trump telja að það réttlætti að einhverju leyti rakalausar fullyrðingar hans um að Barack Obama hafi látið hlera hann í fyrra. Útspil Nunes var umdeilt því að hann stjórnar rannsókn nefndarinnar á meintum tengslum Trump og félaga við Rússland. Nunes upplýsti félaga sína í þingnefndinni ekki um hvers hann hefði orðið áskynja áður en hann fór með það í fjölmiðla. Hann hefur síðan þverneitað að upplýsa hver veitti honum upplýsingarnar en viðurkenndi þó að það hefði gerst á lóð Hvíta hússins. Nunes hefur lýst heimildarmönnum sínum sem „uppljóstrurum“ sem hafi greint frá opinberu misferli.Donald Trump taldi orð Nunes um að gögn væru til um hleranir á samskiptum samstarfsmanna hans réttlættu ásakanir hans á hendur Obama um hleranir.Vísir/EPAByrjaði sjálfur að fletta í gegnum leyniskjölNú greinir New York Times frá því að heimildarmenn Nunes hafi verið starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins sem Trump skipaði í embætti og lögmaður sem starfar sem ráðgjafi hjá Hvíta húsinu og vann áður fyrir Nunes. Heimildarmenn blaðsins segja að Ezra Cohen-Watnick, starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins, hafi byrjað að blaða í gegnum leynileg skjöl um hleranir á erlendum embættismönnum eftir að Trump setti ásakanir sínar um símhleranir fram á Twitter. Lögmaðurinn hafi svo upplýst Nunes um það sem Cohen-Watnick fann í skjölunum. Gögnin sem um ræðir eru skjöl um njósnir um erlenda embættismenn sem bandaríska leyniþjónustan hlerar reglulega. New York Times segir að þau sýni að rússneskir embættismenn ræddu um samstarfsmenn Trump og hvernig þeir gætu myndað tengsl við fjölskyldu hans og innsta hring fyrir valdatöku hans.Fréttavefsíðan Vox segir að draga megi þá ályktun af frétt New York Times að COhen-Watnick hafi verið að slægja skjölin eftir hverju sem er sem gæti stutt fullyrðingar Trump um hleranir. Jafnvel áður en frétt New York Times birtist í dag átti Nunes í vök að verjast. Demókratar í leyniþjónustunefndinni hafa kallað eftir því að hann dragi sig í hlé frá rannsókninni vegna framhlaupsins. Til stóð að nefndin yfirheyrði vitni í þessari viku, þar á meðal James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og Sally Yates, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Nunes aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum í bili. Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49 Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Tveir starfsmenn Hvíta hússins voru heimildarmenn formanns leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings fyrir því að bandaríska leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samtöl samstarfsmanna Donalds Trump. New York Times hefur þetta eftir ónefndum embættismönnum. Mikla athygli vakti þegar Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í síðustu viku að gögn sýndu að leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samskipti samstarfsmanna Donalds Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Fór hann sérstaklega á fund Trump til að upplýsa hann um þetta. Í kjölfarið sagðist Trump telja að það réttlætti að einhverju leyti rakalausar fullyrðingar hans um að Barack Obama hafi látið hlera hann í fyrra. Útspil Nunes var umdeilt því að hann stjórnar rannsókn nefndarinnar á meintum tengslum Trump og félaga við Rússland. Nunes upplýsti félaga sína í þingnefndinni ekki um hvers hann hefði orðið áskynja áður en hann fór með það í fjölmiðla. Hann hefur síðan þverneitað að upplýsa hver veitti honum upplýsingarnar en viðurkenndi þó að það hefði gerst á lóð Hvíta hússins. Nunes hefur lýst heimildarmönnum sínum sem „uppljóstrurum“ sem hafi greint frá opinberu misferli.Donald Trump taldi orð Nunes um að gögn væru til um hleranir á samskiptum samstarfsmanna hans réttlættu ásakanir hans á hendur Obama um hleranir.Vísir/EPAByrjaði sjálfur að fletta í gegnum leyniskjölNú greinir New York Times frá því að heimildarmenn Nunes hafi verið starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins sem Trump skipaði í embætti og lögmaður sem starfar sem ráðgjafi hjá Hvíta húsinu og vann áður fyrir Nunes. Heimildarmenn blaðsins segja að Ezra Cohen-Watnick, starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins, hafi byrjað að blaða í gegnum leynileg skjöl um hleranir á erlendum embættismönnum eftir að Trump setti ásakanir sínar um símhleranir fram á Twitter. Lögmaðurinn hafi svo upplýst Nunes um það sem Cohen-Watnick fann í skjölunum. Gögnin sem um ræðir eru skjöl um njósnir um erlenda embættismenn sem bandaríska leyniþjónustan hlerar reglulega. New York Times segir að þau sýni að rússneskir embættismenn ræddu um samstarfsmenn Trump og hvernig þeir gætu myndað tengsl við fjölskyldu hans og innsta hring fyrir valdatöku hans.Fréttavefsíðan Vox segir að draga megi þá ályktun af frétt New York Times að COhen-Watnick hafi verið að slægja skjölin eftir hverju sem er sem gæti stutt fullyrðingar Trump um hleranir. Jafnvel áður en frétt New York Times birtist í dag átti Nunes í vök að verjast. Demókratar í leyniþjónustunefndinni hafa kallað eftir því að hann dragi sig í hlé frá rannsókninni vegna framhlaupsins. Til stóð að nefndin yfirheyrði vitni í þessari viku, þar á meðal James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og Sally Yates, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Nunes aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum í bili.
Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49 Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00
Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00
Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49
Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40