Karen Millen gjaldþrota og kennir Kaupþingi um Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2017 09:09 Karen Millen. vísir/getty Tískumógúllinn Karen Millen er gjaldþrota. Millen, sem opnaði fyrstu verslun sína ásamt þáverandi eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981, gat ekki greitt skattaskuld sína við breska ríkið og var því úrskurðuð gjaldþrota í vikunni. Í Daily Mail er haft eftir Millen að hún sé miður sín vegna gjaldþrotsins. Hún segir að hún sé fórnarlamb svika Kaupþings og að áralangar og kostnaðarsamar deilur hennar við bankann hafi orðið til þess að hún hafi ekki getað greitt skattinn. Millen og Stanford seldu verslunarveldi sitt árið 2004 til Baugs og átti Millen að fá um 35 milljónir punda í sinn hlut. Hún segir hins vegar að Kaupþing hafi svindlað á sér í samningunum. Að auki segist Millen hafa tapað stórum fjárhæðum þegar íslenska bankakerfið hrundi. Þá gagnrýnir Millen einnig bankann fyrir að koma í veg fyrir að hún gæti endurreist viðskiptaveldi sitt undir eigin nafni, en slitastjórn Kaupþings á nú vörumerkið Karen Millen. Millen hugðist opna lífstíls-og húsgagnaverslanir í Bandaríkjunum og Kína undir vörumerkjunum Karen Millen og Karen en dómstólar í Bretlandi komu í veg fyrir það. „Síðustu níu ár hafa verið ein löng barátta gegn bönkunum til að fá réttlætinu framgengt og það hefur tekið sinn toll. Mér líður eins öll mín orka hafi verið étin upp af þessari neikvæðni. Það er ætlun mín að leggja þessi mál núna til hliðar og byrja upp á nýtt.“ Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tískumógúllinn Karen Millen er gjaldþrota. Millen, sem opnaði fyrstu verslun sína ásamt þáverandi eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981, gat ekki greitt skattaskuld sína við breska ríkið og var því úrskurðuð gjaldþrota í vikunni. Í Daily Mail er haft eftir Millen að hún sé miður sín vegna gjaldþrotsins. Hún segir að hún sé fórnarlamb svika Kaupþings og að áralangar og kostnaðarsamar deilur hennar við bankann hafi orðið til þess að hún hafi ekki getað greitt skattinn. Millen og Stanford seldu verslunarveldi sitt árið 2004 til Baugs og átti Millen að fá um 35 milljónir punda í sinn hlut. Hún segir hins vegar að Kaupþing hafi svindlað á sér í samningunum. Að auki segist Millen hafa tapað stórum fjárhæðum þegar íslenska bankakerfið hrundi. Þá gagnrýnir Millen einnig bankann fyrir að koma í veg fyrir að hún gæti endurreist viðskiptaveldi sitt undir eigin nafni, en slitastjórn Kaupþings á nú vörumerkið Karen Millen. Millen hugðist opna lífstíls-og húsgagnaverslanir í Bandaríkjunum og Kína undir vörumerkjunum Karen Millen og Karen en dómstólar í Bretlandi komu í veg fyrir það. „Síðustu níu ár hafa verið ein löng barátta gegn bönkunum til að fá réttlætinu framgengt og það hefur tekið sinn toll. Mér líður eins öll mín orka hafi verið étin upp af þessari neikvæðni. Það er ætlun mín að leggja þessi mál núna til hliðar og byrja upp á nýtt.“
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira