„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. mars 2017 15:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir breytingarnar koma til með að skila um 16 milljörðum. Helga Árnadóttir, framkvæmdaastjóri SAF, segir breytingarnar ógna samkeppnishæfni ferðaþjónustufyrirtækja. Vísir Í fjármálaáætlun ársins 2018 til 2022 snúa helstu breytingar á skattkerfinu framundan að breyttu virðisaukaskattskerfi og afnámi ívilnana. Það felur í sér að flestar tegundir ferðaþjónustunnar verða felldar undir almennt þrep virðisaukaskatts. Breytingin tekur gildi 1. júlí 2018 en veitingaþjónusta verður áfram í lægra virðisaukaskattþrepi. Þessi breyting mun koma til með að færa ríkissjóði um sextán milljarða króna aukalega í skatttekjur árlega. Þannig myndast svigrúm til að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts umtalsvert, eða úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Sú breyting taki gildi 1. janúar 2019. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir tímabært að ferðaþjónustan greiði virðisaukaskatt til jafns við aðra atvinnustarfsemi. „Fyrsta júlí 2018 hækkar virðisaukaskattur á stærstan hluta ferðaþjónustunnar,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „Hann fer úr ellefu prósentum í almennt þrep. Við lítum sem svo á þetta að ferðaþjónustan hafi slitið barnskónum. Hún er okkar stærsta atvinnugrein og það er eðlilegt að hún sé skattlögð til jafns við aðrar atvinnugreinar,“ segir Benedikt. Benedikt segir að tekjuauki ríkissjóðs vegna þessa breytinga sé um sextán milljarðar króna árlega. „En við ætlum að skila þessu aftur til almennings með því að lækka virðisaukaskattþrepið, það er stefna okkar að einfalda skattkerfið, og við teljum það að lækka virðisaukaskattinn úr 24 prósentum í 22,5 prósent þá séum við líka að koma til móts við launþega þar sem ekki þarf að hækka laun jafn mikið til að ná kjarabótum,“ segir Benedikt. Ferðaþjónustan gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á virðisaukaskattinum harðlega. Samtök aðila í ferðaþjónustu stóðu fyrir hitafundi um málið í gær.Grímur Sæmundsen, formaður SAF, á hitafundi samtakanna í gær.vísir/eyþórHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, segir aðila innan ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af breytingunum. „Við áætlum að þessi ætlaða aðgerð þýði að auknar álögur á greinina á ársgrundvelli nemi 20 milljörðum,“ segir Helga. „Ég held að það sé fáheyrt að nokkurntíman hafi komið til með einu pennastriki slíkar álögur á eina atvinnugrein með þessum hætti.“ Hún hefur mestar áhyggjur af smærri ferðaþjónustufyrirtækjum. „Stærstur hluti fyrirtækja í ferðaþjónustunni eru í raun og veru lítil og búa við viðkvæman rekstur, eru búin að fjárfesta mikið og svoleiðis. Þannig að þau eru ekki í stakk búin fyrir svona miklar viðbótaálögur, sér í lagi þar sem við höfum verið að eiga við stórar breytingar í gengismálum auk þess hefur verið mikið um launahækkanir og þess háttar. Þannig að fyrirtækin hafa verið að berjast í bökkum þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir hún. Hún segir breytingar á virðisaukaskattinum geta ógnað samkeppnisstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Við erum í gífurlegri samkeppni við aðra áfangastaði,“ segir Helga. „Ástæðan er einföld, það er útaf samkeppnishæfninni, flestir áfangastaðir eru í neðra virðisaukaskattþrepi. Danmörk er til dæmis með eitt skattþrep og er þannig með ferðaþjónustuna í þessu eina þrepi og er þessvegna með ýmsar undanþágur og flókið regluverk til að koma til móts við greinina. Men verða að skilja það að ferðaþjónustan er ekki sjálfsögð stærð og það er ekki hægt að taka af henni og auka við hana skattheimtu eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Í fjármálaáætlun ársins 2018 til 2022 snúa helstu breytingar á skattkerfinu framundan að breyttu virðisaukaskattskerfi og afnámi ívilnana. Það felur í sér að flestar tegundir ferðaþjónustunnar verða felldar undir almennt þrep virðisaukaskatts. Breytingin tekur gildi 1. júlí 2018 en veitingaþjónusta verður áfram í lægra virðisaukaskattþrepi. Þessi breyting mun koma til með að færa ríkissjóði um sextán milljarða króna aukalega í skatttekjur árlega. Þannig myndast svigrúm til að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts umtalsvert, eða úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Sú breyting taki gildi 1. janúar 2019. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir tímabært að ferðaþjónustan greiði virðisaukaskatt til jafns við aðra atvinnustarfsemi. „Fyrsta júlí 2018 hækkar virðisaukaskattur á stærstan hluta ferðaþjónustunnar,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „Hann fer úr ellefu prósentum í almennt þrep. Við lítum sem svo á þetta að ferðaþjónustan hafi slitið barnskónum. Hún er okkar stærsta atvinnugrein og það er eðlilegt að hún sé skattlögð til jafns við aðrar atvinnugreinar,“ segir Benedikt. Benedikt segir að tekjuauki ríkissjóðs vegna þessa breytinga sé um sextán milljarðar króna árlega. „En við ætlum að skila þessu aftur til almennings með því að lækka virðisaukaskattþrepið, það er stefna okkar að einfalda skattkerfið, og við teljum það að lækka virðisaukaskattinn úr 24 prósentum í 22,5 prósent þá séum við líka að koma til móts við launþega þar sem ekki þarf að hækka laun jafn mikið til að ná kjarabótum,“ segir Benedikt. Ferðaþjónustan gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á virðisaukaskattinum harðlega. Samtök aðila í ferðaþjónustu stóðu fyrir hitafundi um málið í gær.Grímur Sæmundsen, formaður SAF, á hitafundi samtakanna í gær.vísir/eyþórHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, segir aðila innan ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af breytingunum. „Við áætlum að þessi ætlaða aðgerð þýði að auknar álögur á greinina á ársgrundvelli nemi 20 milljörðum,“ segir Helga. „Ég held að það sé fáheyrt að nokkurntíman hafi komið til með einu pennastriki slíkar álögur á eina atvinnugrein með þessum hætti.“ Hún hefur mestar áhyggjur af smærri ferðaþjónustufyrirtækjum. „Stærstur hluti fyrirtækja í ferðaþjónustunni eru í raun og veru lítil og búa við viðkvæman rekstur, eru búin að fjárfesta mikið og svoleiðis. Þannig að þau eru ekki í stakk búin fyrir svona miklar viðbótaálögur, sér í lagi þar sem við höfum verið að eiga við stórar breytingar í gengismálum auk þess hefur verið mikið um launahækkanir og þess háttar. Þannig að fyrirtækin hafa verið að berjast í bökkum þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir hún. Hún segir breytingar á virðisaukaskattinum geta ógnað samkeppnisstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Við erum í gífurlegri samkeppni við aðra áfangastaði,“ segir Helga. „Ástæðan er einföld, það er útaf samkeppnishæfninni, flestir áfangastaðir eru í neðra virðisaukaskattþrepi. Danmörk er til dæmis með eitt skattþrep og er þannig með ferðaþjónustuna í þessu eina þrepi og er þessvegna með ýmsar undanþágur og flókið regluverk til að koma til móts við greinina. Men verða að skilja það að ferðaþjónustan er ekki sjálfsögð stærð og það er ekki hægt að taka af henni og auka við hana skattheimtu eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira