Danska ríkið er búið að greiða niður síðasta lánið sem var í erlendri mynt. Síðasta greiðslan var í gær.
DR greinir frá því að um 1,5 milljarða dollara lán sé að ræða og að nú skuldi danska ríkið ekki lengur í erlendri upphæð. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í 183 ár eða síðan 1834.
Kristian Jensen, fjármálaráðherra Danmörku, segir í tilkynningu að þetta sé sögulegur viðburður að Danmörk sé nú án skulda í erlendri mynt. Það sýni hve mikið traust hafi verið byggt upp erlendis gagnvart danska hagkerfinu og fastgengisstefnunni.
Frá 2009 til 2011 jókst gjaldeyrisforðinn verulega úr undir 200 milljörðum í yfir 450 milljarða danskra króna í Danmörku. Með núverandi gjaldeyrisforða hefur ekki verið nauðsynlegt að taka ný lán í erlendri mynt.

