Floyd Mayweather segist helst kjósa að berjast við Conor McGregor í Moskvu, höfuðborg Rússlands.
Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleikann á bardaga þeirra Mayweathers og Conors og nú virðist sá fyrrnefndi vera kominn með ákveðna staðsetningu fyrir bardagann í huga.
Í samtali við rússneska sjónvarpsstöð sagðist Mayweather vilja berjast við Conor í Moskvu.
„Fyrst þarf að koma bardaganum á dagskrá og svo getum við ákveðið staðsetninguna. Það væri ekkert vandamál fyrir mig að berjast í Moskvu og ef ég mætti velja núna yrði Moskva fyrir valinu,“ sagði Mayweather.
Það verður þó að teljast frekar ólíklegt að bardaginn fari fram í Moskvu.
Síðustu 14 bardagar Mayweathers fóru fram í Las Vegas og á ferli sínum sem atvinnumaður barðist hann aldrei utan Bandaríkjanna. Mayweather vann alla 49 bardaga sína á atvinnumannaferlinum, þar af 26 með rothöggi.
Mayweather vill berjast við Conor í Moskvu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn