Minkurinn skotinn í vitna viðurvist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2017 14:54 Minkurinn sást við Tjörnina í morgun. Minkurinn sem sást á vappi við Tjörnina í Reykjavík var drepinn um hádegisbil í dag. Hann vakti talsverða athygli enda eru minkar ekki algeng sjón í höfuðborginni, en hann virtist nokkuð gæfur, að sögn vegfarenda. Þráinn Svansson, meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar, var fenginn til starfans. Sami háttur var hafður á í þessu tilfelli og öðrum sambærilegum að sögn Þráins; minkurinn var skotinn með haglabyssu. „Við mætum bara á staðinn og hann er drepinn. Við erum með heimsins bestu byssu, Benelly, sem er haglabyssa,“ segir Þráinn.Fólki brugðið Vegfarandi sem fréttastofa talaði við segir að fólki hafi orðið nokkuð brugðið þegar meindýraeyðirinn dró upp skotvopnið, en hópur ferðamanna var á staðnum þegar atvikið átti sér stað. Þráinn tekur fram að öllum hafi verið gert viðvart áður en skotinu hafi verið hleypt af og kannast ekki við að fólki hafi brugðið. Aðspurður segir hann þetta hafa tekið fljótt af - aðeins eitt skot hafi þurft til. „Við reynum alltaf að bregðast fljótt og vel við þegar við fáum svona tilkynningar. Okkur er mikið í mun að vernda fuglalífið við Tjörnina. Þarna var þetta bara eitt skot og búið, sem betur fer.“ Höfuðborgarstofa birti myndband af minknum á Facebook-síðu sinni í dag, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Minkur við Tjörnina í Reykjavík Vörpulegur og ófeiminn minkur var að spóka sig á og við Tjörnina í Reykjavík nú í morgun. 21. mars 2017 12:33 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Minkurinn sem sást á vappi við Tjörnina í Reykjavík var drepinn um hádegisbil í dag. Hann vakti talsverða athygli enda eru minkar ekki algeng sjón í höfuðborginni, en hann virtist nokkuð gæfur, að sögn vegfarenda. Þráinn Svansson, meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar, var fenginn til starfans. Sami háttur var hafður á í þessu tilfelli og öðrum sambærilegum að sögn Þráins; minkurinn var skotinn með haglabyssu. „Við mætum bara á staðinn og hann er drepinn. Við erum með heimsins bestu byssu, Benelly, sem er haglabyssa,“ segir Þráinn.Fólki brugðið Vegfarandi sem fréttastofa talaði við segir að fólki hafi orðið nokkuð brugðið þegar meindýraeyðirinn dró upp skotvopnið, en hópur ferðamanna var á staðnum þegar atvikið átti sér stað. Þráinn tekur fram að öllum hafi verið gert viðvart áður en skotinu hafi verið hleypt af og kannast ekki við að fólki hafi brugðið. Aðspurður segir hann þetta hafa tekið fljótt af - aðeins eitt skot hafi þurft til. „Við reynum alltaf að bregðast fljótt og vel við þegar við fáum svona tilkynningar. Okkur er mikið í mun að vernda fuglalífið við Tjörnina. Þarna var þetta bara eitt skot og búið, sem betur fer.“ Höfuðborgarstofa birti myndband af minknum á Facebook-síðu sinni í dag, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Minkur við Tjörnina í Reykjavík Vörpulegur og ófeiminn minkur var að spóka sig á og við Tjörnina í Reykjavík nú í morgun. 21. mars 2017 12:33 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Minkur við Tjörnina í Reykjavík Vörpulegur og ófeiminn minkur var að spóka sig á og við Tjörnina í Reykjavík nú í morgun. 21. mars 2017 12:33