Mamma Bellu og Gigi Hadid leiðbeinir fyrirsætum í nýjum raunveruleikaþætti Ritstjórn skrifar 22. mars 2017 10:30 Yolanda hefur alið upp þrjár fyrirsætur. Mynd/Getty Yolanda Hadid var ekki aðeins heimsfræg fyrirsæta þegar hún var ung heldur hefur hún einnig alið upp þrjár ofurfyrirsætur. Börnin hennar Gigi, Bella og Anwar Hadid hafa öll verið að gera það gott í tískuheiminum seinustu ár. Það á því vel við að Yolanda byrji með sinn eigin raunveruleikaþátt þar sem hún leiðbeinir ungum fyrirsætum. Þátturinn mun heita Model Moms. Hún hefur mikla reynslu þegar það kemur að raunveruleikaþáttum en hún er þekktust fyrir Real Housewifes og Beverly Hills. Í þáttunum munu fyrirsætur sem og mömmur þeirra sem vilja starfa sem umboðsmenn dætra sinna taka þátt í átta vikna þjálfun sem á að undirbúa þær fyrir harðan heim tískunnar. Í hverri viku mun svo einn keppandi eiga kost á að vinna sér inn 5.000 dollara til þess að nota í að byggja upp ferilinn. Sú fyrirsæta sem mun standa uppi sem fyrirsæta mun svo eiga tækifæri á að fara á samning hjá IMG Models, sem er einmitt sama fyrirsætuskrifstofa sem börnin hennar Yolanda eru hjá sem og Kate Moss, Joan Smalls og Ashley Graham. Mest lesið Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Þessi fagnar 82 árum í dag Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Chanel byggði geimfar fyrir tískusýningu sína Glamour Emanuele Farneti verður ritstjóri ítalska Vogue Glamour Líf og fjör í sjö ára afmæli Andreu Glamour
Yolanda Hadid var ekki aðeins heimsfræg fyrirsæta þegar hún var ung heldur hefur hún einnig alið upp þrjár ofurfyrirsætur. Börnin hennar Gigi, Bella og Anwar Hadid hafa öll verið að gera það gott í tískuheiminum seinustu ár. Það á því vel við að Yolanda byrji með sinn eigin raunveruleikaþátt þar sem hún leiðbeinir ungum fyrirsætum. Þátturinn mun heita Model Moms. Hún hefur mikla reynslu þegar það kemur að raunveruleikaþáttum en hún er þekktust fyrir Real Housewifes og Beverly Hills. Í þáttunum munu fyrirsætur sem og mömmur þeirra sem vilja starfa sem umboðsmenn dætra sinna taka þátt í átta vikna þjálfun sem á að undirbúa þær fyrir harðan heim tískunnar. Í hverri viku mun svo einn keppandi eiga kost á að vinna sér inn 5.000 dollara til þess að nota í að byggja upp ferilinn. Sú fyrirsæta sem mun standa uppi sem fyrirsæta mun svo eiga tækifæri á að fara á samning hjá IMG Models, sem er einmitt sama fyrirsætuskrifstofa sem börnin hennar Yolanda eru hjá sem og Kate Moss, Joan Smalls og Ashley Graham.
Mest lesið Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Þessi fagnar 82 árum í dag Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Chanel byggði geimfar fyrir tískusýningu sína Glamour Emanuele Farneti verður ritstjóri ítalska Vogue Glamour Líf og fjör í sjö ára afmæli Andreu Glamour