Mercedes og Red Bull skikkuð til að breyta fjöðrun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. mars 2017 20:30 Charlie Whiting Vísir/Getty Deilur um fjöðrunarhönnun í Formúlu 1 munu líklega aukast í kjölfar ákvörðunar FIA um að skikka liðin til að breyta hönnun fjöðrunar sinnar. Ferrari leitaði í vetur útskýringa frá FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandinu, um lögmæti fjöðrunar sem aðstoðar við að auka niðurtog bílsins. Bréfið frá Ferrari var sett fram sem fræðilegt dæmi um fjöðrun sem Ferrari virtist ætla að skoða og afstöðu FIA óskað gagnvart þeirri hönnun. Raunar var um að ræða ábendingu frá Ferrari til FIA um að svona fjöðrun væri í bílum í Formúlu 1 þá þegar. Ferrari hafði í huga að FIA athugaði lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull liðanna. FIA skilaði áliti sínu á æfingum í febrúar. Fjöðrun sem hefur beinlínis að markmiði að aðstoða við að auka niðurtog bílsins er bönnuð. Sönnunarbyrðin var færð yfir á liðin, sem þurfa nú að sanna að fjöðrun þeirra þjóni ekki þeim tilgangi að auka niðurtogið. Grunn hugmyndin með virkum fjöðrunarkerfum, sem FIA er að banna er sú að fjöðrunarkerfið lækki bílinn á einum hraða og hækki hann svo á öðrum. Þannig myndi bíllinn leggjast nær brautinni þegar það hentar. Red Bull og Mercedes hafa neyðst til að gera breytingar fyrir keppni helgarinnar. Charlie Whiting, regluvörður FIA segist vonast til þess að málið sé nú leyst. „Farið var í gegnum öll fjöðrunarkerfin í Barselóna og þau sem prófuð hafa verið hér [í Ástralíu] eru eins og þau eiga að vera. Við gerum ekki ráð fyrir frekari vandamálum vegna þessa,“ sagði Whiting. Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is. Formúla Tengdar fréttir Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils. 20. mars 2017 22:00 Webber: Sebastian Vettel mun vinna í Ástralíu Fyrrum Formúlu 1 ökumaður og liðsfélagi Sebastian Vettel hjá Red Bull, Mark Webber spáir því að Vettel vinni fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu um helgina. 22. mars 2017 16:30 Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Deilur um fjöðrunarhönnun í Formúlu 1 munu líklega aukast í kjölfar ákvörðunar FIA um að skikka liðin til að breyta hönnun fjöðrunar sinnar. Ferrari leitaði í vetur útskýringa frá FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandinu, um lögmæti fjöðrunar sem aðstoðar við að auka niðurtog bílsins. Bréfið frá Ferrari var sett fram sem fræðilegt dæmi um fjöðrun sem Ferrari virtist ætla að skoða og afstöðu FIA óskað gagnvart þeirri hönnun. Raunar var um að ræða ábendingu frá Ferrari til FIA um að svona fjöðrun væri í bílum í Formúlu 1 þá þegar. Ferrari hafði í huga að FIA athugaði lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull liðanna. FIA skilaði áliti sínu á æfingum í febrúar. Fjöðrun sem hefur beinlínis að markmiði að aðstoða við að auka niðurtog bílsins er bönnuð. Sönnunarbyrðin var færð yfir á liðin, sem þurfa nú að sanna að fjöðrun þeirra þjóni ekki þeim tilgangi að auka niðurtogið. Grunn hugmyndin með virkum fjöðrunarkerfum, sem FIA er að banna er sú að fjöðrunarkerfið lækki bílinn á einum hraða og hækki hann svo á öðrum. Þannig myndi bíllinn leggjast nær brautinni þegar það hentar. Red Bull og Mercedes hafa neyðst til að gera breytingar fyrir keppni helgarinnar. Charlie Whiting, regluvörður FIA segist vonast til þess að málið sé nú leyst. „Farið var í gegnum öll fjöðrunarkerfin í Barselóna og þau sem prófuð hafa verið hér [í Ástralíu] eru eins og þau eiga að vera. Við gerum ekki ráð fyrir frekari vandamálum vegna þessa,“ sagði Whiting. Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Formúla Tengdar fréttir Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils. 20. mars 2017 22:00 Webber: Sebastian Vettel mun vinna í Ástralíu Fyrrum Formúlu 1 ökumaður og liðsfélagi Sebastian Vettel hjá Red Bull, Mark Webber spáir því að Vettel vinni fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu um helgina. 22. mars 2017 16:30 Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils. 20. mars 2017 22:00
Webber: Sebastian Vettel mun vinna í Ástralíu Fyrrum Formúlu 1 ökumaður og liðsfélagi Sebastian Vettel hjá Red Bull, Mark Webber spáir því að Vettel vinni fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu um helgina. 22. mars 2017 16:30
Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30