Núna small þetta og þá unnum við Telma Tómasson skrifar 24. mars 2017 13:00 Hulda var kampakát þegar gullið var fast í hendi. Stöð 2 Sport Hulda Gústafsdóttir, íþróttaknapi ársins 2016, sigraði af öryggi keppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Hulda sat Birki frá Vatni, en þau eru engir nýgræðingar í greininni hafa margoft áður verið í úrslitum í fimmgangi í Meistaradeildinni, unnið marga sigra aðra og urðu íslandsmeistarar í þessari keppnisgrein í fyrra. „Við höfum verið í úrslitum hérna fjórum sinnum, alltaf eitthvað pínulítið verið að en núna small þetta og þá unnum við og það er svo gaman,“ sagði Hulda kampakát þegar gullið var fast í hendi. „Hann vinnur á því, hann Birkir, að vera jafn og hefur ekki oft verið að gera mistök, en þau eru þó dýrkeypt þegar þau koma. Í dag voru þau engin og við vonum að það verði svona til framtíðar,“ bætti Hulda við og sagðist stefna á úrtöku með Birki fyrir Heimsmeistaramót í hestaíþróttum sem fram fer í Hollandi í sumar. Það var hart barist um efstu sætin í Samskipahöllinni í gærkvöldi, þar voru stór nöfn á ráslista og fyrirséð að ekkert væri fast í hendi fyrr en öllu væri lokið. Hulda kom önnur efst inn í A-úrslitin eftir forkeppnina og gerði vel í öllum fyrstu fjórum sýningaratriðunum, tölti, brokki, feti og stökki. Áður en kom að skeiðinu – lokaatriðinu - var Hulda jöfn Jakobi Svavari Sigurðssyni í fyrsta til öðru sæti. Skeiðið réð því úrslitum og reyndist Hulda vera talsvert hærri en Jakob Svavar fyrir það atriði sem tryggði henni efsta sætið. Lokaeinkunn Huldu og Birkis frá Vatni varð 7.43. Fimmgangskeppni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og er meðfylgjandi myndskeið af sýningu Huldu Gústafsdóttur í forkeppninni. Niðurstöður A-úrslita í fimmgangi voru eftirfarandi: 1. Hulda Gústafsdóttir - Birkir frá Vatni - 7.43 2. Guðmundur Friðrik Björgvinsson - Sjóður frá Kirkjubæ - 7.21 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Skýr frá Skálakoti - 7.10 4. Þórarinn Ragnarsson - Hildingur frá Bergi - 7.02 5. Árni Björn Pálsson - Oddur frá Breiðholti í Flóa 7.00 6. Daníel Jónsson - Þór frá Votumýri 2 - 6.98 7. Teitur Árnason - Hafsteinn frá Vakurstöðum - 6.38 Hestar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Hulda Gústafsdóttir, íþróttaknapi ársins 2016, sigraði af öryggi keppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Hulda sat Birki frá Vatni, en þau eru engir nýgræðingar í greininni hafa margoft áður verið í úrslitum í fimmgangi í Meistaradeildinni, unnið marga sigra aðra og urðu íslandsmeistarar í þessari keppnisgrein í fyrra. „Við höfum verið í úrslitum hérna fjórum sinnum, alltaf eitthvað pínulítið verið að en núna small þetta og þá unnum við og það er svo gaman,“ sagði Hulda kampakát þegar gullið var fast í hendi. „Hann vinnur á því, hann Birkir, að vera jafn og hefur ekki oft verið að gera mistök, en þau eru þó dýrkeypt þegar þau koma. Í dag voru þau engin og við vonum að það verði svona til framtíðar,“ bætti Hulda við og sagðist stefna á úrtöku með Birki fyrir Heimsmeistaramót í hestaíþróttum sem fram fer í Hollandi í sumar. Það var hart barist um efstu sætin í Samskipahöllinni í gærkvöldi, þar voru stór nöfn á ráslista og fyrirséð að ekkert væri fast í hendi fyrr en öllu væri lokið. Hulda kom önnur efst inn í A-úrslitin eftir forkeppnina og gerði vel í öllum fyrstu fjórum sýningaratriðunum, tölti, brokki, feti og stökki. Áður en kom að skeiðinu – lokaatriðinu - var Hulda jöfn Jakobi Svavari Sigurðssyni í fyrsta til öðru sæti. Skeiðið réð því úrslitum og reyndist Hulda vera talsvert hærri en Jakob Svavar fyrir það atriði sem tryggði henni efsta sætið. Lokaeinkunn Huldu og Birkis frá Vatni varð 7.43. Fimmgangskeppni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og er meðfylgjandi myndskeið af sýningu Huldu Gústafsdóttur í forkeppninni. Niðurstöður A-úrslita í fimmgangi voru eftirfarandi: 1. Hulda Gústafsdóttir - Birkir frá Vatni - 7.43 2. Guðmundur Friðrik Björgvinsson - Sjóður frá Kirkjubæ - 7.21 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Skýr frá Skálakoti - 7.10 4. Þórarinn Ragnarsson - Hildingur frá Bergi - 7.02 5. Árni Björn Pálsson - Oddur frá Breiðholti í Flóa 7.00 6. Daníel Jónsson - Þór frá Votumýri 2 - 6.98 7. Teitur Árnason - Hafsteinn frá Vakurstöðum - 6.38
Hestar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira