„Ég er í skýjunum, þetta rokkar“ Telma Tómasson skrifar 24. mars 2017 15:30 Guðmundur var efstur eftir forkeppnina og var að vonum ánægður með það. Afreksknapinn Guðmundur Björgvinsson kom sér á pall í keppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi, nældi sér í annað sætið á Sjóði frá Kirkjubæ. Guðmundur var efstur eftir forkeppnina og var að vonum ánægður með það. „Ég er í skýjunum,“ sagði hann og var ekkert að orðlengja hlutina. Sjö knapar fóru í A-úrslit og er alltaf mikil pressa að halda efsta sætinu. Í samanburðinum þurfti Guðmundur að hafa fyrir því að vera áfram á toppnum, fékk meðalgóðar einkunnir fyrir brokk og stökk, úrvalsgóða einkunn fyrir fet og góðar einkunnir fyrir tölt og skeið, gangtegundir sem hafa tvöfalt vægi í lokaeinkunn. Fyrir skeiðið var hann í þriðja sæti, en útfærslan á skeiðinu tókst ágætlega og náði hann að tryggja sér silfrið með því. Fimmgangskeppni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og er meðfylgjandi myndskeið af sýningu Guðmundar Björgvinssonar í forkeppninni. Niðurstöður A-úrslita í fimmgangi voru eftirfarandi: 1. Hulda Gústafsdóttir - Birkir frá Vatni - 7.43 2. Guðmundur Friðrik Björgvinsson - Sjóður frá Kirkjubæ - 7.21 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Skýr frá Skálakoti - 7.10 4. Þórarinn Ragnarsson - Hildingur frá Bergi - 7.02 5. Árni Björn Pálsson - Oddur frá Breiðholti í Flóa 7.00 6. Daníel Jónsson - Þór frá Votumýri 2 - 6.98 7. Teitur Árnason - Hafsteinn frá Vakurstöðum - 6.38 Hestar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Afreksknapinn Guðmundur Björgvinsson kom sér á pall í keppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi, nældi sér í annað sætið á Sjóði frá Kirkjubæ. Guðmundur var efstur eftir forkeppnina og var að vonum ánægður með það. „Ég er í skýjunum,“ sagði hann og var ekkert að orðlengja hlutina. Sjö knapar fóru í A-úrslit og er alltaf mikil pressa að halda efsta sætinu. Í samanburðinum þurfti Guðmundur að hafa fyrir því að vera áfram á toppnum, fékk meðalgóðar einkunnir fyrir brokk og stökk, úrvalsgóða einkunn fyrir fet og góðar einkunnir fyrir tölt og skeið, gangtegundir sem hafa tvöfalt vægi í lokaeinkunn. Fyrir skeiðið var hann í þriðja sæti, en útfærslan á skeiðinu tókst ágætlega og náði hann að tryggja sér silfrið með því. Fimmgangskeppni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og er meðfylgjandi myndskeið af sýningu Guðmundar Björgvinssonar í forkeppninni. Niðurstöður A-úrslita í fimmgangi voru eftirfarandi: 1. Hulda Gústafsdóttir - Birkir frá Vatni - 7.43 2. Guðmundur Friðrik Björgvinsson - Sjóður frá Kirkjubæ - 7.21 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Skýr frá Skálakoti - 7.10 4. Þórarinn Ragnarsson - Hildingur frá Bergi - 7.02 5. Árni Björn Pálsson - Oddur frá Breiðholti í Flóa 7.00 6. Daníel Jónsson - Þór frá Votumýri 2 - 6.98 7. Teitur Árnason - Hafsteinn frá Vakurstöðum - 6.38
Hestar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira