Vonlaust að halda partí án rappara Guðný Hrönn skrifar 25. mars 2017 09:00 Rapparinn Herra Hnetusmjör mun halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Anton Brink Rapparinn Herra Hnetusmjör er einn þeirra sem munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann lofar einstökum tónleikum þar sem hann muni flytja slatta af nýju efni. „Þetta verður bara gengið sko. Þetta er ég, Joe Frazier og DJ Spegill. Og við verðum með fullt af nýjum lögum og betrumbætt „show“. Þetta verður miklu stærra en allt sem við höfum gert,“ segir Herra Hnetusmjör spurður út í hvað hann mun bjóða upp á á Þjóðhátíð.Rapparinn Birnir mun líka spila á Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Anton BrinkSpurður út í hvort stemningin á Þjóðhátíð sé mögulega að breytast því undanfarin ár hefur verið fremur lítið um hip hop tónlist á hátíðinni segir Herra Hnetusmjör: „Ég veit það ekki, Þjóðhátíð er náttúrulega bara stærsta partí á Íslandi og það sem er heitt hverju sinni, það er bókað til að ná til sem flestra. Og eins og staðan er núna þá er hip hop stærsta tónlistarsenan á Íslandi. Þannig að það meikar bara sens að bóka rappara,“ segir hann en þess má geta að rappararnir Alexander Jarl og Birnir munu einnig spila á húkkaraballinu. „Hip hop er orðið svo stórt að það er eiginlega ekki hægt að halda partí á Íslandi án þess að bóka rappara. Það myndi bara vera skrýtið að hafa ekkert rapp á hátíðinni núna, því það er svo stórt. Emmsjé Gauti og öll verðlaunin sem hann tók á Íslensku tónlistarverðlaununum endurspegla stöðuna í tónlistarheiminum í dag,“ segir Herra Hnetusmjör um þá staðreynd að rapparinn Gauti Þeyr hlaut fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í byrjun mánaðar. „Við erum bara partímenn. Allt djamm og við erum mættir sko,“ segir Herra Hnetusmjör aðspurður hvort hann og hópurinn sem spilar með honum á Þjóðhátíð séu miklir Þjóðhátíðarmenn.“ Eins og áður sagði verður Herra Hnetusmjör bæði á stóra sviðinu á föstudagskvöldinu og á húkkaraballinu. Hann segir að um tvenna nokkuð ólíka tónleika sé að ræða. „Stóra sviðið verður náttúrulega bara miklu, miklu stærra og þéttara prógramm. Húkkaraballið verður geðveikt líka en stóra sviðið verður bara á allt öðru leveli,“ segir Herra Hnetusmjör sem mun senda frá sér nýtt efni fram að Þjóðhátíð.En hvað er svo á döfinni, fyrir utan Þjóðhátíð? „Ég er sem sagt búinn að vera að vinna að nýju efni núna í svona ár. Og er kominn með lager af lögum sem enginn hefur heyrt. Ég mun droppa þeim koll af kolli í sumar með myndböndum. Ég mun senda þessi lög frá mér sem singla, þannig að hvert og eitt lag njóti sín betur. Ég sé ekki fram á að gefa út plötu á næstunni, því mig langar að láta hvert lag lifa lengur,“ segir Herra Hnetusmjör að lokum og hvetur svo alla til að láta sjá sig á Þjóðhátið, sérstaklega þá sem kunna vel að meta hip hop tónlist. Næturlíf Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Rapparinn Herra Hnetusmjör er einn þeirra sem munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann lofar einstökum tónleikum þar sem hann muni flytja slatta af nýju efni. „Þetta verður bara gengið sko. Þetta er ég, Joe Frazier og DJ Spegill. Og við verðum með fullt af nýjum lögum og betrumbætt „show“. Þetta verður miklu stærra en allt sem við höfum gert,“ segir Herra Hnetusmjör spurður út í hvað hann mun bjóða upp á á Þjóðhátíð.Rapparinn Birnir mun líka spila á Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Anton BrinkSpurður út í hvort stemningin á Þjóðhátíð sé mögulega að breytast því undanfarin ár hefur verið fremur lítið um hip hop tónlist á hátíðinni segir Herra Hnetusmjör: „Ég veit það ekki, Þjóðhátíð er náttúrulega bara stærsta partí á Íslandi og það sem er heitt hverju sinni, það er bókað til að ná til sem flestra. Og eins og staðan er núna þá er hip hop stærsta tónlistarsenan á Íslandi. Þannig að það meikar bara sens að bóka rappara,“ segir hann en þess má geta að rappararnir Alexander Jarl og Birnir munu einnig spila á húkkaraballinu. „Hip hop er orðið svo stórt að það er eiginlega ekki hægt að halda partí á Íslandi án þess að bóka rappara. Það myndi bara vera skrýtið að hafa ekkert rapp á hátíðinni núna, því það er svo stórt. Emmsjé Gauti og öll verðlaunin sem hann tók á Íslensku tónlistarverðlaununum endurspegla stöðuna í tónlistarheiminum í dag,“ segir Herra Hnetusmjör um þá staðreynd að rapparinn Gauti Þeyr hlaut fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í byrjun mánaðar. „Við erum bara partímenn. Allt djamm og við erum mættir sko,“ segir Herra Hnetusmjör aðspurður hvort hann og hópurinn sem spilar með honum á Þjóðhátíð séu miklir Þjóðhátíðarmenn.“ Eins og áður sagði verður Herra Hnetusmjör bæði á stóra sviðinu á föstudagskvöldinu og á húkkaraballinu. Hann segir að um tvenna nokkuð ólíka tónleika sé að ræða. „Stóra sviðið verður náttúrulega bara miklu, miklu stærra og þéttara prógramm. Húkkaraballið verður geðveikt líka en stóra sviðið verður bara á allt öðru leveli,“ segir Herra Hnetusmjör sem mun senda frá sér nýtt efni fram að Þjóðhátíð.En hvað er svo á döfinni, fyrir utan Þjóðhátíð? „Ég er sem sagt búinn að vera að vinna að nýju efni núna í svona ár. Og er kominn með lager af lögum sem enginn hefur heyrt. Ég mun droppa þeim koll af kolli í sumar með myndböndum. Ég mun senda þessi lög frá mér sem singla, þannig að hvert og eitt lag njóti sín betur. Ég sé ekki fram á að gefa út plötu á næstunni, því mig langar að láta hvert lag lifa lengur,“ segir Herra Hnetusmjör að lokum og hvetur svo alla til að láta sjá sig á Þjóðhátið, sérstaklega þá sem kunna vel að meta hip hop tónlist.
Næturlíf Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira