Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel 25. mars 2017 21:45 Arjen Robben, leikmaður Hollands. vísir/getty Vonir hollenska landsliðsins um sæti á Heimsmeistaramótinu virðast vera að hverfa hægt og bítandi eftir óvænt 0-2 tap gegn Búlgaríu í kvöld en eftir leiki kvöldsins er Holland sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Flestir áttu eflaust von á nokkuð öruggum sigri Hollendinga í kvöld en Spas Delev kom Búlgaríu yfir á 5. mínútu og fimmtán mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Danny Blind, þjálfari hollenska liðsins, reyndi að hreyfa við liðinu og koma sínum mönnum stað en án árangurs og fögnuðu Búlgarar því óvæntum sigri að leik loknum. Nágrannar Hollendinga í Belgíu áttu ekki betra kvöld en þeir þurftu að sætta sig við stig á heimavelli gegn Grikklandi þrátt fyrir að gríska liðið hafi fengið tvö rauð spjöld í leiknum. Konstantinos Mitroglou kom Grikklandi óvænt yfir með fyrstu marktilraun Grikkja í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en hálftíma fyrir leikslok fékk Panagiotis Tachtsidis sitt annað gula spjald og léku Grikkirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Romelu Lukaku jafnaði metin á 89. mínútu en í uppbótartíma var Georgios Tzavellas vikið af velli með seinna gula spjald sitt og voru gestirnir því aðeins níu síðustu mínútu leiksins. Það kom ekki að sök þar sem dómari leiksins sem hafði í nógu að snúast flautaði leikinn af stuttu síðar. Þá vann Frakkland 3-1 sigur á Lúxemborg á útivelli en Aurelien Joachim náði óvænt að jafna metin á 31. mínútu eftir að Olivier Giroud kom Frakklandi yfir. Antonio Griezmann kom Frökkum yfir á nýjan leik af vítapunktinum á 37. mínútu en Giroud innsiglaði sigurinn korteri fyrir leikslok með þriðja marki Frakklands.Úrslit kvöldsins: Belgía 1-1 Grikkland Búlgaría 2-0 Holland Lúxemborg 1-3 Frakkland Portúgal 3-0 Ungverjaland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Vonir hollenska landsliðsins um sæti á Heimsmeistaramótinu virðast vera að hverfa hægt og bítandi eftir óvænt 0-2 tap gegn Búlgaríu í kvöld en eftir leiki kvöldsins er Holland sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Flestir áttu eflaust von á nokkuð öruggum sigri Hollendinga í kvöld en Spas Delev kom Búlgaríu yfir á 5. mínútu og fimmtán mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Danny Blind, þjálfari hollenska liðsins, reyndi að hreyfa við liðinu og koma sínum mönnum stað en án árangurs og fögnuðu Búlgarar því óvæntum sigri að leik loknum. Nágrannar Hollendinga í Belgíu áttu ekki betra kvöld en þeir þurftu að sætta sig við stig á heimavelli gegn Grikklandi þrátt fyrir að gríska liðið hafi fengið tvö rauð spjöld í leiknum. Konstantinos Mitroglou kom Grikklandi óvænt yfir með fyrstu marktilraun Grikkja í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en hálftíma fyrir leikslok fékk Panagiotis Tachtsidis sitt annað gula spjald og léku Grikkirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Romelu Lukaku jafnaði metin á 89. mínútu en í uppbótartíma var Georgios Tzavellas vikið af velli með seinna gula spjald sitt og voru gestirnir því aðeins níu síðustu mínútu leiksins. Það kom ekki að sök þar sem dómari leiksins sem hafði í nógu að snúast flautaði leikinn af stuttu síðar. Þá vann Frakkland 3-1 sigur á Lúxemborg á útivelli en Aurelien Joachim náði óvænt að jafna metin á 31. mínútu eftir að Olivier Giroud kom Frakklandi yfir. Antonio Griezmann kom Frökkum yfir á nýjan leik af vítapunktinum á 37. mínútu en Giroud innsiglaði sigurinn korteri fyrir leikslok með þriðja marki Frakklands.Úrslit kvöldsins: Belgía 1-1 Grikkland Búlgaría 2-0 Holland Lúxemborg 1-3 Frakkland Portúgal 3-0 Ungverjaland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira