Þúsund hugmyndir til að bæta borgina: Parísarhjól og stytta af Jóni Páli Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2017 19:00 Á sex árum hefur borgin framkvæmt sex hundruð hugmyndir borgarbúa í gegnum verkefnið Hverfið mitt. Nú í mars hafa borgarbúar getað sent inn hugmyndir að nýframkvæmdum eða viðhaldi í borginni á síðuna Hverfið mitt en borist hafa tæplega þúsund hugmyndir sem kosið verður á milli í haust. Flestar hugmyndir snúa að viðhaldi, skipulagi eða uppbyggingu í borginni en sumar eru ansi frumlegar.Til að mynda hugmyndin um hjólabáta á tjörninni við Hjómskálann. Flutningsmaður tillögunnar mælir með rómantískri útgáfu á kvöldin - eða gondóla-stemningu. Annar hugmyndasmiður vill fá styttu af Jóni Páli Sigmarssyni í miðborgina, í fullri stærð að hnykla vöðvana. Einkennisorð kraftajötunsins „ekkert mál fyrir Jón Pál,“ eiga að standa á styttunni.via GIPHYEnn ein hugmyndin er að hafa parísarhjól við Hallgrímskirkju og gera þannig staðinn enn meira aðlaðandi fyrir ferðamenn, hægt væri að taka góðar ljósmyndir og njóta útsýnisins alla leið til Akraness. Og svo er það hugmyndin um risavaxinn sprellikarl á grænu svæði í Breiðholti. Þannig gætu sprellarar kíkt við, togað í spottann og séð kallinn veifa höndum og fótum öllum til mikillar ánægju. Þess má geta að þeir sem luma á góðri hugmynd hafa fram að miðnætti í kvöld að senda hana inn. Sonja Wiium, verkefnastjóri Hverfið mitt segir að nú muni taka við tveggja vikna ferli þar sem íbúar geta farið inn á vefinn og gefið hugmyndum vægi og deilt þeim. „Þannig getur fólk líka komið hugmyndum sínum áfram. Því vinsældir skipta máli þegar hugmyndirnar fara í kosninguna - hvort þær nái yfirhöfuð að komast alla leið þangað," segir hún. Fyrir utan vinsældir þurfa hugmyndir einnig að vera innan fjárhagsramma. „Þær þurfa einnig að samræmast skipulaginu, við getum ekki sett eitthvað einhvers staðar. Einnig þurfa þær að vera á borgarlandi og ekki mega ekki krefjast of flókins samráðs við lögreglu," segir Sonja en segir þó gaman að fá góðar hugmyndir og flestar nái þær í gegn.grafík/tótlagrafík/tótla Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Á sex árum hefur borgin framkvæmt sex hundruð hugmyndir borgarbúa í gegnum verkefnið Hverfið mitt. Nú í mars hafa borgarbúar getað sent inn hugmyndir að nýframkvæmdum eða viðhaldi í borginni á síðuna Hverfið mitt en borist hafa tæplega þúsund hugmyndir sem kosið verður á milli í haust. Flestar hugmyndir snúa að viðhaldi, skipulagi eða uppbyggingu í borginni en sumar eru ansi frumlegar.Til að mynda hugmyndin um hjólabáta á tjörninni við Hjómskálann. Flutningsmaður tillögunnar mælir með rómantískri útgáfu á kvöldin - eða gondóla-stemningu. Annar hugmyndasmiður vill fá styttu af Jóni Páli Sigmarssyni í miðborgina, í fullri stærð að hnykla vöðvana. Einkennisorð kraftajötunsins „ekkert mál fyrir Jón Pál,“ eiga að standa á styttunni.via GIPHYEnn ein hugmyndin er að hafa parísarhjól við Hallgrímskirkju og gera þannig staðinn enn meira aðlaðandi fyrir ferðamenn, hægt væri að taka góðar ljósmyndir og njóta útsýnisins alla leið til Akraness. Og svo er það hugmyndin um risavaxinn sprellikarl á grænu svæði í Breiðholti. Þannig gætu sprellarar kíkt við, togað í spottann og séð kallinn veifa höndum og fótum öllum til mikillar ánægju. Þess má geta að þeir sem luma á góðri hugmynd hafa fram að miðnætti í kvöld að senda hana inn. Sonja Wiium, verkefnastjóri Hverfið mitt segir að nú muni taka við tveggja vikna ferli þar sem íbúar geta farið inn á vefinn og gefið hugmyndum vægi og deilt þeim. „Þannig getur fólk líka komið hugmyndum sínum áfram. Því vinsældir skipta máli þegar hugmyndirnar fara í kosninguna - hvort þær nái yfirhöfuð að komast alla leið þangað," segir hún. Fyrir utan vinsældir þurfa hugmyndir einnig að vera innan fjárhagsramma. „Þær þurfa einnig að samræmast skipulaginu, við getum ekki sett eitthvað einhvers staðar. Einnig þurfa þær að vera á borgarlandi og ekki mega ekki krefjast of flókins samráðs við lögreglu," segir Sonja en segir þó gaman að fá góðar hugmyndir og flestar nái þær í gegn.grafík/tótlagrafík/tótla
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira