Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. mars 2017 06:35 Lewis Hamilton var fljótastur í dag á nýju brautarmeti á Albert Park. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. Tímatakan var spennandi fyrir margar sakir. Einna helst af þeirri ástæðu að hún er fyrsta tilefnið sem liðin hafa til að raunverulega sýna hvað býr í bílum ársins.Fyrsta lota Ferrari menn komu út úr bílskúrnum á ofur-mjúkum dekkjum. Allir aðrir hófu leik á últra-mjúkum dekkjum sem eru mýkstu og jafnframt hröðustu dekkin sem völ er á. Ökumenn voru aðeins að athuga þanþol bílanna og þar af leiðandi töluvert um smá grasslátt í kringum brautina. Í fyrstu lotu duttu út; Antonio Giovinazzi á Sauber, Kevin Magnussen á Haas, Stoffel Vandoorne á McLaren, Lance Stroll á Williams og Jolyon Palmer á Renault. Magnussen þvældist mikið utan brautar og náði ekki að setja almennilegan hring saman. Stærsti munurinn var þó á Nico Hulkenberg og Palmer hjá Renault. Hulkenberg varð fimmti í fyrstu lotunni og Palmer 20. Fernando Alonso sýndi að McLaren bíllinn er ekki alveg vita vonlaus með því að koma honum í 12. sæti í fyrstu lotu.Önnur lota Valtteri Bottas setti fyrsta formlega brautarmetið í ár með sínum fyrsta hring í annarri lotu. Hann fór hringinn um Albert Park á 1.23:215. Hamilton og Ferrari menn komu þar rétt á eftir. Allir á sama fjórðungnum úr sekúndu. Vettel hins vegar var að fela eitthvað, hann hægði á sér um rúmlega 100 km/klst áður en hann lauk sínum hraðasta hring í lotunni. Í annarri lotu duttu út; Sergio Perez á Force India, Nico Hulkenberg á Renault, Alonso á McLaren, Esteban Ocon á Force India og Marcus Ericsson á Sauber.Daniel Ricciardo átti ekki neitt sérstakan dag í dag.Vísir/GettyÞriðja lota Raikkonen tilkynnti um regndropa í upphafi lotunnar en lítið varð úr því. Eftir að Mercedes og Ferrari menn höfðu tekið einn hring hver þá var Hamilton fljótastur með 0,3 sekúndna forskot á Vettel sem var annar og Bottas var þriðji og Raikkonen fjórði. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo á Red Bull setti ekki tíma í lotunni. Hann missti stjórn á bílnum og hafnaði á varnarvegg eftir að hafa skautað yfir malargryfju. Bíllinn skemmdist þó nokkuð að aftan og tímatakan stöðvuð tímabundið. Þegar tímatakan hófst á ný fór Romain Grosjean á Haas á stjá og setti fínan tíma. Hamilton og Bottas komu svo út og tryggðu sér ráspól og þriðja besta tímann, með Vettel á milli sín.Afleiðingar þriðju æfingarinnar Vettel var fljótastur á þriðju æfingunni fyrir ástralska kappaksturinn. Hann setti hraðasta tíma sögunnar á Albert Park, fram að tímatökunni, 1.23:380. Sauber ákvað að Pascal Wehrlein tæki ekki frekari þátt um helgina og þriðji ökumaður Ferrari, Giovinazzi tók við Sauber bíl Wehrlein. Þessi breyting er fylgifiskur meiðsla sem Wehrlein varð fyrir í janúar á keppni meistaranna. „Ég er ekki í því líkamlega ástandi sem ég þyrfti að vera í til að fara heila keppnisvegalengd af því ég gat ekki æft vegna meiðsla. Ég útskýrði málið fyrir liðinu í gærkvöldi,“ sagði Wehrlein sem stefnir að því að vera orðinn heill fyrir kínverska kappaksturinn. Lance Stroll þarf að taka út fimm sæta refsingu eftir að skipta þurfti um gírkassa í bíl nýliðans. Hann skellti bílnum utan í vegg á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 24. mars 2017 17:00 Upphitunarþáttur fyrir Formúluna Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp. 25. mars 2017 09:00 Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. Tímatakan var spennandi fyrir margar sakir. Einna helst af þeirri ástæðu að hún er fyrsta tilefnið sem liðin hafa til að raunverulega sýna hvað býr í bílum ársins.Fyrsta lota Ferrari menn komu út úr bílskúrnum á ofur-mjúkum dekkjum. Allir aðrir hófu leik á últra-mjúkum dekkjum sem eru mýkstu og jafnframt hröðustu dekkin sem völ er á. Ökumenn voru aðeins að athuga þanþol bílanna og þar af leiðandi töluvert um smá grasslátt í kringum brautina. Í fyrstu lotu duttu út; Antonio Giovinazzi á Sauber, Kevin Magnussen á Haas, Stoffel Vandoorne á McLaren, Lance Stroll á Williams og Jolyon Palmer á Renault. Magnussen þvældist mikið utan brautar og náði ekki að setja almennilegan hring saman. Stærsti munurinn var þó á Nico Hulkenberg og Palmer hjá Renault. Hulkenberg varð fimmti í fyrstu lotunni og Palmer 20. Fernando Alonso sýndi að McLaren bíllinn er ekki alveg vita vonlaus með því að koma honum í 12. sæti í fyrstu lotu.Önnur lota Valtteri Bottas setti fyrsta formlega brautarmetið í ár með sínum fyrsta hring í annarri lotu. Hann fór hringinn um Albert Park á 1.23:215. Hamilton og Ferrari menn komu þar rétt á eftir. Allir á sama fjórðungnum úr sekúndu. Vettel hins vegar var að fela eitthvað, hann hægði á sér um rúmlega 100 km/klst áður en hann lauk sínum hraðasta hring í lotunni. Í annarri lotu duttu út; Sergio Perez á Force India, Nico Hulkenberg á Renault, Alonso á McLaren, Esteban Ocon á Force India og Marcus Ericsson á Sauber.Daniel Ricciardo átti ekki neitt sérstakan dag í dag.Vísir/GettyÞriðja lota Raikkonen tilkynnti um regndropa í upphafi lotunnar en lítið varð úr því. Eftir að Mercedes og Ferrari menn höfðu tekið einn hring hver þá var Hamilton fljótastur með 0,3 sekúndna forskot á Vettel sem var annar og Bottas var þriðji og Raikkonen fjórði. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo á Red Bull setti ekki tíma í lotunni. Hann missti stjórn á bílnum og hafnaði á varnarvegg eftir að hafa skautað yfir malargryfju. Bíllinn skemmdist þó nokkuð að aftan og tímatakan stöðvuð tímabundið. Þegar tímatakan hófst á ný fór Romain Grosjean á Haas á stjá og setti fínan tíma. Hamilton og Bottas komu svo út og tryggðu sér ráspól og þriðja besta tímann, með Vettel á milli sín.Afleiðingar þriðju æfingarinnar Vettel var fljótastur á þriðju æfingunni fyrir ástralska kappaksturinn. Hann setti hraðasta tíma sögunnar á Albert Park, fram að tímatökunni, 1.23:380. Sauber ákvað að Pascal Wehrlein tæki ekki frekari þátt um helgina og þriðji ökumaður Ferrari, Giovinazzi tók við Sauber bíl Wehrlein. Þessi breyting er fylgifiskur meiðsla sem Wehrlein varð fyrir í janúar á keppni meistaranna. „Ég er ekki í því líkamlega ástandi sem ég þyrfti að vera í til að fara heila keppnisvegalengd af því ég gat ekki æft vegna meiðsla. Ég útskýrði málið fyrir liðinu í gærkvöldi,“ sagði Wehrlein sem stefnir að því að vera orðinn heill fyrir kínverska kappaksturinn. Lance Stroll þarf að taka út fimm sæta refsingu eftir að skipta þurfti um gírkassa í bíl nýliðans. Hann skellti bílnum utan í vegg á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 24. mars 2017 17:00 Upphitunarþáttur fyrir Formúluna Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp. 25. mars 2017 09:00 Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00
Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 24. mars 2017 17:00
Upphitunarþáttur fyrir Formúluna Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp. 25. mars 2017 09:00
Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00