Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. mars 2017 04:23 Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. Sunna mætti Mallory Martin á Invicta FC 22 bardagakvöldinu í Kansas í nótt. Sunna vann fyrsta atvinnubardaga sinn í Invicta í september þegar hún sigraði Ashley Greenway eftir dómaraákvörðun í fremur einhliða bardaga. Bardaginn gegn Martin í nótt var talsvert erfiðari fyrir Sunnu og gríðarlega jafn. Sunna vann fyrstu lotuna og náði að vanka Martin í 1. lotu með góðri fléttu. Martin kom sterk til leiks í 2. lotu og náði sjálf að vanka Sunnu og valda henni töluverðum vandræðum. Sunna fékk smá skurð fyrir ofan vinstra augað og kláraði Martin 2. lotuna með fellu. Á þessum tímapunkti var farið að hægjast á Sunnu á meðan Martin virtist vera að sækja í sig veðrið. Það var því allt undir fyrir þriðju og síðustu lotuna. Sunna kom sterk til baka og endaði á að sigra lotuna sem skilaði henni sigri. Sunna sigraði eftir einróma dómaraákvörðun en tveir dómaranna gáfu henni tvær lotur (1. og 3. lotuna) og Martin eina en einn dómaranna gaf Sunnu allar þrjár loturnar. Sunna er því 2-0 sem atvinnumaður og getur vel við unað eftir frábæra frammistöðu í afar jöfnum og erfiðum bardaga. Í viðtalinu eftir bardagann þakkaði Sunna fyrir stuðninginn heima en bardaginn var einn besti bardagi kvöldsins á Invicta FC 22 bardagakvöldinu. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Það gekk erfiðlega hjá Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur að komast til Kansas en nú er allt klárt fyrir bardagann annað kvöld. 24. mars 2017 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Leik lokið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. Sunna mætti Mallory Martin á Invicta FC 22 bardagakvöldinu í Kansas í nótt. Sunna vann fyrsta atvinnubardaga sinn í Invicta í september þegar hún sigraði Ashley Greenway eftir dómaraákvörðun í fremur einhliða bardaga. Bardaginn gegn Martin í nótt var talsvert erfiðari fyrir Sunnu og gríðarlega jafn. Sunna vann fyrstu lotuna og náði að vanka Martin í 1. lotu með góðri fléttu. Martin kom sterk til leiks í 2. lotu og náði sjálf að vanka Sunnu og valda henni töluverðum vandræðum. Sunna fékk smá skurð fyrir ofan vinstra augað og kláraði Martin 2. lotuna með fellu. Á þessum tímapunkti var farið að hægjast á Sunnu á meðan Martin virtist vera að sækja í sig veðrið. Það var því allt undir fyrir þriðju og síðustu lotuna. Sunna kom sterk til baka og endaði á að sigra lotuna sem skilaði henni sigri. Sunna sigraði eftir einróma dómaraákvörðun en tveir dómaranna gáfu henni tvær lotur (1. og 3. lotuna) og Martin eina en einn dómaranna gaf Sunnu allar þrjár loturnar. Sunna er því 2-0 sem atvinnumaður og getur vel við unað eftir frábæra frammistöðu í afar jöfnum og erfiðum bardaga. Í viðtalinu eftir bardagann þakkaði Sunna fyrir stuðninginn heima en bardaginn var einn besti bardagi kvöldsins á Invicta FC 22 bardagakvöldinu.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Það gekk erfiðlega hjá Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur að komast til Kansas en nú er allt klárt fyrir bardagann annað kvöld. 24. mars 2017 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Leik lokið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00
Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00
Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Það gekk erfiðlega hjá Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur að komast til Kansas en nú er allt klárt fyrir bardagann annað kvöld. 24. mars 2017 10:30