Búinn að gera það tvisvar á einni viku sem enginn annar Íslendingur hefur náð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2017 15:00 Kolbeinn Höður Gunnarsson. Vísir/Valli Fyrir mars 2017 hafði engum íslenskum manni tekist að hlaupa 200 metra á undir 21 sekúndu. Nú hefur Kolbeinn Höður Gunnarsson náð því tvisvar sinnum á einni viku. Kolbeinn Höður Gunnarsson sló 27 ára Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar fyrir rúmri viku síðan þegar hann hljóp 200 metra hlaup á 20,96 sekúndum á móti í Memphis í Tennessee fylki. Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar var 21,17 sekúndur og sett 6. júní 1996. Um helgina var Kolbeinn Höður síðan nálægt því að bæta glænýtt Íslandsmet sitt. Hann varð þá í þriðja sæti á Joe Walker boðsmótinu í í Mississippi þegar hann kom í mark á tímanum 20,99 sekúndur. Kolbeinn var aðeins 2/100 frá Íslandsmetinu sínu. Frjálsíþróttasambandið segir frá. Kolbeinn Höður hafði áður hlaupið 200 metrana hraðast á 21,19 sekúndum í fyrra en það er ljóst að hann hefur gert sér mjög gott með því að fara í skóla í Bandaríkjunum. Kolbeinn Höður Gunnarsson er á fyrsta ári í University of Memphis en hann frá Akureyri og var áður nemandi í Menntaskólanum á Akureyri. Tímabilið er bara rétt að byrja og það verður spennandi að sjá hvernig gengur hjá Kolbeini og einnig hvort að hann ógni eitthvað metinu í 100 metra hlaupinu líka. Hæfileikarnir eru til staðar og nú er formið greinilega frábært. Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Fyrir mars 2017 hafði engum íslenskum manni tekist að hlaupa 200 metra á undir 21 sekúndu. Nú hefur Kolbeinn Höður Gunnarsson náð því tvisvar sinnum á einni viku. Kolbeinn Höður Gunnarsson sló 27 ára Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar fyrir rúmri viku síðan þegar hann hljóp 200 metra hlaup á 20,96 sekúndum á móti í Memphis í Tennessee fylki. Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar var 21,17 sekúndur og sett 6. júní 1996. Um helgina var Kolbeinn Höður síðan nálægt því að bæta glænýtt Íslandsmet sitt. Hann varð þá í þriðja sæti á Joe Walker boðsmótinu í í Mississippi þegar hann kom í mark á tímanum 20,99 sekúndur. Kolbeinn var aðeins 2/100 frá Íslandsmetinu sínu. Frjálsíþróttasambandið segir frá. Kolbeinn Höður hafði áður hlaupið 200 metrana hraðast á 21,19 sekúndum í fyrra en það er ljóst að hann hefur gert sér mjög gott með því að fara í skóla í Bandaríkjunum. Kolbeinn Höður Gunnarsson er á fyrsta ári í University of Memphis en hann frá Akureyri og var áður nemandi í Menntaskólanum á Akureyri. Tímabilið er bara rétt að byrja og það verður spennandi að sjá hvernig gengur hjá Kolbeini og einnig hvort að hann ógni eitthvað metinu í 100 metra hlaupinu líka. Hæfileikarnir eru til staðar og nú er formið greinilega frábært.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira