Erlent

Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nikki Haley
Nikki Haley Vísir/Getty
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunhæft að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim.

Xi Jinping, forseti Kína, lýsti því yfir í ræðu hjá sameinuðu þjóðunum í Genf í janúar að kjarnorkuvopn ættu að vera alfarið bönnuð og þeim vopnum sem þegar eru til ætti að vera eytt.

Meira en 120 lönd studdu tillögu að nýju banni við kjarnorkuvopnum. Nær 40 lönd tóku ekki þátt í viðræðunum, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Japan, eina landið í heiminum sem hefur mátt þola kjarnorkuárás, ákvað að taka ekki þátt í viðræðunum.

„Það er ekkert sem ég vil frekar en að fjölskylda mín búi í heimi án kjarnorkuvopna. En við verðum að vera raunsæ,“ sagði Haley í samtali við blaðamenn í dag.

„Er einhver sem trúir því að Norður Kórea muni samþykkja bann við kjarnorkuvopnum?“

Yfirvöld í Norður Kóreu hafa undanfarið verið iðin við edflaugatilraunir. Nú síðast á miðvikudag skutu yfirvöld þar í landi eldflaug á loft en hún sprakk skömmu eftir flugtak. Telja sérfræðingar að þrátt fyrir hina misheppnuðu tilraun muni það ekki koma til með að fá Kim Jong-Un af því yfirlýsta markmiði sínu að framleiða kjarnorkuvopn sem landið gæti beitt á Bandaríkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×