Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 11:00 Tom Brady. Vísir/Getty Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. Einn maður er algjörlega ósammála þessu og það er Tom Brady sjálfur. Það dugar ekki einu sinni að eiginkonan hafi grátbeðið hann mörgum sinnum um að segja þetta gott. Hann tímir ekki að hætta. Eigandi New England Patriots sagði frá því í viðtali við ESPN í gær að Tom Brady ætli ekki að spila í eitt til tvö ár í viðbót heldur er hann að tala um að spila þangað til að hann er 46 eða 47 ára. „Síðast fyrir tveimur til þremur dögum þá fullvissaði hann mig um það að hann væri tilbúinn að spila í sex til sjö ár í viðbót og að hann gæti á þessum tíma spilað jafnvel og hann er að gera í dag,“ sagði Robert Kraft, eigandi New England Patriots, þegar hann hitti fjölmiðla á árlegum ársfundi eiganda NFL-deildarinnar. „Það er enginn sem er ánægðari við að heyra þetta en ég og síðan stuðningsmenn okkar,“ bætti Kraft við. Tom Brady er að fara að hefja sitt átjánda tímabil í NFL-deildinni næsta haust. Hann heldur upp á fertugsafmælið sitt 3. ágúst næstkomandi. Jason Hanson, fyrrum sparkari Detroit Lions, á metið yfir flest tímabil með einu liði eða 21. Brady myndi slá það met léttilega næði hann fyrrnefndum markmiðum sínum auk þess að bæta öll möguleg met hjá leikstjórnendum. Tom Brady hugsar ótrúlega vel um sig, bæði hvað varðar matarræði, lífstíl og æfingar. Kraft sagði meðal annars frá því að Brady væri á fullu að æfa í dag nú þegar fimm mánuðir eru í að tímabilið hefjist. NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Sjá meira
Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. Einn maður er algjörlega ósammála þessu og það er Tom Brady sjálfur. Það dugar ekki einu sinni að eiginkonan hafi grátbeðið hann mörgum sinnum um að segja þetta gott. Hann tímir ekki að hætta. Eigandi New England Patriots sagði frá því í viðtali við ESPN í gær að Tom Brady ætli ekki að spila í eitt til tvö ár í viðbót heldur er hann að tala um að spila þangað til að hann er 46 eða 47 ára. „Síðast fyrir tveimur til þremur dögum þá fullvissaði hann mig um það að hann væri tilbúinn að spila í sex til sjö ár í viðbót og að hann gæti á þessum tíma spilað jafnvel og hann er að gera í dag,“ sagði Robert Kraft, eigandi New England Patriots, þegar hann hitti fjölmiðla á árlegum ársfundi eiganda NFL-deildarinnar. „Það er enginn sem er ánægðari við að heyra þetta en ég og síðan stuðningsmenn okkar,“ bætti Kraft við. Tom Brady er að fara að hefja sitt átjánda tímabil í NFL-deildinni næsta haust. Hann heldur upp á fertugsafmælið sitt 3. ágúst næstkomandi. Jason Hanson, fyrrum sparkari Detroit Lions, á metið yfir flest tímabil með einu liði eða 21. Brady myndi slá það met léttilega næði hann fyrrnefndum markmiðum sínum auk þess að bæta öll möguleg met hjá leikstjórnendum. Tom Brady hugsar ótrúlega vel um sig, bæði hvað varðar matarræði, lífstíl og æfingar. Kraft sagði meðal annars frá því að Brady væri á fullu að æfa í dag nú þegar fimm mánuðir eru í að tímabilið hefjist.
NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Sjá meira