Bretinn James Corden heldur utan um dagskráliðinn í þætti sínum The Late Late Show en í síðustu viku var dagur rauða nefsins í Bretlandi og tók spjallþáttstjórnandinn í tilefni af því drengina í Take That á rúntinn.
Þeir Gary Barlow, Howard Donald og Mark Owen settust upp í bíl með Corden og sungu með honum þekkt lög með bandinu á rúntinum um Los Angeles.
Corden táraðist á einum tímapunkti á rúntinum, en hann hefur verið mikil aðdáandi sveitarinnar í mörg ár. Í ljós kom að fáir þekkja í raun bresku hljómsveitina Take That í Bandaríkjunum.
Hér að neðan má sjá útkomuna.