Flugdólgur í flugvél WOW air lét öllum illum látum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. mars 2017 09:00 Erfiðlega gekk að róa manninn niður og var því ákveðið að kalla til lögreglu. Lögregla kom um borð í vélina við lendingu á Keflavíkurflugvelli og handtók manninn. vísir/garðar k. Lögreglan á Suðurnesjum handtók á þriðjudag farþega sem hafði látið illum látum um borð í vél WOW air frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var drukkinn og hafði veist að öðrum farþega í vélinni. Farþegum hefur verið boðin áfallahjálp vegna málsins.Reiddist þegar honum var bannað að fara á klósettið Atvikið átti sér stað við lendingu þegar maðurinn, sem er íslenskur, hugðist fara á salernið. Salernisferðir eru hins vegar óheimilar við lendingu og bað flugliði því manninn um að bíða um stund. Maðurinn brást ókvæða við og hóf að öskra á flugþjóninn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að róa manninn niður. Maðurinn fór þá að áreita aðra farþega vélarinnar. Hrópaði hann meðal annars ókvæðisorðum að erlendum karlmanni sem sat í sætaröðinni fyrir framan, áður en hann stóð upp og veittist að manninum. Hinn farþegann sakaði ekki alvarlega, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Kominn á bannlista og farþegar fá áfallahjálp Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum sem beið vélarinnar við lendingu. Tveir lögreglumenn voru fengnir til þess að fara um borð í vélina og handtaka manninn. Hann fékk að sofa úr sér og hefur verið yfirheyrður. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún staðfestir þó að maður hafi látið ófriðlega um borð í vélinni. Áhöfnin fylgi ákveðnum verkferlum þegar slík atvik eigi sér stað. Þá segir hún að þeim farþegum sem urðu fyrir áreiti hafi verið boðin áfallahjálp og segir manninn kominn á bannlista hjá WOW air. Að öðru leyti sé málið á forræði lögreglunnar á Suðurnesjum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók á þriðjudag farþega sem hafði látið illum látum um borð í vél WOW air frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var drukkinn og hafði veist að öðrum farþega í vélinni. Farþegum hefur verið boðin áfallahjálp vegna málsins.Reiddist þegar honum var bannað að fara á klósettið Atvikið átti sér stað við lendingu þegar maðurinn, sem er íslenskur, hugðist fara á salernið. Salernisferðir eru hins vegar óheimilar við lendingu og bað flugliði því manninn um að bíða um stund. Maðurinn brást ókvæða við og hóf að öskra á flugþjóninn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að róa manninn niður. Maðurinn fór þá að áreita aðra farþega vélarinnar. Hrópaði hann meðal annars ókvæðisorðum að erlendum karlmanni sem sat í sætaröðinni fyrir framan, áður en hann stóð upp og veittist að manninum. Hinn farþegann sakaði ekki alvarlega, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Kominn á bannlista og farþegar fá áfallahjálp Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum sem beið vélarinnar við lendingu. Tveir lögreglumenn voru fengnir til þess að fara um borð í vélina og handtaka manninn. Hann fékk að sofa úr sér og hefur verið yfirheyrður. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún staðfestir þó að maður hafi látið ófriðlega um borð í vélinni. Áhöfnin fylgi ákveðnum verkferlum þegar slík atvik eigi sér stað. Þá segir hún að þeim farþegum sem urðu fyrir áreiti hafi verið boðin áfallahjálp og segir manninn kominn á bannlista hjá WOW air. Að öðru leyti sé málið á forræði lögreglunnar á Suðurnesjum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Sjá meira
Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17