Tekist á um mislæg gatnamót: „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út af kortinu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2017 14:51 Jón Gunnarsson og Hjálmar Sveinsson Vísir Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tókust á um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Samgönguráðherra hefur sagt að erfiðaasti flöskuhálsinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu séu umrædd gatnamót og vill hann að reist verði mislæg gatnamót, líkt og hugmyndir hafa áður gert ráð fyrir, til þess að liðka til fyrir umferð. Hjálmar Sveinsson rifjaði hins vegar upp að slík gatnamót hafi verið á dagskrá en tekin út af dagskrá vegna vilja íbúa hverfisins í grennd við gatnamótin. „Það er kannski lærdómurinn sem við drögum af því að það sem einu sinni þótti sjálfsagt, að setja mislæg gatnamót niður í borginin, er það ekki lengur. Fólk í næsta nágrenni óttast mjög mikla og mjög hraða bílaumferð. Þetta er reynsla sem er úr öllum borgum allstaðar,“ sagði Hjálmar. Sagði hann að áhersla sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu væri á að létta á umferð með því að auka veg almenningsamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda.Umferðin getur verið þung í borginnivísir/pjeturSagði gatnamótin mikinn farartálma í núverandi mynd Jón Gunnarssonar var sammála því að auka ætti veg almenningsamgangna og að ríkið styddi sveitarfélögin í höfuðborgarsvæðinu í því verkefni. Öllum væri þó ljóst að eitthvað þyrfti að gera á gatnamótunum svo greiða mætti fyrir umferð. „Það þekkja það allir sem fara um þessi gatnamót hversu mikill farartálmi þau eru, hversu mikil umferð þarna stoppast. Við erum ekkert að fara að vinna á því með bættum almenningsamgöngum eða fólk ætli að fara að labba og hjóla,“ sagði Jón. Sagði hann Vegagerðina vera sammála sér um þörfin á gatnamótunum og taka þyrfti tillit til þeirrar miklu umferðaraukningar sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hjálmar kannaðist þó ekki við að Vegagerðin, né ríkisvaldið, hefðu sýnt gatnamótunum mikinn áhuga og benti á að þau mættu ekki finna á síðustu samgönguáætlunum, nema þá í mýflugumynd. Þá væri borgin, ásamt Vegagerðinni, að vinna umfangsmikla greiningarvinnuá á 36 gatnamótum til þess að skoða hvað mætti gera til að greiða fyrir umferð. „Mér finnst hvorki að ríkisvaldið né vegagerðin hafa fylgt þessu áhugamáli sínu eftir,“ sagði Hjálmar. Þessu var Jón ósammála og sagði Hjálmar ekki geta skrifað það á ríkið eða Vegagerðina að gatnamótin væru ekki á áætlun. Það skrifaðist fyrst og fremst á borgina. „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út. Það er ástæðan fyrir því.“ Skipulag Víglínan Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tókust á um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Samgönguráðherra hefur sagt að erfiðaasti flöskuhálsinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu séu umrædd gatnamót og vill hann að reist verði mislæg gatnamót, líkt og hugmyndir hafa áður gert ráð fyrir, til þess að liðka til fyrir umferð. Hjálmar Sveinsson rifjaði hins vegar upp að slík gatnamót hafi verið á dagskrá en tekin út af dagskrá vegna vilja íbúa hverfisins í grennd við gatnamótin. „Það er kannski lærdómurinn sem við drögum af því að það sem einu sinni þótti sjálfsagt, að setja mislæg gatnamót niður í borginin, er það ekki lengur. Fólk í næsta nágrenni óttast mjög mikla og mjög hraða bílaumferð. Þetta er reynsla sem er úr öllum borgum allstaðar,“ sagði Hjálmar. Sagði hann að áhersla sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu væri á að létta á umferð með því að auka veg almenningsamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda.Umferðin getur verið þung í borginnivísir/pjeturSagði gatnamótin mikinn farartálma í núverandi mynd Jón Gunnarssonar var sammála því að auka ætti veg almenningsamgangna og að ríkið styddi sveitarfélögin í höfuðborgarsvæðinu í því verkefni. Öllum væri þó ljóst að eitthvað þyrfti að gera á gatnamótunum svo greiða mætti fyrir umferð. „Það þekkja það allir sem fara um þessi gatnamót hversu mikill farartálmi þau eru, hversu mikil umferð þarna stoppast. Við erum ekkert að fara að vinna á því með bættum almenningsamgöngum eða fólk ætli að fara að labba og hjóla,“ sagði Jón. Sagði hann Vegagerðina vera sammála sér um þörfin á gatnamótunum og taka þyrfti tillit til þeirrar miklu umferðaraukningar sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hjálmar kannaðist þó ekki við að Vegagerðin, né ríkisvaldið, hefðu sýnt gatnamótunum mikinn áhuga og benti á að þau mættu ekki finna á síðustu samgönguáætlunum, nema þá í mýflugumynd. Þá væri borgin, ásamt Vegagerðinni, að vinna umfangsmikla greiningarvinnuá á 36 gatnamótum til þess að skoða hvað mætti gera til að greiða fyrir umferð. „Mér finnst hvorki að ríkisvaldið né vegagerðin hafa fylgt þessu áhugamáli sínu eftir,“ sagði Hjálmar. Þessu var Jón ósammála og sagði Hjálmar ekki geta skrifað það á ríkið eða Vegagerðina að gatnamótin væru ekki á áætlun. Það skrifaðist fyrst og fremst á borgina. „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út. Það er ástæðan fyrir því.“
Skipulag Víglínan Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira