Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 12:30 Ferðamenn komust ekki lengra en að borðanum við Silfru í gær. Vísir/Jóhann K. Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. Fyrirtækin níu sem bjóða upp á köfun í Silfru gangast undir hertari reglur um starfsemi á svæðinu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og níu aðilar í ferðaþjónustu sem bjóða upp á köfun í Silfru, hittust á fundi í Umhverfisráðuneytinu klukkan 11 í morgun þar sem hertari fyrirmæli vegna köfunar í gjánni voru rædd, en sömu aðilar funduðu í gær eftir að Silfru var lokað eftir banaslys þar á föstudag. Á fundinum í gær lagði þjóðgarðsvörður fyrir hertari reglur í sex liðum sem eru íþyngjandi fyrir fyrirtækin sem á svæðinu starfa. Meðal þess sem farið er fram á í nýju reglunum er að ferðamönnum sem kafa í gjánni verði fækkað á hvern leiðsögumann, eftirlit með andlegum og líkamlegum burðum ferðamanna sem ætla að kafa verði hert, aðgangsstýring og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Þá er einnig gert krafa um að kafarar hafi reynslu af notkun þurrbúninga. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum sagði að öll fyrirtækin hafi tekið vel í hertari reglur á svæðinu.Silfra hefur verið lokað frá því í gær.Vísir/Jóhann K.Verður Silfra opnuð á morgun?„Ég geri ráð fyrir því, það er ekki endanlega ljóst en fundinum miðar vel. Það er eitt minnihátar atriði sem er verið að ræða en að öðru leyti sýnist mér að þetta náist,“ segir Ólafur Örn.Eru ferðaþjónustufyrirtækin tilbúin til þess að beygja sig undir þær reglur sem þið hafið sett?„Ég vil ekki endilega nota orðið að beygja sig. Þau hafa að undanförnum mánuðum verið að styrkja öryggiskröfur sínar og þeir líta á þetta sem viðfangsefni sitt þannig að mér sýnist að það sé einhugur og meining allra þó að það þurfi að ræða einhversskonar smávægileg útfærsluatriði,“segir Ólafur Örn.Hvernig verður fylgst með að fyrirtækin fari eftir þessum reglum?„Við munum koma þarna upp eftirlitskerfi þar sem verður litið eftir þessu, kannski ekki á hverjum degi en með tilviljunakenndum hætti.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. Fyrirtækin níu sem bjóða upp á köfun í Silfru gangast undir hertari reglur um starfsemi á svæðinu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og níu aðilar í ferðaþjónustu sem bjóða upp á köfun í Silfru, hittust á fundi í Umhverfisráðuneytinu klukkan 11 í morgun þar sem hertari fyrirmæli vegna köfunar í gjánni voru rædd, en sömu aðilar funduðu í gær eftir að Silfru var lokað eftir banaslys þar á föstudag. Á fundinum í gær lagði þjóðgarðsvörður fyrir hertari reglur í sex liðum sem eru íþyngjandi fyrir fyrirtækin sem á svæðinu starfa. Meðal þess sem farið er fram á í nýju reglunum er að ferðamönnum sem kafa í gjánni verði fækkað á hvern leiðsögumann, eftirlit með andlegum og líkamlegum burðum ferðamanna sem ætla að kafa verði hert, aðgangsstýring og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Þá er einnig gert krafa um að kafarar hafi reynslu af notkun þurrbúninga. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum sagði að öll fyrirtækin hafi tekið vel í hertari reglur á svæðinu.Silfra hefur verið lokað frá því í gær.Vísir/Jóhann K.Verður Silfra opnuð á morgun?„Ég geri ráð fyrir því, það er ekki endanlega ljóst en fundinum miðar vel. Það er eitt minnihátar atriði sem er verið að ræða en að öðru leyti sýnist mér að þetta náist,“ segir Ólafur Örn.Eru ferðaþjónustufyrirtækin tilbúin til þess að beygja sig undir þær reglur sem þið hafið sett?„Ég vil ekki endilega nota orðið að beygja sig. Þau hafa að undanförnum mánuðum verið að styrkja öryggiskröfur sínar og þeir líta á þetta sem viðfangsefni sitt þannig að mér sýnist að það sé einhugur og meining allra þó að það þurfi að ræða einhversskonar smávægileg útfærsluatriði,“segir Ólafur Örn.Hvernig verður fylgst með að fyrirtækin fari eftir þessum reglum?„Við munum koma þarna upp eftirlitskerfi þar sem verður litið eftir þessu, kannski ekki á hverjum degi en með tilviljunakenndum hætti.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00
Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30