Erlent

Mágur Margrétar Dana­drottningar er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ríkharður af Berleburg og Benedikta, yngri systir Margrétar Danadrottningar.
Ríkharður af Berleburg og Benedikta, yngri systir Margrétar Danadrottningar. Vísir/Getty

Ríkharður prins, mágur Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er látinn, 82 ára að aldri. Frá þessu greindi skrifstofa dönsku konungshallarinnar í dag.



Ríkharður af Berleburg var eiginmaður Benediktu, yngri systur Margrétar drottningar.



Benedikta og Ríkharður gengu í hjónaband árið 1968 og eiga þau þrjú börn, Gústaf prins, Alexöndru prinsessu og Natalíu prinsessu.



Ríkharður hét réttu nafni Richard Casimir Karl August Konstantin zu Sayn-Wittgenstein-Berleburg og var sonur sænsku furstynjunnar Margaretu, sem var vinkona Ingiríðar Danadrottningar, og Gustav Albrecht prins, ritmeistara í þýska hernum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.



Gustav Albrecht, faðir Ríkharðs, fórst í seinna stríði, þegar Ríkharður var fimm ára gamall. Ríkharður og móðir hans flúðu þá til Svíþjóðar þar til að hann dvaldi þar til hann sneri aftur til Þýskalands til að nema lögfræði.



Setur Berleburg-fjölskyldunnar er í Bad Berleburg í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×