Nýr formaður VR vill lægri laun: „Þetta er bara prinsippmál“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2017 15:35 Ragnar fékk tæplega 63 prósent atkvæða í formannskosningunni. vísir/stefán Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, ætlar að fara fram á það við stjórn verkalýðsfélagsins að laun hans verði lækkuð. Hann segir fullkomlega óeðlilegt að formaður félagsins hækki meira í launum en hann sé tilbúinn til að semja um fyrir sína félagsmenn. Laun formanns VR hafa hækkað um ríflega 43 prósent á síðustu tveimur árum og eru nú um 1.410 þúsund krónur með ökutækjastyrk. Á sama tíma hafa laun félagsmanna VR hækkað um 12,6 prósent. Ragnar hyggst fara fram að laun sín verði lækkuð um um það bil 300 þúsund krónur. „Þetta finnst mér algjörlega út úr kortinu. Það var gerð ákveðin sátt árið 2009 þegar við vorum í hallarbyltingu um launakjör formanns. Sú sátt finnst mér hafa verið rofin og ég mun lækka launin mín í samræmi við það. Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég mun allavega þessar hækkanir til baka,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Ég ætla ekki að hækka meira í launum en ég er tilbúinn til að semja um fyrir mína félagsmenn. Þetta er bara prinsipp-mál.“ Sem fyrr segir er Ragnar Þór nýkjörinn formaður VR. Hann sigraði í dag í formannskosningu félagsins með tæplega 63 prósent atkvæða, og tekur þar af leiðandi við af Ólafíu B. Rafnsdóttur sem hefur verið formaður frá árinu 2013. Ólafía hlaut 37 prósent atkvæða.Ætlar að beita sér gegn SALEK Aðspurður segir Ragnar þetta nýja starf leggjast vel í sig, en hann hefur setið í stjórn VR síðastliðin átta ár. Fyrst og fremst muni hann vinna að ytra starfi félagsins, en hans fyrsta verkefni verði að koma saman nýrri stjórn. „Þetta mun fyrst og fremst snúa að ytra starfi félagsins. Innra starf félagsins er mjög traust. Ég mun til dæmis, ásamt stjórninni, beita mér fyrir afnámi verðtryggingar, svo er það baráttan gegn vaxtaokri og svo þurfum við að beita okkur meira í húsnæðismálum,“ segir Ragnar, aðspurður um hans helstu áherslumál. Ragnar er jafnframt mjög gagnrýninn á SALEK-samkomulagið svokallaða, og segir launastefnuna svik við launafólk. „Launafólk hefur í síðustu þremur kjarasamningum sýnt ábyrgð og hófsemi í okkar kröfum. Á meðan hafa ráðamenn, fyrirtæki og fjármálastofnanir verið að greiða sér arð og í rauninni algjörlega taktlaus við að halda hérna einhverjum ímynduðum stöðugleika. Þannig að traustið er einfaldlega ekki til staðar,“ segir hann. SALEK snúist fyrst og fremst um það að halda niðri kjarabaráttu annarra stétta. „Ég get ekki tekið undir þá stefnu að ráðast á aðrar stéttir sem eru að fá mjög réttmætar kjartabætur. Það er eitt af því sem SALEK samkomulagið snýst um, og það er það sem mér finnst svik við launafólk.“VR ekki hlustað á vilja félagsmanna Ragnar segir VR ekki hafa hlustað á vilja félagsmanna, sem sé það sem hann sé hvað ósáttastur við. Ljóst sé með afgerandi niðurstöðu úr formannskjörinu að fólk vilji breytingar. „Vilji félagsmanna er greinilega sá að félagsmenn vilja víkka út kjarabaráttuna. Grunnþjónustan er kjaramál. Heilbrigðisþjónustan er kjaramál. Vextirnir og verðtryggingin eru kjaramál. Húsnæðismálin eru kjaramál, ekki bara einhver prósentubrot umfram verðbólguspár í hækkanir. Það er þetta sem að félagsmenn eru að biðja um. Þeir vilja fá hreyfinguna til fólksins. Ég ætla mér að blása lífi í þessa baráttu. Við breytum ekki heiminum á einum degi. En eftir því sem við erum fleiri sem komum að þessu og höfum þessa sýn á þessar breytingar þeim mun líklegra er að okkur takist þetta ætlunarverk.“ Tengdar fréttir Ragnar Þór nýr formaður VR Fékk tæplega 63 prósent atkvæða. 14. mars 2017 13:52 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, ætlar að fara fram á það við stjórn verkalýðsfélagsins að laun hans verði lækkuð. Hann segir fullkomlega óeðlilegt að formaður félagsins hækki meira í launum en hann sé tilbúinn til að semja um fyrir sína félagsmenn. Laun formanns VR hafa hækkað um ríflega 43 prósent á síðustu tveimur árum og eru nú um 1.410 þúsund krónur með ökutækjastyrk. Á sama tíma hafa laun félagsmanna VR hækkað um 12,6 prósent. Ragnar hyggst fara fram að laun sín verði lækkuð um um það bil 300 þúsund krónur. „Þetta finnst mér algjörlega út úr kortinu. Það var gerð ákveðin sátt árið 2009 þegar við vorum í hallarbyltingu um launakjör formanns. Sú sátt finnst mér hafa verið rofin og ég mun lækka launin mín í samræmi við það. Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég mun allavega þessar hækkanir til baka,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Ég ætla ekki að hækka meira í launum en ég er tilbúinn til að semja um fyrir mína félagsmenn. Þetta er bara prinsipp-mál.“ Sem fyrr segir er Ragnar Þór nýkjörinn formaður VR. Hann sigraði í dag í formannskosningu félagsins með tæplega 63 prósent atkvæða, og tekur þar af leiðandi við af Ólafíu B. Rafnsdóttur sem hefur verið formaður frá árinu 2013. Ólafía hlaut 37 prósent atkvæða.Ætlar að beita sér gegn SALEK Aðspurður segir Ragnar þetta nýja starf leggjast vel í sig, en hann hefur setið í stjórn VR síðastliðin átta ár. Fyrst og fremst muni hann vinna að ytra starfi félagsins, en hans fyrsta verkefni verði að koma saman nýrri stjórn. „Þetta mun fyrst og fremst snúa að ytra starfi félagsins. Innra starf félagsins er mjög traust. Ég mun til dæmis, ásamt stjórninni, beita mér fyrir afnámi verðtryggingar, svo er það baráttan gegn vaxtaokri og svo þurfum við að beita okkur meira í húsnæðismálum,“ segir Ragnar, aðspurður um hans helstu áherslumál. Ragnar er jafnframt mjög gagnrýninn á SALEK-samkomulagið svokallaða, og segir launastefnuna svik við launafólk. „Launafólk hefur í síðustu þremur kjarasamningum sýnt ábyrgð og hófsemi í okkar kröfum. Á meðan hafa ráðamenn, fyrirtæki og fjármálastofnanir verið að greiða sér arð og í rauninni algjörlega taktlaus við að halda hérna einhverjum ímynduðum stöðugleika. Þannig að traustið er einfaldlega ekki til staðar,“ segir hann. SALEK snúist fyrst og fremst um það að halda niðri kjarabaráttu annarra stétta. „Ég get ekki tekið undir þá stefnu að ráðast á aðrar stéttir sem eru að fá mjög réttmætar kjartabætur. Það er eitt af því sem SALEK samkomulagið snýst um, og það er það sem mér finnst svik við launafólk.“VR ekki hlustað á vilja félagsmanna Ragnar segir VR ekki hafa hlustað á vilja félagsmanna, sem sé það sem hann sé hvað ósáttastur við. Ljóst sé með afgerandi niðurstöðu úr formannskjörinu að fólk vilji breytingar. „Vilji félagsmanna er greinilega sá að félagsmenn vilja víkka út kjarabaráttuna. Grunnþjónustan er kjaramál. Heilbrigðisþjónustan er kjaramál. Vextirnir og verðtryggingin eru kjaramál. Húsnæðismálin eru kjaramál, ekki bara einhver prósentubrot umfram verðbólguspár í hækkanir. Það er þetta sem að félagsmenn eru að biðja um. Þeir vilja fá hreyfinguna til fólksins. Ég ætla mér að blása lífi í þessa baráttu. Við breytum ekki heiminum á einum degi. En eftir því sem við erum fleiri sem komum að þessu og höfum þessa sýn á þessar breytingar þeim mun líklegra er að okkur takist þetta ætlunarverk.“
Tengdar fréttir Ragnar Þór nýr formaður VR Fékk tæplega 63 prósent atkvæða. 14. mars 2017 13:52 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira