Ölduspá og viðvörunarkerfi í Reynisfjöru Garðar Örn Úlfarsson og Svavar Hávarðsson skrifa 15. mars 2017 06:00 Stöðugt leika ferðamenn sér að eldinum, en nýtt viðvörunarkerfi gæti bætt ástandið. vísir/vilhelm Þróuð verður ölduspá og viðvörunarkerfi fyrir ferðamannafjörurnar á Suðurlandi; Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Þetta er ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, og samkvæmt tillögu vinnuhóps Stjórnstöðvar ferðamála um brýnar úrbætur í öryggismálum. Markmiðið með verkefninu er að geta spáð um það með nokkurra daga fyrirvara hvenær hættulegar aðstæður skapast, svo að hægt verði að vara sérstaklega við því og mögulega auka gæslu, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Til að þetta sé unnt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað, og er þess vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun strax á þessu ári. Ráðherra hefur óskað formlega eftir því við Ferðamálastofu að hún gangi til samninga við Vegagerðina um framkvæmd á verkefninu. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúmar 20 milljónir króna og hefur ráðherra ákveðið að nýta í verkefnið fé sem lagt var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á síðasta ári í þágu öryggismála. Ráðherra kynnir verkefnið formlega á blaðamannafundi í dag þar sem einnig verður greint frá rúmlega 600 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til 58 verkefna víðsvegar um landið. Fréttablaðið fjallaði um málið í byrjun febrúar, og talaði þá við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá Vegagerðinni, en hugmyndin er hans. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, segir lögregluna hafa verið með nokkrar hugmyndir varðandi öryggi í Reynisfjöru í samstarfi við mismunandi aðila. Ein þeirra sé að nota öldulíkan Vegagerðarinnar til að spá um hættulegar öldur. „Hugmyndin er að það liggi alltaf fyrir spá einhverja daga fram í tímann. Hugmyndin er líka að vera með einhver ljósamerki á staðnum þá daga sem aðstæður eru verri og full ástæða til að vera með blikkljós og fána eða eitthvað slíkt,“ segir Víðir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þróuð verður ölduspá og viðvörunarkerfi fyrir ferðamannafjörurnar á Suðurlandi; Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Þetta er ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, og samkvæmt tillögu vinnuhóps Stjórnstöðvar ferðamála um brýnar úrbætur í öryggismálum. Markmiðið með verkefninu er að geta spáð um það með nokkurra daga fyrirvara hvenær hættulegar aðstæður skapast, svo að hægt verði að vara sérstaklega við því og mögulega auka gæslu, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Til að þetta sé unnt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað, og er þess vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun strax á þessu ári. Ráðherra hefur óskað formlega eftir því við Ferðamálastofu að hún gangi til samninga við Vegagerðina um framkvæmd á verkefninu. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúmar 20 milljónir króna og hefur ráðherra ákveðið að nýta í verkefnið fé sem lagt var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á síðasta ári í þágu öryggismála. Ráðherra kynnir verkefnið formlega á blaðamannafundi í dag þar sem einnig verður greint frá rúmlega 600 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til 58 verkefna víðsvegar um landið. Fréttablaðið fjallaði um málið í byrjun febrúar, og talaði þá við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá Vegagerðinni, en hugmyndin er hans. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, segir lögregluna hafa verið með nokkrar hugmyndir varðandi öryggi í Reynisfjöru í samstarfi við mismunandi aðila. Ein þeirra sé að nota öldulíkan Vegagerðarinnar til að spá um hættulegar öldur. „Hugmyndin er að það liggi alltaf fyrir spá einhverja daga fram í tímann. Hugmyndin er líka að vera með einhver ljósamerki á staðnum þá daga sem aðstæður eru verri og full ástæða til að vera með blikkljós og fána eða eitthvað slíkt,“ segir Víðir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00