Bottas: Verð ekki skelfingu lostin ef Hamilton verður fljótari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. mars 2017 18:15 Valtteri Bottas um borð í Mercedes bílnum. Vísir/Getty Valtteri Bottas hefur mikið að sanna í fyrstu keppni Formúlu 1 tímabilsins, sem fer fram í Ástralíu aðra helgi. Bottas segir að hann verði ekki skelfingu lostinn ef Lewis Hamilton verður fljótari en hann. Pressan á Bottas hefur aldrei verið meiri. Hann kom frá Williams liðinu til Mercedes í byrjun árs þegar heimsmeistarinn Nico Rosberg ákvað að henda hjálminum upp í hillu. „Það hefur alltaf verið markmiðið mitt að sitja í bíl sem er sá besti í heimi. Þökk sé Nico þá er þetta að gerast. Ég mun standa mig,“ sagði Bottas í viðtali við Sport Bild. „Ég finn ekki fyrir meiri pressu en áður. Ég upplifi þetta þannig að mér hafi verið veitt einstakt tækifæri. Ég fæ að aka besta Formúlu 1 bíl sögunnar. Ég hef svo miklu meira að vinna en tapa.“ Bottas er spenntur að sjá hvernig hann stendur sig í samanburði við liðsfélaga sinn, Hamilton. „Hann er raunverulega viðmiðið. Það verður áhugavert að sjá hvernig hann stillir upp bílnum og hvernig akstursstíll hans er. Ég er að fylgjast með þreföldum heimsmeistara að störfum. Að missa af slíku tækifæri væri heimskulegt.“ „Ég mun ekki gefast upp og verða skelfingu lostinn ef Lewis er fljótari. Frá fyrstu keppni verð ég að vera algjörlega einbeittur en ég veit að ég þarf að læra mikið á skömmum tíma.“ Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu þann 26. mars. Þá kemur almennilega í ljós hver goggunarröðin er í Formúlu 1 þetta tímabilið. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45 Valtteri Bottas fljótastur á öðrum æfingadegi Finnski ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas var fljótastur á öðrum degi seinni æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull fór lengst, 102 hringi. 8. mars 2017 23:00 Force India kynnir bleikan bíl Force India liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýtt útlit á bíl liðsins. Bíllinn sem var silfur-grár að megninu til er orðinn bleikur að mestu leyti. 14. mars 2017 20:30 Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Valtteri Bottas hefur mikið að sanna í fyrstu keppni Formúlu 1 tímabilsins, sem fer fram í Ástralíu aðra helgi. Bottas segir að hann verði ekki skelfingu lostinn ef Lewis Hamilton verður fljótari en hann. Pressan á Bottas hefur aldrei verið meiri. Hann kom frá Williams liðinu til Mercedes í byrjun árs þegar heimsmeistarinn Nico Rosberg ákvað að henda hjálminum upp í hillu. „Það hefur alltaf verið markmiðið mitt að sitja í bíl sem er sá besti í heimi. Þökk sé Nico þá er þetta að gerast. Ég mun standa mig,“ sagði Bottas í viðtali við Sport Bild. „Ég finn ekki fyrir meiri pressu en áður. Ég upplifi þetta þannig að mér hafi verið veitt einstakt tækifæri. Ég fæ að aka besta Formúlu 1 bíl sögunnar. Ég hef svo miklu meira að vinna en tapa.“ Bottas er spenntur að sjá hvernig hann stendur sig í samanburði við liðsfélaga sinn, Hamilton. „Hann er raunverulega viðmiðið. Það verður áhugavert að sjá hvernig hann stillir upp bílnum og hvernig akstursstíll hans er. Ég er að fylgjast með þreföldum heimsmeistara að störfum. Að missa af slíku tækifæri væri heimskulegt.“ „Ég mun ekki gefast upp og verða skelfingu lostinn ef Lewis er fljótari. Frá fyrstu keppni verð ég að vera algjörlega einbeittur en ég veit að ég þarf að læra mikið á skömmum tíma.“ Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu þann 26. mars. Þá kemur almennilega í ljós hver goggunarröðin er í Formúlu 1 þetta tímabilið.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45 Valtteri Bottas fljótastur á öðrum æfingadegi Finnski ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas var fljótastur á öðrum degi seinni æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull fór lengst, 102 hringi. 8. mars 2017 23:00 Force India kynnir bleikan bíl Force India liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýtt útlit á bíl liðsins. Bíllinn sem var silfur-grár að megninu til er orðinn bleikur að mestu leyti. 14. mars 2017 20:30 Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45
Valtteri Bottas fljótastur á öðrum æfingadegi Finnski ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas var fljótastur á öðrum degi seinni æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull fór lengst, 102 hringi. 8. mars 2017 23:00
Force India kynnir bleikan bíl Force India liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýtt útlit á bíl liðsins. Bíllinn sem var silfur-grár að megninu til er orðinn bleikur að mestu leyti. 14. mars 2017 20:30
Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30