Fengu símtal eftir að Gunnar lýsti því sjálfur yfir að hann vildi berjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2017 19:00 Eftir þrálátar tilraunir umboðsmanna Gunnars Nelson var það eiginlega hann sjálfur sem tryggði sér bardagann á móti Alan Jouban á laugardaginn. Gunnar Nelson snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru á laugardaginn þegar hann berst við Bandaríkjamanninn Alan Jouban í O2-höllinni í London. Haraldur Nelson, faðir hans og annar tveggja umboðsmanna, fagnar því að sonurinn sé aftur á leið í bardaga eftir að verða af bardaga í Dyflinni í nóvember í fyrra. „Það tók alveg á. Það var ömurlegt að missa af aðalbardaga og þurfa að hætta við það og allan spenninginn sem var í Írlandi fyrir því. En svona er þetta. Það tók smá tíma að koma til baka en það gerist á laugardaginn,“ segir Haraldur. Haraldur og hinn umboðsmaður Gunnars, Bandaríkjamaðurinn Audie Attar, voru búnir að lýsa því yfir að Gunnar vildi berjast í London en viðbrögðin af hálfu UFC voru ekki mikil. Það gerðist ekkert fyrr en Gunnar lét sjálfur vita af sér. „Kannski höfðu þeir einhverjar áhyggjur af því að Gunni væri ekki orðinn alveg heill í ökklanum. Síðan lýsti Gunni sjálfur því yfir í viðtali að hann vildi berjast í London og þá tveimur dögum seinna fékk ég símtal þar sem UFC vildi endilega setja hann á kortið,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að erfiðlega gekk að koma Gunnari aftur í búrið að þessu sinni segir Haraldur stöðu sonarsins innan UFC vera góða. „Í raun og veru held ég að hún hafi ekkert breyst. Við vorum aðeins að spá í þessu þegar að það var ekki haft samband út af London-kortinu en svo voru þeir orðnir mjög spenntir að fá hann inn,“ segir Haraldur Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). MMA Tengdar fréttir Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00 Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30 „Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00 Jón Viðar: Tilfinningin er eins og að þú sért fótbrotinn Gunnar Nelson hugsar oftast lítið um andstæðinginn þegar hann berst en hann er að undirbúa sig fyrir helsta vopn Alans Joubans. 15. mars 2017 16:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Sjá meira
Eftir þrálátar tilraunir umboðsmanna Gunnars Nelson var það eiginlega hann sjálfur sem tryggði sér bardagann á móti Alan Jouban á laugardaginn. Gunnar Nelson snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru á laugardaginn þegar hann berst við Bandaríkjamanninn Alan Jouban í O2-höllinni í London. Haraldur Nelson, faðir hans og annar tveggja umboðsmanna, fagnar því að sonurinn sé aftur á leið í bardaga eftir að verða af bardaga í Dyflinni í nóvember í fyrra. „Það tók alveg á. Það var ömurlegt að missa af aðalbardaga og þurfa að hætta við það og allan spenninginn sem var í Írlandi fyrir því. En svona er þetta. Það tók smá tíma að koma til baka en það gerist á laugardaginn,“ segir Haraldur. Haraldur og hinn umboðsmaður Gunnars, Bandaríkjamaðurinn Audie Attar, voru búnir að lýsa því yfir að Gunnar vildi berjast í London en viðbrögðin af hálfu UFC voru ekki mikil. Það gerðist ekkert fyrr en Gunnar lét sjálfur vita af sér. „Kannski höfðu þeir einhverjar áhyggjur af því að Gunni væri ekki orðinn alveg heill í ökklanum. Síðan lýsti Gunni sjálfur því yfir í viðtali að hann vildi berjast í London og þá tveimur dögum seinna fékk ég símtal þar sem UFC vildi endilega setja hann á kortið,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að erfiðlega gekk að koma Gunnari aftur í búrið að þessu sinni segir Haraldur stöðu sonarsins innan UFC vera góða. „Í raun og veru held ég að hún hafi ekkert breyst. Við vorum aðeins að spá í þessu þegar að það var ekki haft samband út af London-kortinu en svo voru þeir orðnir mjög spenntir að fá hann inn,“ segir Haraldur Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
MMA Tengdar fréttir Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00 Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30 „Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00 Jón Viðar: Tilfinningin er eins og að þú sért fótbrotinn Gunnar Nelson hugsar oftast lítið um andstæðinginn þegar hann berst en hann er að undirbúa sig fyrir helsta vopn Alans Joubans. 15. mars 2017 16:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Sjá meira
Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00
Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00
Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30
„Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00
Jón Viðar: Tilfinningin er eins og að þú sért fótbrotinn Gunnar Nelson hugsar oftast lítið um andstæðinginn þegar hann berst en hann er að undirbúa sig fyrir helsta vopn Alans Joubans. 15. mars 2017 16:00