Staða barna í Sýrlandi aldrei verri en nú Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 22:34 Lítil stúlka í Aleppó. vísir/getty Sex ár eru í dag liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst en upphaf hennar má rekja til mótmæla gegn forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, þann 15. mars 2011. Enn sér ekki fyrir endann á styrjöldinni sem hefur haft vægast hræðilegar afleiðingar þar sem meira en 450 þúsund Sýrlendingar hafa týnt lífi, meira en milljón hefur særst í átökunum og meira en helmingur íbúa Sýrlands hefur þurft að leggja á flótta. Ríkisstjórn Assad svaraði mótmælunum sem hófust í mars 2011 með hörku þar sem hundruð mótmælenda voru myrtir og fjöldi annarra voru handteknir. Í júlí sama ár hófst svo vopnuð uppreisn nokkurra hermanna úr sýrlenska hernum. Sá hópur sem farið hefur hvað verst út úr stríðinu eru sýrlensk börn en staða barna hefur aldrei verið verri en nú, sex árum eftir að stríðið hófst. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi segir að sex milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda vegna styrjaldarinnar en það er tólf sinnum meira en árið 2012. Milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín, oft á tíðum ein síns liðs, en dæmi eru um börn sem hafa hrakist á milli allt að sjö mismunandi staða. UNICEF gaf í dag út lag sem heitir á ensku Heartbeat eða „Hjartsláttur.“ Lagið er eftir Zade Dirane og er flutt af 10 ára gamalli blindri stúlku sem er á flótta í Sýrlandi. Myndbandið við lagið var tekið upp á stöðum víðs vegar um Sýrland sem eru rústir einar vegna stríðsins. Þá eru öll börnin sem koma fram í myndbandinu á flótta og taka þátt í verkefnum á vegum UNICEF þar sem þau fá sálrænan stuðning. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sýrland Tengdar fréttir Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02 Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45 Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Sex ár eru í dag liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst en upphaf hennar má rekja til mótmæla gegn forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, þann 15. mars 2011. Enn sér ekki fyrir endann á styrjöldinni sem hefur haft vægast hræðilegar afleiðingar þar sem meira en 450 þúsund Sýrlendingar hafa týnt lífi, meira en milljón hefur særst í átökunum og meira en helmingur íbúa Sýrlands hefur þurft að leggja á flótta. Ríkisstjórn Assad svaraði mótmælunum sem hófust í mars 2011 með hörku þar sem hundruð mótmælenda voru myrtir og fjöldi annarra voru handteknir. Í júlí sama ár hófst svo vopnuð uppreisn nokkurra hermanna úr sýrlenska hernum. Sá hópur sem farið hefur hvað verst út úr stríðinu eru sýrlensk börn en staða barna hefur aldrei verið verri en nú, sex árum eftir að stríðið hófst. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi segir að sex milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda vegna styrjaldarinnar en það er tólf sinnum meira en árið 2012. Milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín, oft á tíðum ein síns liðs, en dæmi eru um börn sem hafa hrakist á milli allt að sjö mismunandi staða. UNICEF gaf í dag út lag sem heitir á ensku Heartbeat eða „Hjartsláttur.“ Lagið er eftir Zade Dirane og er flutt af 10 ára gamalli blindri stúlku sem er á flótta í Sýrlandi. Myndbandið við lagið var tekið upp á stöðum víðs vegar um Sýrland sem eru rústir einar vegna stríðsins. Þá eru öll börnin sem koma fram í myndbandinu á flótta og taka þátt í verkefnum á vegum UNICEF þar sem þau fá sálrænan stuðning. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Sýrland Tengdar fréttir Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02 Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45 Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02
Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45
Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03