Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. mars 2017 18:54 Um helmingur þeirra ferða sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Um þetta var meðal annars fjallað í fréttaskýringu á Stöð 2 í gærkvöldi.Um 50 prósent ferða afbókaðar Rannveig Snorradóttir er forstjóri og eigandi Obeo Travel sem er ferðaheildsala staðsett í Noregi. Obeo selur pakkaferðir til ferðaþjónustufyrirtækja sem selja þær ferðir áfram til ferðamanna og hefur Ísland verið vinsælasti áfangastaður fyrirtækisins undanfarin ár.Hvernig hefur gengið hjá ykkur undanfarin ár að bóka til Íslands? „Það hefur gengið rosalega vel. Síðasti vetur, eða núna 2016-2017, gekk alveg vonum framar. Norðurljósin voru alveg að standa fyrir sínu,” segir Rannveig.Hvernig hafa bókanir fyrir sumarið og næsta sumar gengið? „Þetta er búið að vera margra mánaða ferli að undirbúa sumarið. Að búa til tilboð og bóka pláss á Íslandi hefur reynst tiltölulega erfitt en okkur hefur tekist það. Okkar viðskiptavinir hafa verið að vinna í því í vetur að selja í þessar ferðir,” segir Rannveig. Salan hafi gengið vel en undanfarnar vikur hafi borist margar afbókanir.Veistu hversu margar afbókanir þetta eru hlutfallslega? „Í augnablikinu myndi ég segja að við séum farin að missa næstum 50 prósent af því sem við höfðum bókað. Og erum hrædd um að þetta sé bara byrjunin,” segir Rannveig.Allt of dýrt Skýringin á þessum afbókunum sé alltaf sú sama – verðlag er of óstöðugt og ferðirnar of dýrar.Hvaða viðbrögð fáið þið hjá ykkar viðskiptavinum þegar að þið gefið upp verð fyrir Ísland? „Sjokk. Eigum við ekki bara að orða það þannig. Það eru sérstaklega einstaklingar, þeir hreinlega trúa ekki hvað það getur verið dýrt að skreppa eina helgi til Íslands.”En hvað er það sem er svona dýrt? Fargjöldin, maturinn, gistingin? „Þetta er allt, blanda af öllu,” segir Rannveig.Meiri áhersla á Skandinavíu Hún segir viðskiptavini Obeo farna að leggja meiri áherslu á aðra áfangastaði í Skandinavíu í stað Íslands. „Nú munum við setja meiri kraft í Skandinavíu. Og við erum núna til dæmis að selja ferðir til Namibíu og það er mjög áhugavert að ferðirnar okkar til Namibíu eru minnst helmingi ódýrari heldur en til Íslands. Þannig að það verður auðvelt fyrir okkur að selja þann áfangastað. Þannig að við þurfum bara að ákveða hvaða fókus við tökum sem fyrirtæki,” segir Rannveig. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Um helmingur þeirra ferða sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Um þetta var meðal annars fjallað í fréttaskýringu á Stöð 2 í gærkvöldi.Um 50 prósent ferða afbókaðar Rannveig Snorradóttir er forstjóri og eigandi Obeo Travel sem er ferðaheildsala staðsett í Noregi. Obeo selur pakkaferðir til ferðaþjónustufyrirtækja sem selja þær ferðir áfram til ferðamanna og hefur Ísland verið vinsælasti áfangastaður fyrirtækisins undanfarin ár.Hvernig hefur gengið hjá ykkur undanfarin ár að bóka til Íslands? „Það hefur gengið rosalega vel. Síðasti vetur, eða núna 2016-2017, gekk alveg vonum framar. Norðurljósin voru alveg að standa fyrir sínu,” segir Rannveig.Hvernig hafa bókanir fyrir sumarið og næsta sumar gengið? „Þetta er búið að vera margra mánaða ferli að undirbúa sumarið. Að búa til tilboð og bóka pláss á Íslandi hefur reynst tiltölulega erfitt en okkur hefur tekist það. Okkar viðskiptavinir hafa verið að vinna í því í vetur að selja í þessar ferðir,” segir Rannveig. Salan hafi gengið vel en undanfarnar vikur hafi borist margar afbókanir.Veistu hversu margar afbókanir þetta eru hlutfallslega? „Í augnablikinu myndi ég segja að við séum farin að missa næstum 50 prósent af því sem við höfðum bókað. Og erum hrædd um að þetta sé bara byrjunin,” segir Rannveig.Allt of dýrt Skýringin á þessum afbókunum sé alltaf sú sama – verðlag er of óstöðugt og ferðirnar of dýrar.Hvaða viðbrögð fáið þið hjá ykkar viðskiptavinum þegar að þið gefið upp verð fyrir Ísland? „Sjokk. Eigum við ekki bara að orða það þannig. Það eru sérstaklega einstaklingar, þeir hreinlega trúa ekki hvað það getur verið dýrt að skreppa eina helgi til Íslands.”En hvað er það sem er svona dýrt? Fargjöldin, maturinn, gistingin? „Þetta er allt, blanda af öllu,” segir Rannveig.Meiri áhersla á Skandinavíu Hún segir viðskiptavini Obeo farna að leggja meiri áherslu á aðra áfangastaði í Skandinavíu í stað Íslands. „Nú munum við setja meiri kraft í Skandinavíu. Og við erum núna til dæmis að selja ferðir til Namibíu og það er mjög áhugavert að ferðirnar okkar til Namibíu eru minnst helmingi ódýrari heldur en til Íslands. Þannig að það verður auðvelt fyrir okkur að selja þann áfangastað. Þannig að við þurfum bara að ákveða hvaða fókus við tökum sem fyrirtæki,” segir Rannveig.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira