Hengir Gunnar Nelson þann tólfta á ferlinum í kvöld? | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2017 13:15 Gunnar Nelson vann síðast sigur á Albert Tumenov með hengingartaki. vísir/getty Gunnar Nelson berst í kvöld á móti Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í O2-höllinni í London en Gunnar hefur ekki barist í tíu mánuði. Hann steig síðast inn í búrið þegar hann lagði Rússann Albert Tumenov að velli í Rotterdam í maí á síðasta ári. Gunnar kláraði Tumenov með hengingartaki eins og næstum alla þá sem hann hefur gengið frá í búrinu. Fáir eru betri en Gunnar Nelson í blönduðum bardagalistum þegar kemur að því að glíma í gólfinu en hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Síðan Gunnar hóf atvinnumannaferilinn með bardaga á móti Dananum John Olesen í Kaupmannahöfn fyrir tíu árum síðan hefur hann barist 18 sinnum og fimmtán sinnum sigrað. Ellefu af þessum fimmtán sigrum unnust með hengingartaki og getur hann því náð tólfta hengingarsigrinum í kvöld. Fimm af sex sigrum Gunnars í UFC hafa komið með hengingartaki, þar af síðustu þrír með svokölluðu Rear naked choke sem Gunnar er líklega manna bestur í. Eini maðurinn sem lifði af þrjár lotur með Gunnari en vann ekki var Brasilíumaðurinn Jorge Santiago. Þann bardaga vann Gunnar á stigum í febrúar árið 2013. Hér að neðan má sjá stutt myndband til að koma sér í gírinn fyrir kvöldið en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.00 og það verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Will grappling ace @GunniNelson secure his 12th MMA submission at #UFCLondon? pic.twitter.com/9HSX5x89x6— UFC Canada (@UFC_CA) March 18, 2017 MMA Tengdar fréttir Rísandi stjarna í veltivigt UFC spáir Gunnari sigri en segist geta unnið hann Mickey Gall er hrifinn af Gunnari Nelson og hlakkar til að sjá hann berjast í kvöld en er á því að hann myndi hafa betur í bardaga þeirra á milli. 18. mars 2017 11:30 Gunnar Nelson: Svona er þetta ferðalag Gunnar Nelson telur að hann gæti fengið titilbardaga á næsta ári ef allt gengur vel. Hann snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru í kvöld er hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban. Sá kappi er sýnd veiði en ekki gefin. 18. mars 2017 08:00 Gunnar þurfti að standa úti í kuldanum vegna brunaviðvörunnar á hótelinu Gunnar Nelson og Alan Jouban þurftu að standa úti í kuldanum á meðan athugað var hvað var í gangi. 18. mars 2017 09:04 Gunnar: Get vel trúað að ég berjist um titilinn á næsta ári Gunnar Nelson segist ekki hættur ferðalagi sínu á toppinn en til þess að halda því áfram þarf hann að vinna Alan Jouban í kvöld. 18. mars 2017 19:00 Kavanagh: Gunnar lærði af töpunum John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, er ánægður með hvernig Gunnar nýtti töpin sín og varð betri eftir þau. 17. mars 2017 19:00 Dan Hardy: Mikið undir hjá Gunnari Nelson sem er engum líkur Fyrrverandi UFC-stjarna og aðallýsandi UFC í Evrópu er mikill aðdáandi Gunnars Nelson. 17. mars 2017 11:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Gunnar Nelson berst í kvöld á móti Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í O2-höllinni í London en Gunnar hefur ekki barist í tíu mánuði. Hann steig síðast inn í búrið þegar hann lagði Rússann Albert Tumenov að velli í Rotterdam í maí á síðasta ári. Gunnar kláraði Tumenov með hengingartaki eins og næstum alla þá sem hann hefur gengið frá í búrinu. Fáir eru betri en Gunnar Nelson í blönduðum bardagalistum þegar kemur að því að glíma í gólfinu en hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Síðan Gunnar hóf atvinnumannaferilinn með bardaga á móti Dananum John Olesen í Kaupmannahöfn fyrir tíu árum síðan hefur hann barist 18 sinnum og fimmtán sinnum sigrað. Ellefu af þessum fimmtán sigrum unnust með hengingartaki og getur hann því náð tólfta hengingarsigrinum í kvöld. Fimm af sex sigrum Gunnars í UFC hafa komið með hengingartaki, þar af síðustu þrír með svokölluðu Rear naked choke sem Gunnar er líklega manna bestur í. Eini maðurinn sem lifði af þrjár lotur með Gunnari en vann ekki var Brasilíumaðurinn Jorge Santiago. Þann bardaga vann Gunnar á stigum í febrúar árið 2013. Hér að neðan má sjá stutt myndband til að koma sér í gírinn fyrir kvöldið en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.00 og það verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Will grappling ace @GunniNelson secure his 12th MMA submission at #UFCLondon? pic.twitter.com/9HSX5x89x6— UFC Canada (@UFC_CA) March 18, 2017
MMA Tengdar fréttir Rísandi stjarna í veltivigt UFC spáir Gunnari sigri en segist geta unnið hann Mickey Gall er hrifinn af Gunnari Nelson og hlakkar til að sjá hann berjast í kvöld en er á því að hann myndi hafa betur í bardaga þeirra á milli. 18. mars 2017 11:30 Gunnar Nelson: Svona er þetta ferðalag Gunnar Nelson telur að hann gæti fengið titilbardaga á næsta ári ef allt gengur vel. Hann snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru í kvöld er hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban. Sá kappi er sýnd veiði en ekki gefin. 18. mars 2017 08:00 Gunnar þurfti að standa úti í kuldanum vegna brunaviðvörunnar á hótelinu Gunnar Nelson og Alan Jouban þurftu að standa úti í kuldanum á meðan athugað var hvað var í gangi. 18. mars 2017 09:04 Gunnar: Get vel trúað að ég berjist um titilinn á næsta ári Gunnar Nelson segist ekki hættur ferðalagi sínu á toppinn en til þess að halda því áfram þarf hann að vinna Alan Jouban í kvöld. 18. mars 2017 19:00 Kavanagh: Gunnar lærði af töpunum John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, er ánægður með hvernig Gunnar nýtti töpin sín og varð betri eftir þau. 17. mars 2017 19:00 Dan Hardy: Mikið undir hjá Gunnari Nelson sem er engum líkur Fyrrverandi UFC-stjarna og aðallýsandi UFC í Evrópu er mikill aðdáandi Gunnars Nelson. 17. mars 2017 11:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Rísandi stjarna í veltivigt UFC spáir Gunnari sigri en segist geta unnið hann Mickey Gall er hrifinn af Gunnari Nelson og hlakkar til að sjá hann berjast í kvöld en er á því að hann myndi hafa betur í bardaga þeirra á milli. 18. mars 2017 11:30
Gunnar Nelson: Svona er þetta ferðalag Gunnar Nelson telur að hann gæti fengið titilbardaga á næsta ári ef allt gengur vel. Hann snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru í kvöld er hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban. Sá kappi er sýnd veiði en ekki gefin. 18. mars 2017 08:00
Gunnar þurfti að standa úti í kuldanum vegna brunaviðvörunnar á hótelinu Gunnar Nelson og Alan Jouban þurftu að standa úti í kuldanum á meðan athugað var hvað var í gangi. 18. mars 2017 09:04
Gunnar: Get vel trúað að ég berjist um titilinn á næsta ári Gunnar Nelson segist ekki hættur ferðalagi sínu á toppinn en til þess að halda því áfram þarf hann að vinna Alan Jouban í kvöld. 18. mars 2017 19:00
Kavanagh: Gunnar lærði af töpunum John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, er ánægður með hvernig Gunnar nýtti töpin sín og varð betri eftir þau. 17. mars 2017 19:00
Dan Hardy: Mikið undir hjá Gunnari Nelson sem er engum líkur Fyrrverandi UFC-stjarna og aðallýsandi UFC í Evrópu er mikill aðdáandi Gunnars Nelson. 17. mars 2017 11:30