Faraldurinn fær líka frelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Vímuefnaneysla í Fangelsinu Litla-Hrauni er með því mesta sem sést hefur, efnin eru verri en áður og afleiðingarnar fyrir fanga eftir því. Afstaða – félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur um langa hríð reynt að vara fangelsismálayfirvöld við þeirri neikvæðu þróun sem fylgir baráttunni gegn neyslu vægari vímuefna. Það að reglulegt sé að fangar missi meðvitund vegna vímuefnaneyslu er skýrt merki um að baráttan sé að tapast. Vægari efnum hefur verið skipt út fyrir harðari, óþekktari og nær ávallt hættulegri efni. Á dögunum fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um ástandið í HMP Northumberland, ensku fangelsi, og vakti umfjöllunin eðlilega mikla athygli. Gegndarlaus vímuefnaneysla, ofbeldi og vanmáttugir fangaverðir vegna fámennis. Þrátt fyrir að ástandið sé einna verst á Bretlandseyjum ber að hafa í huga að um sömu vímuefni er að ræða og í íslenskum fangelsum, vegna sömu aðferðafræða fangelsisyfirvalda í báðum löndum. Má því búast við sömu afleiðingum. Þegar íslensk fangelsismálayfirvöld hófu baráttu sína gegn vægum vímuefnum í fangelsum árið 2006 var neysla mest á kannabisefnum. Baráttan skilaði því vissulega að neysla kannabisefna minnkaði til mikilla muna en í stað þeirra hófu fangar að smygla öðrum efnum, þeim sem auðveldara er að koma inn í fangelsin og mælast ekki í þvagi – eða alla vega í styttri tíma. Á tiltölulega stuttum tíma jókst neysla harðari vímuefna, efna sem erfitt er fyrir fangelsismálayfirvöld að koma höndum yfir. Og dæmi eru um að fangar hafi látist af völdum þeirra.Faraldur á Litla-Hrauni Á undanförnum misserum hafa borist fregnir af ótímabærum andlátum vegna notkunar fentanýls og einhverjir jafnvel talað um faraldur. Sá faraldur hófst á Litla-Hrauni og er þetta fráleitt í fyrsta skipti sem misnotkun hættulegra efna hefst í fangelsum landsins og berst út fyrir veggi þeirra. Þetta skelfilega ferli er engu að síður sjaldan til umræðu, mögulega vegna þess að samfélagið er ekki tilbúið að viðurkenna það. Afstaða hefur engu að síður reynt hvað það getur til að vekja athygli á þessu vandamáli og bent á aðferðir sem fangelsismálayfirvöld í nágrannalöndum okkar hafa tileinkað sér til að sporna við nákvæmlega þessu. Með góðum árangri. Nú þegar ný ríkisstjórn er tekin við taumunum, nýtt ráðuneyti á gömlum grunni tekið við fangelsismálum, telur Afstaða enn á ný rétt að benda á hið augljósa. Núllstefna gagnvart vægum vímuefnum í fangelsum leiðir til neyslu harðari og hættulegri efna sem á endanum leiðir til faraldurs í samfélaginu. Stefnan leiðir til óstjórnar í fangelsunum, ofbeldis og jafnvel andláta fanga. Síðar gerist það sama utan veggja fangelsanna.Skelfilegar afleiðingar Þessa dagana geisar faraldur á Litla-Hrauni. Hið stórhættulega Spice gengur kaupum og sölum eins og hver önnur nauðsynjavara með skelfilegum afleiðingum fyrir vímuefnaneytendur. Innan tveggja ára munum við sjá það sama gerast í samfélaginu, rétt eins og gerðist með Contalgin, Rítalín, Mogadon og jafnvel LSD. Afstaða mælir ekki vímuefnum bót en hvetur til að forgangsraðað sé innan fangelsanna með hag allra í samfélaginu fyrir brjósti. Stjórnvöld hafa verið treg til að ræða þessi mál og hvetur Afstaða nýjan dómsmálaráðherra til að koma að borðinu. Jafnframt hvetur félagið þingmenn til að taka málið upp á Alþingi, því það þarf að ræða á breiðum grunni og Afstaða skorast ekki undan því að taka þátt í þeirri umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Vímuefnaneysla í Fangelsinu Litla-Hrauni er með því mesta sem sést hefur, efnin eru verri en áður og afleiðingarnar fyrir fanga eftir því. Afstaða – félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur um langa hríð reynt að vara fangelsismálayfirvöld við þeirri neikvæðu þróun sem fylgir baráttunni gegn neyslu vægari vímuefna. Það að reglulegt sé að fangar missi meðvitund vegna vímuefnaneyslu er skýrt merki um að baráttan sé að tapast. Vægari efnum hefur verið skipt út fyrir harðari, óþekktari og nær ávallt hættulegri efni. Á dögunum fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um ástandið í HMP Northumberland, ensku fangelsi, og vakti umfjöllunin eðlilega mikla athygli. Gegndarlaus vímuefnaneysla, ofbeldi og vanmáttugir fangaverðir vegna fámennis. Þrátt fyrir að ástandið sé einna verst á Bretlandseyjum ber að hafa í huga að um sömu vímuefni er að ræða og í íslenskum fangelsum, vegna sömu aðferðafræða fangelsisyfirvalda í báðum löndum. Má því búast við sömu afleiðingum. Þegar íslensk fangelsismálayfirvöld hófu baráttu sína gegn vægum vímuefnum í fangelsum árið 2006 var neysla mest á kannabisefnum. Baráttan skilaði því vissulega að neysla kannabisefna minnkaði til mikilla muna en í stað þeirra hófu fangar að smygla öðrum efnum, þeim sem auðveldara er að koma inn í fangelsin og mælast ekki í þvagi – eða alla vega í styttri tíma. Á tiltölulega stuttum tíma jókst neysla harðari vímuefna, efna sem erfitt er fyrir fangelsismálayfirvöld að koma höndum yfir. Og dæmi eru um að fangar hafi látist af völdum þeirra.Faraldur á Litla-Hrauni Á undanförnum misserum hafa borist fregnir af ótímabærum andlátum vegna notkunar fentanýls og einhverjir jafnvel talað um faraldur. Sá faraldur hófst á Litla-Hrauni og er þetta fráleitt í fyrsta skipti sem misnotkun hættulegra efna hefst í fangelsum landsins og berst út fyrir veggi þeirra. Þetta skelfilega ferli er engu að síður sjaldan til umræðu, mögulega vegna þess að samfélagið er ekki tilbúið að viðurkenna það. Afstaða hefur engu að síður reynt hvað það getur til að vekja athygli á þessu vandamáli og bent á aðferðir sem fangelsismálayfirvöld í nágrannalöndum okkar hafa tileinkað sér til að sporna við nákvæmlega þessu. Með góðum árangri. Nú þegar ný ríkisstjórn er tekin við taumunum, nýtt ráðuneyti á gömlum grunni tekið við fangelsismálum, telur Afstaða enn á ný rétt að benda á hið augljósa. Núllstefna gagnvart vægum vímuefnum í fangelsum leiðir til neyslu harðari og hættulegri efna sem á endanum leiðir til faraldurs í samfélaginu. Stefnan leiðir til óstjórnar í fangelsunum, ofbeldis og jafnvel andláta fanga. Síðar gerist það sama utan veggja fangelsanna.Skelfilegar afleiðingar Þessa dagana geisar faraldur á Litla-Hrauni. Hið stórhættulega Spice gengur kaupum og sölum eins og hver önnur nauðsynjavara með skelfilegum afleiðingum fyrir vímuefnaneytendur. Innan tveggja ára munum við sjá það sama gerast í samfélaginu, rétt eins og gerðist með Contalgin, Rítalín, Mogadon og jafnvel LSD. Afstaða mælir ekki vímuefnum bót en hvetur til að forgangsraðað sé innan fangelsanna með hag allra í samfélaginu fyrir brjósti. Stjórnvöld hafa verið treg til að ræða þessi mál og hvetur Afstaða nýjan dómsmálaráðherra til að koma að borðinu. Jafnframt hvetur félagið þingmenn til að taka málið upp á Alþingi, því það þarf að ræða á breiðum grunni og Afstaða skorast ekki undan því að taka þátt í þeirri umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun