Ásmundur: Lítilmannleg umræða í boði Pírata sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. mars 2017 15:54 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ummæli Píratans fyrir neðan allar hellur. Vísir/Vilhelm „Það er fyrir neðan allar hellur að á þessum ræðustól skuli aðrar eins ávirðingar bornar á menn að ég get ekki þagað yfir því. Mér finnst þetta svo lítilmannlegt. Þetta er lítilmótleg umræða – og hún er í boði Pírata,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Ásmundur vísaði til orða Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sakaði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um lygar í ræðustól Alþingis. Björn Leví sagði ráðherrann hafa logið því í ræðustól í október í fyrra að skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum væri í vinnslu – þegar skýrslan hafi í raun og veru verið tilbúin. Umrædd skýrsla hefur verið afar umdeild og hefur stjórnarandstaðan ítrekað sakað Bjarna um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar. „Í þessu tilviki er hins vegar ráðherra tiltölulega vanhæfur vegna tengsla sinna við aflandsfélög og öll þessi tímalína og öll þessi ummæli benda einfaldlega til þess að ráðherra hafi logið af yfirlögðu ráði,“ sagði Björn Leví. Ásmundur furðaði sig á því að forseti þingsins hafi ekki gert athugasemdir við orðbragð þingmannsins. Slík umræðuhefð sé ekki við hæfi á Alþingi. „Píratar ætluðu að koma á þing til þess að breyta umræðuhefðinni. Þeir ætluðu að laga starfið í þinginu. Þeir voru á móti því hvernig þingmenn hefðu talað hérna. Við sem fórum í þingmannaskólann árið 2013, okkur var sagt að laga umræðuhefðina. Við höfum staðið við það – nema þið Píratarnir sem berið svona á fólk,“ sagði Ásmundur. Bjarni Benediktsson hefur vísað ásökunum stjórnarandstöðunnar um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar alfarið á bug. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af starfshópi á vegum fjármálaráðuneytisins, en hópurinn skilaði skýrslunni af sér í október síðastliðnum. Skýrslan var svo birt í síðasta mánuði, um þremur mánuðum eftir að starfshópurinn skilaði henni af sér. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
„Það er fyrir neðan allar hellur að á þessum ræðustól skuli aðrar eins ávirðingar bornar á menn að ég get ekki þagað yfir því. Mér finnst þetta svo lítilmannlegt. Þetta er lítilmótleg umræða – og hún er í boði Pírata,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Ásmundur vísaði til orða Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sakaði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um lygar í ræðustól Alþingis. Björn Leví sagði ráðherrann hafa logið því í ræðustól í október í fyrra að skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum væri í vinnslu – þegar skýrslan hafi í raun og veru verið tilbúin. Umrædd skýrsla hefur verið afar umdeild og hefur stjórnarandstaðan ítrekað sakað Bjarna um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar. „Í þessu tilviki er hins vegar ráðherra tiltölulega vanhæfur vegna tengsla sinna við aflandsfélög og öll þessi tímalína og öll þessi ummæli benda einfaldlega til þess að ráðherra hafi logið af yfirlögðu ráði,“ sagði Björn Leví. Ásmundur furðaði sig á því að forseti þingsins hafi ekki gert athugasemdir við orðbragð þingmannsins. Slík umræðuhefð sé ekki við hæfi á Alþingi. „Píratar ætluðu að koma á þing til þess að breyta umræðuhefðinni. Þeir ætluðu að laga starfið í þinginu. Þeir voru á móti því hvernig þingmenn hefðu talað hérna. Við sem fórum í þingmannaskólann árið 2013, okkur var sagt að laga umræðuhefðina. Við höfum staðið við það – nema þið Píratarnir sem berið svona á fólk,“ sagði Ásmundur. Bjarni Benediktsson hefur vísað ásökunum stjórnarandstöðunnar um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar alfarið á bug. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af starfshópi á vegum fjármálaráðuneytisins, en hópurinn skilaði skýrslunni af sér í október síðastliðnum. Skýrslan var svo birt í síðasta mánuði, um þremur mánuðum eftir að starfshópurinn skilaði henni af sér.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira