Georges St-Pierre, fyrrum meistari í veltivigt, snýr aftur í búrið þegar hann mætir Michael Bisping í titilbardaga í millivigtinni.
Dana White, forseti UFC, greindi frá þessu í dag. Enn liggur ekki fyrir hvar og hvenær bardaginn fer fram.
Þrjú ár eru liðin frá því St-Pierre barðist síðast, eða frá því hann bar sigurorð af Johnny Hendricks í nóvember 2013.
Enginn hefur unnið fleiri titilbardaga í sögu UFC (12) og St-Pierre og aðeins Anderson Silva hefur verið meistari í lengri tíma.
