Sunna: Ég fann að þjóðin stóð á bak við mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 12:00 Það er farið að styttast í næsta bardaga Sunnu Rannveigar Davíðsdóttir en hann fer fram í Kansas City seint í þessum mánuði. Það verður annar atvinnumannabardagi Sunnu en hún vann sannfærandi sigur í sínum fyrsta bardaga. Andstæðingur Sunnu að þessu sinni er bandaríska stúlkan Mallory Martin sem á einnig einn bardaga á bakinu sem hún vann. „Ég man eftir fyrstu ferðinni til Kansas City eins og ég hafi farið í gær. Ég var mjög einbeitt og vel stemmd allan tímann,“ segir Sunna í samtali við MMAViking. „Það var mjög heitt og rakt, ólíkt því sem gerist á Íslandi, og því eyddi ég miklum tíma inn á hótelherbergi. Ég er rólegri ef ég næ tíma með sjálfri mér fyrir bardaga. Það hentar mér vel að hanga ein inn á herbergi. Ég hringdi í dóttur mína daglega og var í góðu sambandi við vini og ættingja. Svo fékk ég mikið af góðum kveðjum að heiman sem hjálpuðu mér. Ég fann að þjóðin stóð á bak við mig og ég get ekki lýst því hversu mikla orku það færði mér.„Það var draumur að rætast að vera þarna og ég naut hverrar mínútu. Eða næstum hverrar mínútu. Ég elska að berjast en ég elska fjölmiðladaginn ekki alveg eins mikið. Ég varð frekar stressuð og þyrst á fjölmiðladeginum en það reddaðist allt. Það var ótrúlegt að vera í kringum allar þessar MMA-stelpur sem ég ber mikla virðingu fyrir. Þetta er frumherjar og fyrirmyndir. „Á sama tíma var ég mjög hissa á því hversu notalegir og vinalegir allir voru þarna. Jón Viðar, þjálfarinn minn, minnti mig á að ég gæti þurft að berjast við eitthvað af þessum stelpum síðar og því væri betra að sleppa því að vingast við þær allar.“ Sunna, sem kallar sig Tsunami eða flóðbylgjuna, lenti síðan í skemmtilegri uppákomu eftir síðasta bardaga. „Ég var að labba um höllina er tveir menn báðu um mynd af sér með mér. Þeir voru ákaflega vinalegir og ég spjallaði lengi við þá eftir myndatökuna. Er ég kom heim sagði framkvæmdastjórinn mér að hann hefði fengið skilaboð frá bónda sem vildi að ég auglýsti vörurnar hans,“ segir Sunna. „Þá kom í ljós að þar var á ferð annar þessara manna. Hann framleiðir hágæða lífrænt kjöt undir merkinu Victory Beef Brand. Hann er mikill unnanndi kvenna-MMA og er að styrkja nokkrar aðrar stelpur. Til að gera langa sögu stutta er hann einn helsti styrktaraðili minn í dag og við erum mjög góðir vinir í dag. Það getur verið fyndið og yndislegt hvernig hlutirnir ganga stundum upp.“Íslendingar fylgdust vel með Sunnu í síðasta bardaga og hún finnur vel fyrir áhuganum. „Við erum bara 330 þúsund á Íslandi og ég er fyrsta atvinnukonan í MMA og ég er því þegar orðin nokkuð þekkt heima á Íslandi. Ég finn vel fyrir stuðningnum frá víkingavinum mínum. Síðasti bardagi gekk út á að sanna fyrir heiminum hvað ég gæti,“ segir Sunna ákveðin. „Ég vildi gefa út þá yfirlýsingu að ég ætti heima með þeim bestu á stóra sviðinu. Ég mætti vel undirbúin og vissi hvað ég væri að fara að takast á við. Ég vissi að bardaginn væri sýndur út um allan heim og það settti ekkert meiri pressu á mig. Ég var mjög róleg þegar það var búið að loka búrinu.“ Nú er það næsta skref gegn Mallory Martin og Sunna er orðin mjög spennt. „Er við berjumst verða liðnir nákvæmlega sex mánuðir frá fyrsta bardaganum mínum. Mér finnst það vera langur tími og ég gæti ekki verið ánægðari með að hafa fengið bardaga. Æfingabúðirnar hafa gengið mjög vel. Vigtin er rétt og skrokkurinn er í toppstandi. Nú þekki ég allt er ég kem aftur til Kansas City og verð enn tilbúnari. Mér líst vel á andstæðinginn og held að þetta verði hörkubardagi. Ég ber virðingu fyrir Mallory og mun ekki vanmeta hana.“ Sunna greinir svo frá því að hún muni æfa með Joanna Calderwood næstu tíu dagana í Mjölni en Calderwood er í sjötta sæti í strávigtarflokknum hjá UFC en þangað stefnir Sunna. MMA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Sjá meira
Það er farið að styttast í næsta bardaga Sunnu Rannveigar Davíðsdóttir en hann fer fram í Kansas City seint í þessum mánuði. Það verður annar atvinnumannabardagi Sunnu en hún vann sannfærandi sigur í sínum fyrsta bardaga. Andstæðingur Sunnu að þessu sinni er bandaríska stúlkan Mallory Martin sem á einnig einn bardaga á bakinu sem hún vann. „Ég man eftir fyrstu ferðinni til Kansas City eins og ég hafi farið í gær. Ég var mjög einbeitt og vel stemmd allan tímann,“ segir Sunna í samtali við MMAViking. „Það var mjög heitt og rakt, ólíkt því sem gerist á Íslandi, og því eyddi ég miklum tíma inn á hótelherbergi. Ég er rólegri ef ég næ tíma með sjálfri mér fyrir bardaga. Það hentar mér vel að hanga ein inn á herbergi. Ég hringdi í dóttur mína daglega og var í góðu sambandi við vini og ættingja. Svo fékk ég mikið af góðum kveðjum að heiman sem hjálpuðu mér. Ég fann að þjóðin stóð á bak við mig og ég get ekki lýst því hversu mikla orku það færði mér.„Það var draumur að rætast að vera þarna og ég naut hverrar mínútu. Eða næstum hverrar mínútu. Ég elska að berjast en ég elska fjölmiðladaginn ekki alveg eins mikið. Ég varð frekar stressuð og þyrst á fjölmiðladeginum en það reddaðist allt. Það var ótrúlegt að vera í kringum allar þessar MMA-stelpur sem ég ber mikla virðingu fyrir. Þetta er frumherjar og fyrirmyndir. „Á sama tíma var ég mjög hissa á því hversu notalegir og vinalegir allir voru þarna. Jón Viðar, þjálfarinn minn, minnti mig á að ég gæti þurft að berjast við eitthvað af þessum stelpum síðar og því væri betra að sleppa því að vingast við þær allar.“ Sunna, sem kallar sig Tsunami eða flóðbylgjuna, lenti síðan í skemmtilegri uppákomu eftir síðasta bardaga. „Ég var að labba um höllina er tveir menn báðu um mynd af sér með mér. Þeir voru ákaflega vinalegir og ég spjallaði lengi við þá eftir myndatökuna. Er ég kom heim sagði framkvæmdastjórinn mér að hann hefði fengið skilaboð frá bónda sem vildi að ég auglýsti vörurnar hans,“ segir Sunna. „Þá kom í ljós að þar var á ferð annar þessara manna. Hann framleiðir hágæða lífrænt kjöt undir merkinu Victory Beef Brand. Hann er mikill unnanndi kvenna-MMA og er að styrkja nokkrar aðrar stelpur. Til að gera langa sögu stutta er hann einn helsti styrktaraðili minn í dag og við erum mjög góðir vinir í dag. Það getur verið fyndið og yndislegt hvernig hlutirnir ganga stundum upp.“Íslendingar fylgdust vel með Sunnu í síðasta bardaga og hún finnur vel fyrir áhuganum. „Við erum bara 330 þúsund á Íslandi og ég er fyrsta atvinnukonan í MMA og ég er því þegar orðin nokkuð þekkt heima á Íslandi. Ég finn vel fyrir stuðningnum frá víkingavinum mínum. Síðasti bardagi gekk út á að sanna fyrir heiminum hvað ég gæti,“ segir Sunna ákveðin. „Ég vildi gefa út þá yfirlýsingu að ég ætti heima með þeim bestu á stóra sviðinu. Ég mætti vel undirbúin og vissi hvað ég væri að fara að takast á við. Ég vissi að bardaginn væri sýndur út um allan heim og það settti ekkert meiri pressu á mig. Ég var mjög róleg þegar það var búið að loka búrinu.“ Nú er það næsta skref gegn Mallory Martin og Sunna er orðin mjög spennt. „Er við berjumst verða liðnir nákvæmlega sex mánuðir frá fyrsta bardaganum mínum. Mér finnst það vera langur tími og ég gæti ekki verið ánægðari með að hafa fengið bardaga. Æfingabúðirnar hafa gengið mjög vel. Vigtin er rétt og skrokkurinn er í toppstandi. Nú þekki ég allt er ég kem aftur til Kansas City og verð enn tilbúnari. Mér líst vel á andstæðinginn og held að þetta verði hörkubardagi. Ég ber virðingu fyrir Mallory og mun ekki vanmeta hana.“ Sunna greinir svo frá því að hún muni æfa með Joanna Calderwood næstu tíu dagana í Mjölni en Calderwood er í sjötta sæti í strávigtarflokknum hjá UFC en þangað stefnir Sunna.
MMA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Sjá meira