Morðið á Kim Jong Nam: Þurfa að sleppa Norður-Kóreumanni vegna skorts á sönnunargögnum Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2017 14:25 Lögreglan telur að Ri Jong Chol hafi komið að morðinu, en geta ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu og hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu. Vísir Lögreglan í Malasíu hefur þurft að sleppa eina manninum frá Norður-Kóreu sem hefur stöðu grunaðs manns vegna launmorðsins á Kim Jong Nam, hálfbróður Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður. Lögreglan telur að hann hafi komið að morðinu, en getur ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu en honum hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu.Kim Jong Nam var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur í síðasta mánuði. Tvær konur stöðvuðu hann á flugvellinum. Önnur tók um augu hans á meðan hin makaði vökva, sem þær töldu vera vatn eða barnaolíu, framan í hann. Þær segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsgríni og þær hafi fengið tæpar tíu þúsund krónur fyrir. Vökvinn var hins vegar VX-taugagas, sem er bannað um heim allan og skilgreint sem gereyðingarvopn af Sameinuðu þjóðunum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur lögreglan í Malasíu nú lýst eftir Kim Uk Il, sem er flugfreyja frá Norður-Kóreu. Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð frá aðstoðarsendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Talið er að bæði séu nú stödd í Malasíu, en fjórir til viðbótar eru taldir hafa flúið til Pyongyang á deginum sem morðið var framið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekki viljað staðfesta að um Kim Jong Nam sé að ræða, en nágrannar þeirra í suðri halda því fram að hann hafi verið myrtur vegna skipanna bróður síns, sem litið hafi á hann sem mögulegan andstæðing um valdastólinn. Háttsettur embættismaður Norður-Kóreu, sem leiðir hóp erindreka í Malasíu, hélt því fram í gær, eins og Pyongyang hefur gert frá upphafi, að Kim Jong Nam hafi fengið hjartaáfall og þvertók fyrir að taugaeitur hefði verið notað. Hann fór fram á að Malasía skilaði líkinu en Norður-Kórea hefur sakað yfirvöld í Malasíu um að starfa með andstæðingum sínum. Malasía hefur kallað sendiherra sinn í Pyongyang heim aftur og bundið enda á frjáls ferðalög íbúa Norður-Kóreu til landsins. Lögreglustjóri Kuala Lumpur segir vísbendingarnar og staðreyndir málsins tala sínu máli, sama hvað Norður-Kóreumenn segja. Malasía Norður-Kórea Tengdar fréttir Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Lögreglan í Malasíu hefur þurft að sleppa eina manninum frá Norður-Kóreu sem hefur stöðu grunaðs manns vegna launmorðsins á Kim Jong Nam, hálfbróður Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður. Lögreglan telur að hann hafi komið að morðinu, en getur ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu en honum hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu.Kim Jong Nam var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur í síðasta mánuði. Tvær konur stöðvuðu hann á flugvellinum. Önnur tók um augu hans á meðan hin makaði vökva, sem þær töldu vera vatn eða barnaolíu, framan í hann. Þær segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsgríni og þær hafi fengið tæpar tíu þúsund krónur fyrir. Vökvinn var hins vegar VX-taugagas, sem er bannað um heim allan og skilgreint sem gereyðingarvopn af Sameinuðu þjóðunum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur lögreglan í Malasíu nú lýst eftir Kim Uk Il, sem er flugfreyja frá Norður-Kóreu. Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð frá aðstoðarsendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Talið er að bæði séu nú stödd í Malasíu, en fjórir til viðbótar eru taldir hafa flúið til Pyongyang á deginum sem morðið var framið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekki viljað staðfesta að um Kim Jong Nam sé að ræða, en nágrannar þeirra í suðri halda því fram að hann hafi verið myrtur vegna skipanna bróður síns, sem litið hafi á hann sem mögulegan andstæðing um valdastólinn. Háttsettur embættismaður Norður-Kóreu, sem leiðir hóp erindreka í Malasíu, hélt því fram í gær, eins og Pyongyang hefur gert frá upphafi, að Kim Jong Nam hafi fengið hjartaáfall og þvertók fyrir að taugaeitur hefði verið notað. Hann fór fram á að Malasía skilaði líkinu en Norður-Kórea hefur sakað yfirvöld í Malasíu um að starfa með andstæðingum sínum. Malasía hefur kallað sendiherra sinn í Pyongyang heim aftur og bundið enda á frjáls ferðalög íbúa Norður-Kóreu til landsins. Lögreglustjóri Kuala Lumpur segir vísbendingarnar og staðreyndir málsins tala sínu máli, sama hvað Norður-Kóreumenn segja.
Malasía Norður-Kórea Tengdar fréttir Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37
Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37
Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57
Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30
Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00